Tólf hundruð mótmæla áformum um sameiningu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. maí 2017 13:25 Mirra Sjöfn afhenti Kristjáni Þór undirskriftalistann. vísir/gva Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra fékk afhentan undirskriftalista í dag með 1200 undirskriftum þar sem sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans er mótmælt. Skólameistarar skólanna tveggja og ráðherra funduðu í morgun vegna áformanna. Fyrirhuguð sameining hefur verið umdeild og fallið í grýttan jarðveg meðal nemenda og kennara við Fjölbraut í Ármúla. Þá hefur stjórnarandstaðan sömuleiðis gagnrýnt áformin meðal annars vegna þess að málið kom ekki til kasta þingsins, en ákvörðunarvald liggur hjá ráðherra. Hvorugur skólameistaranna hefur viljað tjá sig um málið við fréttastofu, en Kristján Þór Júlíusson sagði engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum. Allsherjar- og menntamálanefnd kemur saman klukkan hálf tvö til þess að ræða málið og munu gestir koma fyrir nefndina, samkvæmt dagskrá. Nemendur við Ármúla hafa sagst uggandi yfir stöðunni og efndu til undirskriftasöfnunar vegna málsins. Tólf hundruð undirskriftir hafa safnast og verða þær afhendar ráðherra eftir hádegi í dag. Um er að ræða undirskriftir frá kennurum, nemendum og velunnurum Ármúla. Mirra Sjöfn Jónasdóttir nemandi stóð fyrir söfnuninni. „Við viljum ekki meiri einkavæðingu í fyrsta lagi. Í öðru lagi hvernig var farið að þessu. Það á að vera í samráði við kennara, starfsfólk og nemendur líka í skólum ef það á að gera svona. Það var ekki gert. Og tímasetningin var algjörlega röng “ Hún segir nemendur afar ósátta. „Þeir hafa allir verið mjög ósáttir og það var mjög erfitt að fá að vita þetta bara rétt fyrir próf og ég held að það hafi örugglega ekki hjálpað einbeitingunni í próflestri að vita með óvissuna af þessum fréttum,“ segir Mirra Sjöfn. Þegar fréttastofa náði tali af Kristjáni Þór í morgun sagðist hann ætla að taka glaður á móti undirskriftunum. „Ég móttek þær bara með ánægju. Það er gott að vita af góðum hug til skólans," sagði Kristján Þór. Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra fékk afhentan undirskriftalista í dag með 1200 undirskriftum þar sem sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans er mótmælt. Skólameistarar skólanna tveggja og ráðherra funduðu í morgun vegna áformanna. Fyrirhuguð sameining hefur verið umdeild og fallið í grýttan jarðveg meðal nemenda og kennara við Fjölbraut í Ármúla. Þá hefur stjórnarandstaðan sömuleiðis gagnrýnt áformin meðal annars vegna þess að málið kom ekki til kasta þingsins, en ákvörðunarvald liggur hjá ráðherra. Hvorugur skólameistaranna hefur viljað tjá sig um málið við fréttastofu, en Kristján Þór Júlíusson sagði engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum. Allsherjar- og menntamálanefnd kemur saman klukkan hálf tvö til þess að ræða málið og munu gestir koma fyrir nefndina, samkvæmt dagskrá. Nemendur við Ármúla hafa sagst uggandi yfir stöðunni og efndu til undirskriftasöfnunar vegna málsins. Tólf hundruð undirskriftir hafa safnast og verða þær afhendar ráðherra eftir hádegi í dag. Um er að ræða undirskriftir frá kennurum, nemendum og velunnurum Ármúla. Mirra Sjöfn Jónasdóttir nemandi stóð fyrir söfnuninni. „Við viljum ekki meiri einkavæðingu í fyrsta lagi. Í öðru lagi hvernig var farið að þessu. Það á að vera í samráði við kennara, starfsfólk og nemendur líka í skólum ef það á að gera svona. Það var ekki gert. Og tímasetningin var algjörlega röng “ Hún segir nemendur afar ósátta. „Þeir hafa allir verið mjög ósáttir og það var mjög erfitt að fá að vita þetta bara rétt fyrir próf og ég held að það hafi örugglega ekki hjálpað einbeitingunni í próflestri að vita með óvissuna af þessum fréttum,“ segir Mirra Sjöfn. Þegar fréttastofa náði tali af Kristjáni Þór í morgun sagðist hann ætla að taka glaður á móti undirskriftunum. „Ég móttek þær bara með ánægju. Það er gott að vita af góðum hug til skólans," sagði Kristján Þór.
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira