Kom ekki til þess að greiða atkvæði um verðlaunaknapann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2017 09:30 Þorvaldur Árni Þorvaldsson. mynd/hestafréttir Ekkert varð af því að gestir á Íþróttaþingi ÍSÍ um liðna helgi greiddu atkvæði um það hvort fella ætti úr gildi keppnisbann knapans Þorvalds Árna Þorvaldssonar. Þorvaldur var dæmdur í fjögurra ára keppnisbann árið 2015 eftir að hafa fallið á lyfjaprófi á Reykjavíkurmóti Fáks í Víðidal. Var þetta í annað skiptið sem hann féll á lyfjaprófi. Héraðssambandið Skarphéðinn lagði til að íþróttaþingið tæki dóminn fyrir og var tillagan send í laganefnd þingsins. Þar var lögð fram greinargerð frá lyfjaeftirliti ÍSÍ sem gerði grein fyrir því að samkvæmt reglum Alþjóðalyfjaeftirlitsins (WADA) væri ekki hægt að endurskoða lyfjadóma. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, staðfestir í samtali við Vísi að fyrir vikið hafi tillagan verið dregin til baka enda ljóst að atkvæði frá þinggestum um málið hefðu ekkert vægi. Þorvaldur yrði áfram skráður í keppnisbann sama hvað þinggestir hefðu um málið að segja. Í lögum ÍSÍ segir að íþróttaþing hafi heimild til að fella niður refsingu með 2/3 greiddra atkvæða eða veita dæmdum aðila full réttindi að nýju. Lárus segir að lög WADA séu æðri en lög ÍSÍ hvað þetta varði. „Við erum skuldbundin til að taka upp allar breytingar sem WADA tekur upp,“ segir Lárus. Það sýni hvað lög WADA séu sterk gagnvart lögum ÍSÍ. Hann rekur ekki minni til þess að fyrrnefnd heimild hafi verið nýtt hér á landi. „Henni hefur verið ætlað að vera einhver neyðarmöguleiki ef eitthvað hefði misfarist,“ segir Lárus. Ljóst sé að þingið geti ekki breytt dómum. Eina leiðin sé að fara með málin fyrir alþjóðlega íþróttadómstólinn í slíkum tilfellum. Hestar Tengdar fréttir Verðlaunaknapi féll aftur á lyfjaprófi Þorvaldur Árni Þorvaldsson slapp með skrekkinn í fyrra en gæti nú átt yfir höfði sér langt bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í annað sinn á rúmu ári. 24. júní 2015 07:00 Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapi, iðrast mjög að hafa brotið lög ÍSÍ um ólöglega lyfjanotkun. 20. júní 2014 14:06 Vilja að íþróttaþing felli keppnisbann Þorvalds Árna úr gildi Fékk fjögurra ára keppnisbann eftir að hann féll á lyfjaprófi fyrir tveimur árum síðan. 4. maí 2017 11:15 Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira
Ekkert varð af því að gestir á Íþróttaþingi ÍSÍ um liðna helgi greiddu atkvæði um það hvort fella ætti úr gildi keppnisbann knapans Þorvalds Árna Þorvaldssonar. Þorvaldur var dæmdur í fjögurra ára keppnisbann árið 2015 eftir að hafa fallið á lyfjaprófi á Reykjavíkurmóti Fáks í Víðidal. Var þetta í annað skiptið sem hann féll á lyfjaprófi. Héraðssambandið Skarphéðinn lagði til að íþróttaþingið tæki dóminn fyrir og var tillagan send í laganefnd þingsins. Þar var lögð fram greinargerð frá lyfjaeftirliti ÍSÍ sem gerði grein fyrir því að samkvæmt reglum Alþjóðalyfjaeftirlitsins (WADA) væri ekki hægt að endurskoða lyfjadóma. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, staðfestir í samtali við Vísi að fyrir vikið hafi tillagan verið dregin til baka enda ljóst að atkvæði frá þinggestum um málið hefðu ekkert vægi. Þorvaldur yrði áfram skráður í keppnisbann sama hvað þinggestir hefðu um málið að segja. Í lögum ÍSÍ segir að íþróttaþing hafi heimild til að fella niður refsingu með 2/3 greiddra atkvæða eða veita dæmdum aðila full réttindi að nýju. Lárus segir að lög WADA séu æðri en lög ÍSÍ hvað þetta varði. „Við erum skuldbundin til að taka upp allar breytingar sem WADA tekur upp,“ segir Lárus. Það sýni hvað lög WADA séu sterk gagnvart lögum ÍSÍ. Hann rekur ekki minni til þess að fyrrnefnd heimild hafi verið nýtt hér á landi. „Henni hefur verið ætlað að vera einhver neyðarmöguleiki ef eitthvað hefði misfarist,“ segir Lárus. Ljóst sé að þingið geti ekki breytt dómum. Eina leiðin sé að fara með málin fyrir alþjóðlega íþróttadómstólinn í slíkum tilfellum.
Hestar Tengdar fréttir Verðlaunaknapi féll aftur á lyfjaprófi Þorvaldur Árni Þorvaldsson slapp með skrekkinn í fyrra en gæti nú átt yfir höfði sér langt bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í annað sinn á rúmu ári. 24. júní 2015 07:00 Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapi, iðrast mjög að hafa brotið lög ÍSÍ um ólöglega lyfjanotkun. 20. júní 2014 14:06 Vilja að íþróttaþing felli keppnisbann Þorvalds Árna úr gildi Fékk fjögurra ára keppnisbann eftir að hann féll á lyfjaprófi fyrir tveimur árum síðan. 4. maí 2017 11:15 Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira
Verðlaunaknapi féll aftur á lyfjaprófi Þorvaldur Árni Þorvaldsson slapp með skrekkinn í fyrra en gæti nú átt yfir höfði sér langt bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í annað sinn á rúmu ári. 24. júní 2015 07:00
Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapi, iðrast mjög að hafa brotið lög ÍSÍ um ólöglega lyfjanotkun. 20. júní 2014 14:06
Vilja að íþróttaþing felli keppnisbann Þorvalds Árna úr gildi Fékk fjögurra ára keppnisbann eftir að hann féll á lyfjaprófi fyrir tveimur árum síðan. 4. maí 2017 11:15
Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14