BMW stærsti lúxusbílasalinn í Kína í apríl Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2017 09:00 Rífandi gangur hjá BMW í Kína sem stendur. Sala BMW bíla jókst um 39% á milli ára í nýliðnum apríl. Með því varð BMW stærsti einstaki lúxusbílasalinn í Kína í mánuðinum, en vanalega er það Audi sem selur mest lúxusbílafyrirtækjanna. Sala Audi minnkaði hinsvegr um 7% í apríl og náði aðeins 46.166 bíla sölu á meðan BMW stökk uppí 48.869 bíla sölu. Sala Mercedes Benz jókst næstum eins mikið og hjá BMW, eða um 35% og seldi Benz alls 47.627 bíla. Audi hefur tilkynnt söluumboðum sínum í Kína að það muni kynna nýtt sölunet bíla sinni þarlendis og hefur það valdið gremju og umboðin neitað að panta nýja bíla Audi á meðan á deilunni stendur. Mikið kapp er í BMW í Kína og ætlar fyrirtækið að auka framleiðslu sína þar í 600.000 bíla á ári á næstu 5 árum. Á fyrstu 4 mánuðum ársins hefur BMW selt 191.697 bíla í Kína og því má búast við hátt í 600.000 bíla sölu þar í ár, en salan í fyrra hjá BMW í Kína var 425.000 bílar. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Erlent
Sala BMW bíla jókst um 39% á milli ára í nýliðnum apríl. Með því varð BMW stærsti einstaki lúxusbílasalinn í Kína í mánuðinum, en vanalega er það Audi sem selur mest lúxusbílafyrirtækjanna. Sala Audi minnkaði hinsvegr um 7% í apríl og náði aðeins 46.166 bíla sölu á meðan BMW stökk uppí 48.869 bíla sölu. Sala Mercedes Benz jókst næstum eins mikið og hjá BMW, eða um 35% og seldi Benz alls 47.627 bíla. Audi hefur tilkynnt söluumboðum sínum í Kína að það muni kynna nýtt sölunet bíla sinni þarlendis og hefur það valdið gremju og umboðin neitað að panta nýja bíla Audi á meðan á deilunni stendur. Mikið kapp er í BMW í Kína og ætlar fyrirtækið að auka framleiðslu sína þar í 600.000 bíla á ári á næstu 5 árum. Á fyrstu 4 mánuðum ársins hefur BMW selt 191.697 bíla í Kína og því má búast við hátt í 600.000 bíla sölu þar í ár, en salan í fyrra hjá BMW í Kína var 425.000 bílar.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Erlent