Tryggvi semur við Þórsara til þriggja ára en spilar líklega ekki með þeim næsta vetur Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2017 17:00 Tryggvi Snær Hlinason er eftirsóttur. vísir/anton brink Tryggvi Snær Hlinason, miðherjinn ungi í Þór Akureyri, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við félagið en þetta kemur fram á heimasíðu Þórs. Þessi 216cm hái miðherji sem er eitt mesta efni sem sést hefur í íslenskum körfubolta átti fínt tímabil í Domino´s-deildinni þar sem hann þreytti frumraun sína í efstu deild. Hann hjálpaði nýliðum Þórs að komast í úrslitakeppnina en það hafnaði í áttunda sæti og tapaði, 3-0, á móti Íslandsmeisturum KR í átta liða úrslitum Íslandsmótsins. Þrátt fyrir að skrifa undir nýjan samning við Þór eru afar litlar líkur á að Tryggvi spili með liðinu í Domino´s-deildinni á næstu leiktíð þar sem hann stefnir á atvinnumennsku. Samningurinn tryggir bara það, að risinn úr Bárðardalnum spilar með Þór ef hann frestar atvinnumennskunni eða gerir hlé á henni. „Að sjálfsögðu munu Þórsarar ekki standa í vegi fyrir slíkum fyrirætlunum [atvinnumennsku, innsk. blm.] en samningurinn tryggir hins vegar að ef Tryggvi kýs að bíða með atvinnumannsferilinn eða gera hlé á honum og spila á Íslandi mun hann spila með Þór á Akureyri,“ segir í frétt á vef Þórs. Tryggvi Snær, sem er aðeins 19 ára gamall, skoraði 11,6 stig að meðaltali í leik í vetur og tók 8,1 frákast. Hann verður vafalítið í lokahóp íslenska landsliðsins sem fer á EM í Helsinki í sumar en næst á dagskrá er ferð með Íslandi á Smáþjóðaleikana í San Marinó. Sjálfur stefnir Tryggvi á að fara í atvinnumennsku en lið frá Evrópu hafa borið víurnar í hann í allan vetur. „Ég stefni á að fara út í haust til að leika körfubolta og er Evrópa líklegasti áfangastaðurinn. Ég fór og skoðaði aðstæður hjá Valencia og líst mjög vel á það félag. Næstu verkefni hjá mér í sumar eru með A-landsliðinu á smáþjóðaleikunum og í framhaldinu taka við leikir með U-20 liðinu,“ segir Tryggvi Snær Hlinason. Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason, miðherjinn ungi í Þór Akureyri, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við félagið en þetta kemur fram á heimasíðu Þórs. Þessi 216cm hái miðherji sem er eitt mesta efni sem sést hefur í íslenskum körfubolta átti fínt tímabil í Domino´s-deildinni þar sem hann þreytti frumraun sína í efstu deild. Hann hjálpaði nýliðum Þórs að komast í úrslitakeppnina en það hafnaði í áttunda sæti og tapaði, 3-0, á móti Íslandsmeisturum KR í átta liða úrslitum Íslandsmótsins. Þrátt fyrir að skrifa undir nýjan samning við Þór eru afar litlar líkur á að Tryggvi spili með liðinu í Domino´s-deildinni á næstu leiktíð þar sem hann stefnir á atvinnumennsku. Samningurinn tryggir bara það, að risinn úr Bárðardalnum spilar með Þór ef hann frestar atvinnumennskunni eða gerir hlé á henni. „Að sjálfsögðu munu Þórsarar ekki standa í vegi fyrir slíkum fyrirætlunum [atvinnumennsku, innsk. blm.] en samningurinn tryggir hins vegar að ef Tryggvi kýs að bíða með atvinnumannsferilinn eða gera hlé á honum og spila á Íslandi mun hann spila með Þór á Akureyri,“ segir í frétt á vef Þórs. Tryggvi Snær, sem er aðeins 19 ára gamall, skoraði 11,6 stig að meðaltali í leik í vetur og tók 8,1 frákast. Hann verður vafalítið í lokahóp íslenska landsliðsins sem fer á EM í Helsinki í sumar en næst á dagskrá er ferð með Íslandi á Smáþjóðaleikana í San Marinó. Sjálfur stefnir Tryggvi á að fara í atvinnumennsku en lið frá Evrópu hafa borið víurnar í hann í allan vetur. „Ég stefni á að fara út í haust til að leika körfubolta og er Evrópa líklegasti áfangastaðurinn. Ég fór og skoðaði aðstæður hjá Valencia og líst mjög vel á það félag. Næstu verkefni hjá mér í sumar eru með A-landsliðinu á smáþjóðaleikunum og í framhaldinu taka við leikir með U-20 liðinu,“ segir Tryggvi Snær Hlinason.
Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Sjá meira