BMW stærsti lúxusbílasalinn í Kína í apríl Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2017 09:00 Rífandi gangur hjá BMW í Kína sem stendur. Sala BMW bíla jókst um 39% á milli ára í nýliðnum apríl. Með því varð BMW stærsti einstaki lúxusbílasalinn í Kína í mánuðinum, en vanalega er það Audi sem selur mest lúxusbílafyrirtækjanna. Sala Audi minnkaði hinsvegr um 7% í apríl og náði aðeins 46.166 bíla sölu á meðan BMW stökk uppí 48.869 bíla sölu. Sala Mercedes Benz jókst næstum eins mikið og hjá BMW, eða um 35% og seldi Benz alls 47.627 bíla. Audi hefur tilkynnt söluumboðum sínum í Kína að það muni kynna nýtt sölunet bíla sinni þarlendis og hefur það valdið gremju og umboðin neitað að panta nýja bíla Audi á meðan á deilunni stendur. Mikið kapp er í BMW í Kína og ætlar fyrirtækið að auka framleiðslu sína þar í 600.000 bíla á ári á næstu 5 árum. Á fyrstu 4 mánuðum ársins hefur BMW selt 191.697 bíla í Kína og því má búast við hátt í 600.000 bíla sölu þar í ár, en salan í fyrra hjá BMW í Kína var 425.000 bílar. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent
Sala BMW bíla jókst um 39% á milli ára í nýliðnum apríl. Með því varð BMW stærsti einstaki lúxusbílasalinn í Kína í mánuðinum, en vanalega er það Audi sem selur mest lúxusbílafyrirtækjanna. Sala Audi minnkaði hinsvegr um 7% í apríl og náði aðeins 46.166 bíla sölu á meðan BMW stökk uppí 48.869 bíla sölu. Sala Mercedes Benz jókst næstum eins mikið og hjá BMW, eða um 35% og seldi Benz alls 47.627 bíla. Audi hefur tilkynnt söluumboðum sínum í Kína að það muni kynna nýtt sölunet bíla sinni þarlendis og hefur það valdið gremju og umboðin neitað að panta nýja bíla Audi á meðan á deilunni stendur. Mikið kapp er í BMW í Kína og ætlar fyrirtækið að auka framleiðslu sína þar í 600.000 bíla á ári á næstu 5 árum. Á fyrstu 4 mánuðum ársins hefur BMW selt 191.697 bíla í Kína og því má búast við hátt í 600.000 bíla sölu þar í ár, en salan í fyrra hjá BMW í Kína var 425.000 bílar.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent