Síðasti séns að redda nýjum leikmönnum um helgina | Glugginn að loka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2017 17:30 Eyjamenn hafa byrjað illa en er meiri hjálp á leiðinni? Vísir/Eyþór Knattspyrnusamband Íslands vekur athygli á því á heimasíðu sinni að félagaskiptaglugginn hér á landi lokar á miðnætti á mánudaginn 15. maí. Félögin hafa því aðeins þrjá daga til að bæta við sig leikmönnum. Liðin í Pepsi-deildunum hafa verið að bæta við sig leikmönnum frá því að keppni hófst um síðustu mánaðarmót en eftir mánudaginn þurfa þau og lifa með sínum leikmannahópi fram á mitt sumar. Glugginn er lokaður fyrir alla leikmenn nema ósamningsbundna leikmenn yngri flokka. Þeir geta skipt til og með 31. júlí að öðrum skilyrðum uppfylltum. Glugginn opnar svo aftur 15. júlí og er opinn til 31. júlí. Knattspyrnusamband Íslands vekur sérstaka athygli félaga á því að ef þau eru að fá leikmenn erlendis frá þá þurfa þau að vera tímanlega á ferðinni. Búast má við því að félagaskipti á milli landa taki nokkra daga. Þá er minnt á að ef leikmenn eru frá öðrum löndum en innan EES, Grænlandi og Færeyjum skal fylgja staðfesting frá Útlendingastofnun og/eða Vinnumálastofnun á dvalar- og atvinnuleyfi leikmannsins á Íslandi. Vert er að minna á breytingu á reglugerð frá því fyrir tveimur árum, varðandi félagaskipti, sem finna má í grein 15.4. 15.4. Almennt skal gilda, að leikmaður fær keppnisleyfi frá og með tilteknum degi hafi fullfrágengin tilkynning um félagaskiptin borist til skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti daginn áður, en þó verður tilkynning sem berst um helgi eða á frídegi að öllu jöfnu afgreidd næsta virka dag á eftir og keppnisleyfi gefið út frá og með þeim degi. Berist tilkynning um félagaskipti undirrituð af leikmanni og félagi sem gengið er í, fyrir miðnætti á lokadegi félagaskiptatímabils skal íslensku félagi sem gengið er úr gefinn einn virkur dagur til að ganga frá félagaskiptunum með undirritun. Keppnisleyfi með nýju félagi getur því tekið gildi í slíkum tilfellum nokkrum dögum eftir að félagaskiptatímabili lýkur en við útgáfu slíks keppnisleyfis ber að gæta þess að a.m.k. tveir dagar líði á milli leikja hjá leikmanninum. Þegar félagið sem gengið er úr er erlent skulu reglur FIFA gilda og getur keppnisleyfi verið gefið út allt að 7 dögum frá lokadegi félagaskiptatímabils. Félög geta ekki lánað leikmenn eftir 15. maí en hægt er að kalla leikmenn til bara úr láni, þ.e. leikmenn sem eru á tímabundnum félagaskiptum, eftir þennan tíma. Það er þó aðeins hægt ef liðinn er lágmarkstími tímabundinna félagaskipta sem er einn mánuður. Þetta þýðir að leikmaður sem er lánaður frá félagi A til félags B þann 14. maí, getur verið kallaður til baka úr láni, þó ekki fyrr en 14. júní. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands vekur athygli á því á heimasíðu sinni að félagaskiptaglugginn hér á landi lokar á miðnætti á mánudaginn 15. maí. Félögin hafa því aðeins þrjá daga til að bæta við sig leikmönnum. Liðin í Pepsi-deildunum hafa verið að bæta við sig leikmönnum frá því að keppni hófst um síðustu mánaðarmót en eftir mánudaginn þurfa þau og lifa með sínum leikmannahópi fram á mitt sumar. Glugginn er lokaður fyrir alla leikmenn nema ósamningsbundna leikmenn yngri flokka. Þeir geta skipt til og með 31. júlí að öðrum skilyrðum uppfylltum. Glugginn opnar svo aftur 15. júlí og er opinn til 31. júlí. Knattspyrnusamband Íslands vekur sérstaka athygli félaga á því að ef þau eru að fá leikmenn erlendis frá þá þurfa þau að vera tímanlega á ferðinni. Búast má við því að félagaskipti á milli landa taki nokkra daga. Þá er minnt á að ef leikmenn eru frá öðrum löndum en innan EES, Grænlandi og Færeyjum skal fylgja staðfesting frá Útlendingastofnun og/eða Vinnumálastofnun á dvalar- og atvinnuleyfi leikmannsins á Íslandi. Vert er að minna á breytingu á reglugerð frá því fyrir tveimur árum, varðandi félagaskipti, sem finna má í grein 15.4. 15.4. Almennt skal gilda, að leikmaður fær keppnisleyfi frá og með tilteknum degi hafi fullfrágengin tilkynning um félagaskiptin borist til skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti daginn áður, en þó verður tilkynning sem berst um helgi eða á frídegi að öllu jöfnu afgreidd næsta virka dag á eftir og keppnisleyfi gefið út frá og með þeim degi. Berist tilkynning um félagaskipti undirrituð af leikmanni og félagi sem gengið er í, fyrir miðnætti á lokadegi félagaskiptatímabils skal íslensku félagi sem gengið er úr gefinn einn virkur dagur til að ganga frá félagaskiptunum með undirritun. Keppnisleyfi með nýju félagi getur því tekið gildi í slíkum tilfellum nokkrum dögum eftir að félagaskiptatímabili lýkur en við útgáfu slíks keppnisleyfis ber að gæta þess að a.m.k. tveir dagar líði á milli leikja hjá leikmanninum. Þegar félagið sem gengið er úr er erlent skulu reglur FIFA gilda og getur keppnisleyfi verið gefið út allt að 7 dögum frá lokadegi félagaskiptatímabils. Félög geta ekki lánað leikmenn eftir 15. maí en hægt er að kalla leikmenn til bara úr láni, þ.e. leikmenn sem eru á tímabundnum félagaskiptum, eftir þennan tíma. Það er þó aðeins hægt ef liðinn er lágmarkstími tímabundinna félagaskipta sem er einn mánuður. Þetta þýðir að leikmaður sem er lánaður frá félagi A til félags B þann 14. maí, getur verið kallaður til baka úr láni, þó ekki fyrr en 14. júní.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira