Horfði á Stellu vinna og langaði að vera með Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. maí 2017 07:00 Ragnheiður Júlíusdóttir er nú orðin Íslandsmeistari og ætlar að vinna titilinn aftur. vísir/eyþór Ragnheiður Júlíusdóttir, 19 ára gömul stórskytta Fram, varð Íslandsmeistari á miðvikudagskvöldið þegar Safamýrarstúlkur kláruðu einvígið á móti Stjörnunni í lokaúrslitum Olís-deildarinnar, 3-1. Ragnheiður fór á kostum í leiknum og skoraði níu mörk en hún varð markahæsti leikmaður lokaúrslitanna í ár með 27 mörk eða 6,8 mörk að meðaltali í leik. Ragnheiður gat lítið fagnað titlinum nema rétt á gólfinu á meðan partístrimlarnir féllu til jarðar og mættu þar gleðitárum Framstúlkna. Þegar gólfið var svo sópað og allir búnir í sturtu tók raunveruleikinn aftur við. Ragnheiður þurfti nefnilega að mæta í próf í gærmorgun. „Þetta var nú bara enskupróf, ekkert það erfitt. Ég lærði bara í nótt og mætti svo í prófið,“ segir Ragnheiður sem fær tækifæri til að fagna þessum merka áfanga sínum og titli liðsins um helgina. „Við náðum ekkert að fagna almennilega. Það er leiðinlegt að vinna þetta svona í miðri viku þó tilfinningin hafi verið æðisleg og léttirinn ógeðslega mikill. Við skemmtum okkur um helgina bara í staðinn,“ segir hún.Ragnheiður fagnar titlinum með látum í Safamýri á miðvikudagskvöldið.vísir/anton brinkÁttum þetta skilið Framstúlkur voru búnar að fara flatt út úr tveimur stórum leikjum á móti Stjörnunni en Garðbæingar höfðu betur þegar liðin mættust í úrslitaleik bikarsins og í hreinum úrslitaleik liðanna um deildarmeistaratitilinn. Fram byrjaði betur í lokaúrslitunum og komst í 2-0 en Stjarnan svaraði með stórsigri í leik þrjú og minnkaði muninn. Fór þá skjálfti um Ragnheiði og stöllur hennar? „Ég fór allavega að hugsa fyrir fjórða leikinn að vonandi myndum við ekki mæta svona til leiks aftur. Við vorum búnar að mæta tvisvar illa til leiks á móti þeim í stóra leiki. Ég sá þetta ekki gerast fyrir leik þrjú því stemningin var mikil í hópnum. Stebbi þjálfari sagði samt að þetta væri eðlilegt. Að vera með forskot hefur ekkert alltaf hentað okkur. Það var mjög gott að vinna þetta og mér finnst við eiga þetta mjög mikið skilið,“ segir Ragnheiður sem sér auðvitað á eftir hinum tveimur stóru titlunum. „Ég er mjög sátt með veturinn en við vildum líka vinna bikarinn og deildina. Leikirnir á móti Stjörnunni þar voru skrítnir. Við mættum hrikalega illa til leiks í þá en Íslandsmeistaratitilinn bætir þetta upp.“Ragnheiður tók við skyttustöðunni af Stellu Sigurðardóttur og hefur verið stjarna í deildinni allar götur síðan.vísir/anton brinkStella kveikti neistann Fram varð síðast Íslandsmeistari á vormánuðum árið 2013. Í því liði voru landsliðskonur nánast í hverri stöðu; Ásta Birna Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Sunna Jónsdóttir og stórskyttan Stella Sigurðardóttir svo dæmi séu tekin. Fram vann titilinn í dramatískum oddaleik í Safamýri með einu marki og uppi í stúku var fimmtán ára gömul rauðhærð stúlka sem fjórum árum síðar átti eftir að upplifa það sama og þessar stórstjörnur. Þá sem stjarna sjálf. „Ég man eftir þessum leik. Ég sat uppi í stúku í Framheimilinu og horfði á Steinunni og Stellu og allar þessar stelpur verða meistara. Ég man að þarna langaði mig að vera með og byrjaði í meistaraflokki næsta vetur þegar þær voru allar farnar í atvinnumennsku. Ég hélt svo mikið upp á Stellu. Hún var náttúrlega í minni stöðu og var uppáhaldið mitt. Það var geðveikt að sjá þær vinna þetta og það kveikti neistann hjá mér,“ segir Ragnheiður. Hún gerði gott betur en að byrja bara í meistaraflokki. Ragnheiður tók stöðu átrúnaðargoðsins Stellu og varð markahæst á sínu fyrsta tímabili með Fram, 16 ára, með 123 mörk í 22 leikjum. „Ég átti ekki að vera í svona stóru hlutverki þarna en ég stóð mig bara vel á æfingum og hef verið þarna síðan. Ég þakka alltaf Dóra [Halldóri Jóhanni Sigfússyni] fyrir að gefa mér tækifæri,“ segir Ragnheiður.Ragnheiður ætlar að fara að vinna í vetur og vinna titilinn aftur.vísir/eyþórEkki á leið í atvinnumennsku Faðir Ragnheiðar er Júlíus Gunnarsson, fimmfaldur Íslandsmeistari í handbolta. Hann vill nú alveg benda stúlkunni sinni á það sem miður fer hjá henni og hjálpa henni að verða betri en það er þó ekkert of mikið að sögn Ragnheiðar. „Pabbi er ekkert harður við mig. Hann segir mér alltaf hvað ég eigi að gera betur og svo vill hann að ég æfi undirhandarskotin sem hann var svo frægur fyrir. Hann er alltaf að segja mér hitt og þetta en eftir tapleiki er ég lítið heima. Ég nenni ekki að tala við foreldra mína eftir tapleiki,“ segir hún og hlær við. Stuðningurinn er mikill á heimilinu og skilningurinn mikill enda báðir foreldrar fyrrverandi afreksfólk. Móðir hennar er Guðrún Júlíusdóttir, fyrrverandi landsliðskona í badminton. „Mamma þekkir allt varðandi mataræði og svefn og hjálpar mér mikið. Ég fæ mikinn stuðning heima,“ segir Ragnheiður. Stefnan er ekki sett á atvinnumennsku í vetur. Frábærir leikmenn eru á leið heim í Fram og ætlar Ragnheiður að vinna titilinn aftur. „Ég er að klára skólann núna og útskrifast um næstu helgi. Ég ætla svo að fara að vinna næsta vetur og halda áfram að spila með Fram. Ég mun einn daginn fara út að spila en ég er ekkert að drífa mig út núna,“ segir Ragnheiður Júlíusdóttir. Olís-deild kvenna Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Ragnheiður Júlíusdóttir, 19 ára gömul stórskytta Fram, varð Íslandsmeistari á miðvikudagskvöldið þegar Safamýrarstúlkur kláruðu einvígið á móti Stjörnunni í lokaúrslitum Olís-deildarinnar, 3-1. Ragnheiður fór á kostum í leiknum og skoraði níu mörk en hún varð markahæsti leikmaður lokaúrslitanna í ár með 27 mörk eða 6,8 mörk að meðaltali í leik. Ragnheiður gat lítið fagnað titlinum nema rétt á gólfinu á meðan partístrimlarnir féllu til jarðar og mættu þar gleðitárum Framstúlkna. Þegar gólfið var svo sópað og allir búnir í sturtu tók raunveruleikinn aftur við. Ragnheiður þurfti nefnilega að mæta í próf í gærmorgun. „Þetta var nú bara enskupróf, ekkert það erfitt. Ég lærði bara í nótt og mætti svo í prófið,“ segir Ragnheiður sem fær tækifæri til að fagna þessum merka áfanga sínum og titli liðsins um helgina. „Við náðum ekkert að fagna almennilega. Það er leiðinlegt að vinna þetta svona í miðri viku þó tilfinningin hafi verið æðisleg og léttirinn ógeðslega mikill. Við skemmtum okkur um helgina bara í staðinn,“ segir hún.Ragnheiður fagnar titlinum með látum í Safamýri á miðvikudagskvöldið.vísir/anton brinkÁttum þetta skilið Framstúlkur voru búnar að fara flatt út úr tveimur stórum leikjum á móti Stjörnunni en Garðbæingar höfðu betur þegar liðin mættust í úrslitaleik bikarsins og í hreinum úrslitaleik liðanna um deildarmeistaratitilinn. Fram byrjaði betur í lokaúrslitunum og komst í 2-0 en Stjarnan svaraði með stórsigri í leik þrjú og minnkaði muninn. Fór þá skjálfti um Ragnheiði og stöllur hennar? „Ég fór allavega að hugsa fyrir fjórða leikinn að vonandi myndum við ekki mæta svona til leiks aftur. Við vorum búnar að mæta tvisvar illa til leiks á móti þeim í stóra leiki. Ég sá þetta ekki gerast fyrir leik þrjú því stemningin var mikil í hópnum. Stebbi þjálfari sagði samt að þetta væri eðlilegt. Að vera með forskot hefur ekkert alltaf hentað okkur. Það var mjög gott að vinna þetta og mér finnst við eiga þetta mjög mikið skilið,“ segir Ragnheiður sem sér auðvitað á eftir hinum tveimur stóru titlunum. „Ég er mjög sátt með veturinn en við vildum líka vinna bikarinn og deildina. Leikirnir á móti Stjörnunni þar voru skrítnir. Við mættum hrikalega illa til leiks í þá en Íslandsmeistaratitilinn bætir þetta upp.“Ragnheiður tók við skyttustöðunni af Stellu Sigurðardóttur og hefur verið stjarna í deildinni allar götur síðan.vísir/anton brinkStella kveikti neistann Fram varð síðast Íslandsmeistari á vormánuðum árið 2013. Í því liði voru landsliðskonur nánast í hverri stöðu; Ásta Birna Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Sunna Jónsdóttir og stórskyttan Stella Sigurðardóttir svo dæmi séu tekin. Fram vann titilinn í dramatískum oddaleik í Safamýri með einu marki og uppi í stúku var fimmtán ára gömul rauðhærð stúlka sem fjórum árum síðar átti eftir að upplifa það sama og þessar stórstjörnur. Þá sem stjarna sjálf. „Ég man eftir þessum leik. Ég sat uppi í stúku í Framheimilinu og horfði á Steinunni og Stellu og allar þessar stelpur verða meistara. Ég man að þarna langaði mig að vera með og byrjaði í meistaraflokki næsta vetur þegar þær voru allar farnar í atvinnumennsku. Ég hélt svo mikið upp á Stellu. Hún var náttúrlega í minni stöðu og var uppáhaldið mitt. Það var geðveikt að sjá þær vinna þetta og það kveikti neistann hjá mér,“ segir Ragnheiður. Hún gerði gott betur en að byrja bara í meistaraflokki. Ragnheiður tók stöðu átrúnaðargoðsins Stellu og varð markahæst á sínu fyrsta tímabili með Fram, 16 ára, með 123 mörk í 22 leikjum. „Ég átti ekki að vera í svona stóru hlutverki þarna en ég stóð mig bara vel á æfingum og hef verið þarna síðan. Ég þakka alltaf Dóra [Halldóri Jóhanni Sigfússyni] fyrir að gefa mér tækifæri,“ segir Ragnheiður.Ragnheiður ætlar að fara að vinna í vetur og vinna titilinn aftur.vísir/eyþórEkki á leið í atvinnumennsku Faðir Ragnheiðar er Júlíus Gunnarsson, fimmfaldur Íslandsmeistari í handbolta. Hann vill nú alveg benda stúlkunni sinni á það sem miður fer hjá henni og hjálpa henni að verða betri en það er þó ekkert of mikið að sögn Ragnheiðar. „Pabbi er ekkert harður við mig. Hann segir mér alltaf hvað ég eigi að gera betur og svo vill hann að ég æfi undirhandarskotin sem hann var svo frægur fyrir. Hann er alltaf að segja mér hitt og þetta en eftir tapleiki er ég lítið heima. Ég nenni ekki að tala við foreldra mína eftir tapleiki,“ segir hún og hlær við. Stuðningurinn er mikill á heimilinu og skilningurinn mikill enda báðir foreldrar fyrrverandi afreksfólk. Móðir hennar er Guðrún Júlíusdóttir, fyrrverandi landsliðskona í badminton. „Mamma þekkir allt varðandi mataræði og svefn og hjálpar mér mikið. Ég fæ mikinn stuðning heima,“ segir Ragnheiður. Stefnan er ekki sett á atvinnumennsku í vetur. Frábærir leikmenn eru á leið heim í Fram og ætlar Ragnheiður að vinna titilinn aftur. „Ég er að klára skólann núna og útskrifast um næstu helgi. Ég ætla svo að fara að vinna næsta vetur og halda áfram að spila með Fram. Ég mun einn daginn fara út að spila en ég er ekkert að drífa mig út núna,“ segir Ragnheiður Júlíusdóttir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira