Hélt marki sínu hreinu í tíu klukkutíma | „Trúið á draumana ykkar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 09:00 Gianluigi Buffon fagnar í leikslok í gær. Vísir/AP Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, fær nú þriðja tækifærið til að vinna Meistaradeildina en hann og félagar hans tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi. Juventus vann þá 2-1 sigur í seinni undanúrslitaleik sínum á móti Mónakó og þar með 4-1 samanlagt. Buffon fékk á sig mark í leiknum þegar hinn ungi Kylian Mbappe skoraði hjá honum í seinni hálfleiknum. Þegar Kylian Mbappe skoraði þá var hinn 39 ára gamli Gianluigi Buffon búinn að halda marki sínu hreinu í 600 mínútur í Meistaradeildinni eða í tíu klukkutíma. Þetta er fimmti besti árangur sögunnar en það var enn langt í met Jens Lehmann sem hélt hreinu í 853 mínútur tímabilið 2005-06. Síðastur á undan Mbappe til að skora hjá Buffon í Meistaradeildinni var Nico Pareja sem skoraði fyrir Sevilla á móti Juve 22. nóvember síðastliðinn.Más minutos sin recibir gol en UCL: 853 Jens Lehmann 737 Keylor Navas 657 Edwin van der Sar 622 Dida 600 GIGI BUFFON 593 Bodo Illgner — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) May 9, 2017 Juventus sló bæði Porto og Barcelona út úr útsláttarkeppninni án þess að fá á sig mark. Gianluigi Buffon hefur aldrei unnið Meistaradeildina á annars glæsilegum ferli sínum. Hann tapaði í úrslitaleikjunum 2003 og 2015. „Fyrir tveimur árum héldu allir að ég væri að spila minn síðasta úrslitaleik í Meistaradeildinni en þú verður að trúa á draumana þína,“ sagði Gianluigi Buffon eftir leikinn. „Við fáum að fara til Cardiff. Ég vil samt ekki segja að það sé markmiðið okkar því það skiptir engu máli að komast bara í úrslitaleikinn,“ sagði Buffon sem ætlar sér „stóra bikarinn með eyrun“ eins og einhverjir hafa kallað Meistaradeildarbikarinn. „Ég er mjög ánægður af því að ég er í góðu formi. Ég get samt ekki neitað því að ég væri ekki á leiðinni í úrslitaleikinn nema af því að ég er í frábæru liði,“ sagði Buffon. Juventus mætir annaðhvort Real Madrid eða Atletico Madrid í úrslitaleiknum í Cardiff 3. júní næstkomandi. Real Madrid er þar í góðum málum fyrir seinni leik liðanna í kvöld þökk sé 3-0 sigri í fyrri leiknum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Sjá meira
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, fær nú þriðja tækifærið til að vinna Meistaradeildina en hann og félagar hans tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi. Juventus vann þá 2-1 sigur í seinni undanúrslitaleik sínum á móti Mónakó og þar með 4-1 samanlagt. Buffon fékk á sig mark í leiknum þegar hinn ungi Kylian Mbappe skoraði hjá honum í seinni hálfleiknum. Þegar Kylian Mbappe skoraði þá var hinn 39 ára gamli Gianluigi Buffon búinn að halda marki sínu hreinu í 600 mínútur í Meistaradeildinni eða í tíu klukkutíma. Þetta er fimmti besti árangur sögunnar en það var enn langt í met Jens Lehmann sem hélt hreinu í 853 mínútur tímabilið 2005-06. Síðastur á undan Mbappe til að skora hjá Buffon í Meistaradeildinni var Nico Pareja sem skoraði fyrir Sevilla á móti Juve 22. nóvember síðastliðinn.Más minutos sin recibir gol en UCL: 853 Jens Lehmann 737 Keylor Navas 657 Edwin van der Sar 622 Dida 600 GIGI BUFFON 593 Bodo Illgner — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) May 9, 2017 Juventus sló bæði Porto og Barcelona út úr útsláttarkeppninni án þess að fá á sig mark. Gianluigi Buffon hefur aldrei unnið Meistaradeildina á annars glæsilegum ferli sínum. Hann tapaði í úrslitaleikjunum 2003 og 2015. „Fyrir tveimur árum héldu allir að ég væri að spila minn síðasta úrslitaleik í Meistaradeildinni en þú verður að trúa á draumana þína,“ sagði Gianluigi Buffon eftir leikinn. „Við fáum að fara til Cardiff. Ég vil samt ekki segja að það sé markmiðið okkar því það skiptir engu máli að komast bara í úrslitaleikinn,“ sagði Buffon sem ætlar sér „stóra bikarinn með eyrun“ eins og einhverjir hafa kallað Meistaradeildarbikarinn. „Ég er mjög ánægður af því að ég er í góðu formi. Ég get samt ekki neitað því að ég væri ekki á leiðinni í úrslitaleikinn nema af því að ég er í frábæru liði,“ sagði Buffon. Juventus mætir annaðhvort Real Madrid eða Atletico Madrid í úrslitaleiknum í Cardiff 3. júní næstkomandi. Real Madrid er þar í góðum málum fyrir seinni leik liðanna í kvöld þökk sé 3-0 sigri í fyrri leiknum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Sjá meira