Ekki enn vitað hverjir eiga smituðu tölvurnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. maí 2017 07:00 Þrjótarnir krefjast þess að eigandi tölvunnar greiði andvirði 30 þúsunda íslenskra króna í lausnargjald. Upphæðin tvöfaldast sé hún ekki greidd innan tveggja daga. Ekki er vitað til þess að Íslendingur hafi greitt gjaldið. vísir/epa Grunur leikur á að tíu íslenskar tölvur hafi lent í gagnagíslatöku á síðustu dögum en það hefur enn ekki verið staðfest. Ekki liggur fyrir hvort um sé að ræða tölvur í eigu einstaklinga, fyrirtækja eða opinberra stofnana. „Við erum að fá betri mynd af þessum vírus og hvernig hann hegðar sér og breytist frá stund til stundar. Það er talsvert breytt hegðun nú frá því að hann var fyrst sendur af stað,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Að sögn Hrafnkels fólst breytingin í því að áður fletti veiran upp ákveðnu veffangi og ef það var óskráð þá dreifði hann sér á fullu. Ef það var hins vegar skráð hætti hann að dreifa sér. Menn brugðust við með því að skrá vefföng en hönnuðir veirunnar svöruðu með því að laga þennan galla.Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.VÍSIR/VILHELM „Þetta sýnir bara hve ofboðslega staðfastur brotavilji er fyrir hendi hjá þessum glæponum,“ segir Hrafnkell. Þrátt fyrir að grunur sé uppi hjá Póst- og fjarskiptastofnun um að veiran hafi náð hingað til lands getur stofnunin ekki séð nákvæmlega hvar hún lét á sér kræla. „Við sjáum hjá okkur að ákveðnar IP-tölur hegða sér undarlega en við vitum ekki hver er með hvaða IP-tölu. Til þess þyrftum við dómsúrskurð. Við getum hins vegar afhent viðeigandi þjónustuaðila töluna og hann getur þá kannað málið nánar og gert viðskiptavininum viðvart,“ segir Hrafnkell. Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone, segir að enn sem komið er kannist enginn við slíkt hjá Vodafone. „Ef slíkt mál kemur upp þá fer í gang ferli til að gera viðskiptavininum viðvart. Ef um er að ræða fyrirtæki þá fer það í gegnum viðskiptastýringuna en einstaklingar fá upplýsingar frá þjónustuverinu.“ „Síminn er í góðu samstarfi við netöryggissveit yfirvalda sem mun örugglega gefa okkur nánari upplýsingar um málið ef hún telur það þess eðlis,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.Vírusinn á upptök sín í Bandaríkjunum Samkvæmt tölum frá Europol hafa yfir 200 þúsund tölvur frá 150 löndum verið teknar yfir. Flest bendir til þess að gagnagíslatökuveiran eigi rætur að rekja til gagnaleka WikiLeaks í síðasta mánuði. Þar var skjölum frá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) lekið en þar var að finna kóða og forrit til að njósna um eða taka yfir tölvur. Talið er að þrjótarnir hafi nýtt sér þessa kóða og átt við þá til að hægt sé að nýta þá á þennan hátt. „Tölvuveirur þróast með eða án hjálpar bandarískra stjórnvalda. Þau eru heldur ekki eina landið sem býr til slík tól,“ segir Hrafnkell. Aðspurður um hvort það væri ekki ákjósanlegra að ríki heimsins sameinuðust í baráttunni gegn slíkum forritum, í stað þess að herja hvert á annað, segir Hrafnkell að „það sé margt í heimsbyggðinni sem mætti betur fara“. Tölvuárásir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 WannaCry: Vírusar sem virka Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. 15. maí 2017 12:30 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira
Grunur leikur á að tíu íslenskar tölvur hafi lent í gagnagíslatöku á síðustu dögum en það hefur enn ekki verið staðfest. Ekki liggur fyrir hvort um sé að ræða tölvur í eigu einstaklinga, fyrirtækja eða opinberra stofnana. „Við erum að fá betri mynd af þessum vírus og hvernig hann hegðar sér og breytist frá stund til stundar. Það er talsvert breytt hegðun nú frá því að hann var fyrst sendur af stað,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Að sögn Hrafnkels fólst breytingin í því að áður fletti veiran upp ákveðnu veffangi og ef það var óskráð þá dreifði hann sér á fullu. Ef það var hins vegar skráð hætti hann að dreifa sér. Menn brugðust við með því að skrá vefföng en hönnuðir veirunnar svöruðu með því að laga þennan galla.Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.VÍSIR/VILHELM „Þetta sýnir bara hve ofboðslega staðfastur brotavilji er fyrir hendi hjá þessum glæponum,“ segir Hrafnkell. Þrátt fyrir að grunur sé uppi hjá Póst- og fjarskiptastofnun um að veiran hafi náð hingað til lands getur stofnunin ekki séð nákvæmlega hvar hún lét á sér kræla. „Við sjáum hjá okkur að ákveðnar IP-tölur hegða sér undarlega en við vitum ekki hver er með hvaða IP-tölu. Til þess þyrftum við dómsúrskurð. Við getum hins vegar afhent viðeigandi þjónustuaðila töluna og hann getur þá kannað málið nánar og gert viðskiptavininum viðvart,“ segir Hrafnkell. Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone, segir að enn sem komið er kannist enginn við slíkt hjá Vodafone. „Ef slíkt mál kemur upp þá fer í gang ferli til að gera viðskiptavininum viðvart. Ef um er að ræða fyrirtæki þá fer það í gegnum viðskiptastýringuna en einstaklingar fá upplýsingar frá þjónustuverinu.“ „Síminn er í góðu samstarfi við netöryggissveit yfirvalda sem mun örugglega gefa okkur nánari upplýsingar um málið ef hún telur það þess eðlis,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.Vírusinn á upptök sín í Bandaríkjunum Samkvæmt tölum frá Europol hafa yfir 200 þúsund tölvur frá 150 löndum verið teknar yfir. Flest bendir til þess að gagnagíslatökuveiran eigi rætur að rekja til gagnaleka WikiLeaks í síðasta mánuði. Þar var skjölum frá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) lekið en þar var að finna kóða og forrit til að njósna um eða taka yfir tölvur. Talið er að þrjótarnir hafi nýtt sér þessa kóða og átt við þá til að hægt sé að nýta þá á þennan hátt. „Tölvuveirur þróast með eða án hjálpar bandarískra stjórnvalda. Þau eru heldur ekki eina landið sem býr til slík tól,“ segir Hrafnkell. Aðspurður um hvort það væri ekki ákjósanlegra að ríki heimsins sameinuðust í baráttunni gegn slíkum forritum, í stað þess að herja hvert á annað, segir Hrafnkell að „það sé margt í heimsbyggðinni sem mætti betur fara“.
Tölvuárásir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 WannaCry: Vírusar sem virka Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. 15. maí 2017 12:30 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira
Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00
Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00
Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00
WannaCry: Vírusar sem virka Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. 15. maí 2017 12:30