Gagnrýna fyrirhuguð bílastæðagjöld Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. maí 2017 07:00 Einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna á Íslandi er Þingvellir. Þar er þegar byrjað að innheimta bílastæðagjöld á grundvelli sérlaga. vísir/pjetur Samtök ferðaþjónustunnar leggjast alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherra og sveitarstjórnir fái heimild til að setja reglur um og innheimta gjald fyrir bílastæði og þjónustu sem því tengist, svo sem viðveru bílastæðavarða og salernisaðstöðu. „Það er ólíðandi að stjórnlaus gjaldtaka af hálfu opinberra aðila geti viðgengist hér á landi og gildir þá einu hvort um bílastæðagjöld eða aðra innheimtu sé að ræða,“ segja Samtök ferðaþjónustunnar í umsögn um frumvarpið. Auknar álögur og gjaldtaka á greinina sé það eina sem stjórnvöld leggi áherslu á að koma í framkvæmd án samtals eða samráðs við hagsmunaaðila og það sé ámælisvert. Samtökin hafi vissulega talað á þeim nótum að gjaldtaka sé eðlileg ef greitt sé hóflegt og sanngjarnt gjald fyrir virðisaukandi þjónustu á viðkomustöðum ferðamanna um landið. „Hins vegar er það algerlega óásættanlegt ef stjórnvöld eða sveitarfélög ætla að nýta sér gjaldheimtu og skattheimtu í ferðaþjónustu, umfram samkeppnishæfni greinarinnar til að byggja upp aðra innviði og almannaþjónustu,“ segir í umsögninni. Samtökin kalla eftir samstarfi við samgönguráðherra og stjórnvöld um að fara í greiningar á gjaldtökunni og samræma framkvæmd bílastæðagjalda með það að markmiði að koma í veg fyrir að sett verði lög sem festa ferðaþjónustufyrirtæki í viðjum óþarfa gjaldtöku. Að því loknu sé hægt að fara í ofangreindar breytingar á umferðarlögum. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugir milljóna innheimtar í bílastæðagjöld á Þingvöllum Sveitarfélög fá heimild til að leggja á bílastæðagjöld á ferðamannastöðum. Tekjunum skal varið í uppbyggingu á stöðunum og gæslu. Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir vel hafa gengið að innheimta bílastæðagjöld þar. Tekjur 4. mars 2017 07:00 Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30 Prófessor í hagfræði: Villt gjaldtaka í ferðaþjónustu fráhrindandi hugmynd Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur fjallað nokkuð um gjaldtöku á ferðamönnum og hélt meðal annars erindi um málið á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga á dögunum. 10. apríl 2017 21:30 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar leggjast alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherra og sveitarstjórnir fái heimild til að setja reglur um og innheimta gjald fyrir bílastæði og þjónustu sem því tengist, svo sem viðveru bílastæðavarða og salernisaðstöðu. „Það er ólíðandi að stjórnlaus gjaldtaka af hálfu opinberra aðila geti viðgengist hér á landi og gildir þá einu hvort um bílastæðagjöld eða aðra innheimtu sé að ræða,“ segja Samtök ferðaþjónustunnar í umsögn um frumvarpið. Auknar álögur og gjaldtaka á greinina sé það eina sem stjórnvöld leggi áherslu á að koma í framkvæmd án samtals eða samráðs við hagsmunaaðila og það sé ámælisvert. Samtökin hafi vissulega talað á þeim nótum að gjaldtaka sé eðlileg ef greitt sé hóflegt og sanngjarnt gjald fyrir virðisaukandi þjónustu á viðkomustöðum ferðamanna um landið. „Hins vegar er það algerlega óásættanlegt ef stjórnvöld eða sveitarfélög ætla að nýta sér gjaldheimtu og skattheimtu í ferðaþjónustu, umfram samkeppnishæfni greinarinnar til að byggja upp aðra innviði og almannaþjónustu,“ segir í umsögninni. Samtökin kalla eftir samstarfi við samgönguráðherra og stjórnvöld um að fara í greiningar á gjaldtökunni og samræma framkvæmd bílastæðagjalda með það að markmiði að koma í veg fyrir að sett verði lög sem festa ferðaþjónustufyrirtæki í viðjum óþarfa gjaldtöku. Að því loknu sé hægt að fara í ofangreindar breytingar á umferðarlögum.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugir milljóna innheimtar í bílastæðagjöld á Þingvöllum Sveitarfélög fá heimild til að leggja á bílastæðagjöld á ferðamannastöðum. Tekjunum skal varið í uppbyggingu á stöðunum og gæslu. Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir vel hafa gengið að innheimta bílastæðagjöld þar. Tekjur 4. mars 2017 07:00 Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30 Prófessor í hagfræði: Villt gjaldtaka í ferðaþjónustu fráhrindandi hugmynd Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur fjallað nokkuð um gjaldtöku á ferðamönnum og hélt meðal annars erindi um málið á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga á dögunum. 10. apríl 2017 21:30 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
Tugir milljóna innheimtar í bílastæðagjöld á Þingvöllum Sveitarfélög fá heimild til að leggja á bílastæðagjöld á ferðamannastöðum. Tekjunum skal varið í uppbyggingu á stöðunum og gæslu. Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir vel hafa gengið að innheimta bílastæðagjöld þar. Tekjur 4. mars 2017 07:00
Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30
Prófessor í hagfræði: Villt gjaldtaka í ferðaþjónustu fráhrindandi hugmynd Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur fjallað nokkuð um gjaldtöku á ferðamönnum og hélt meðal annars erindi um málið á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga á dögunum. 10. apríl 2017 21:30