Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum Vals var gróflega misboðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2017 12:15 Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals. Vísir/Stefán Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna dómgæslunnar í seinni leik liðsins í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Valsmenn mættu með átta marka forskot út til Rúmeníu en töpuðu seinni leiknum með níu mörkum og eru því úr leik. Dómarar leiksins buðu upp á ansi skrautlega frammistöðu og leikmaður Vals hafði það eftir þjálfara rúmenska liðsins að þeim hafi verið mútað. Stjórn handknattleiksdeildar Vals hefur nú sett málið í viðeigandi farveg í samstarfi við HSÍ og lögfræðing á vegum félagsins. Þar verður metið hvort Valsmenn kæra eða ekki. „Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum liðsins var gróflega misboðið og er það skylda okkar að láta í okkur heyra þegar slíkt á sér stað. Við hvetjum alla sem bera hag íþróttarinnar fyrir brjósti til að deila myndskeiðum úr leiknum og vekja þannig athygli á málinu á alþjóða vettvangi,“ segir meðal annars í þessari fréttatilkynningu en hana má lesa alla hér fyrir neðan.Fréttatilkynning handknattleiksdeildar Vals vegna undanúrslita Áskorendakeppni Evrópu Vegna umfjöllunar fjölmiðla og umræðu um skrautlegan undanúrslitaleik Vals og Potaissa Turda í Rúmeníu síðastliðinn sunnudag, vill stjórn handknattleiksdeildar Vals koma eftirfarandi á framfæri. Stjórn handknattleiksdeildar Vals hefur sett málið í viðeigandi farveg í samstarfi við HSÍ og lögfræðing á vegum félagsins. Mun það nú verða skoðað af þar til bærum aðilum, en það er ljóst að félagið mun a.m.k. senda frá sér formlega kvörtun vegna þeirra aðstæðna sem liðinu voru skapaðar í Rúmeníu í umræddum leik. Hvort og með hvaða hætti kæra verður sett fram verður metið af aðilum sem hæfastir eru til slíks. Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum liðsins var gróflega misboðið og er það skylda okkar að láta í okkur heyra þegar slíkt á sér stað. Við hvetjum alla sem bera hag íþróttarinnar fyrir brjósti til að deila myndskeiðum úr leiknum og vekja þannig athygli á málinu á alþjóða vettvangi. Að sama skapi er mikilvægt að leikmenn, þjálfarar og aðrir sem að liðinu standa fái nú tækifæri til að einblína á verkefnið hér heima, þar sem liðið er í baráttu í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. F.h. stjórnar hkd Vals Hörður Gunnarsson Formaður Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Fleiri fréttir „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Sjá meira
Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna dómgæslunnar í seinni leik liðsins í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Valsmenn mættu með átta marka forskot út til Rúmeníu en töpuðu seinni leiknum með níu mörkum og eru því úr leik. Dómarar leiksins buðu upp á ansi skrautlega frammistöðu og leikmaður Vals hafði það eftir þjálfara rúmenska liðsins að þeim hafi verið mútað. Stjórn handknattleiksdeildar Vals hefur nú sett málið í viðeigandi farveg í samstarfi við HSÍ og lögfræðing á vegum félagsins. Þar verður metið hvort Valsmenn kæra eða ekki. „Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum liðsins var gróflega misboðið og er það skylda okkar að láta í okkur heyra þegar slíkt á sér stað. Við hvetjum alla sem bera hag íþróttarinnar fyrir brjósti til að deila myndskeiðum úr leiknum og vekja þannig athygli á málinu á alþjóða vettvangi,“ segir meðal annars í þessari fréttatilkynningu en hana má lesa alla hér fyrir neðan.Fréttatilkynning handknattleiksdeildar Vals vegna undanúrslita Áskorendakeppni Evrópu Vegna umfjöllunar fjölmiðla og umræðu um skrautlegan undanúrslitaleik Vals og Potaissa Turda í Rúmeníu síðastliðinn sunnudag, vill stjórn handknattleiksdeildar Vals koma eftirfarandi á framfæri. Stjórn handknattleiksdeildar Vals hefur sett málið í viðeigandi farveg í samstarfi við HSÍ og lögfræðing á vegum félagsins. Mun það nú verða skoðað af þar til bærum aðilum, en það er ljóst að félagið mun a.m.k. senda frá sér formlega kvörtun vegna þeirra aðstæðna sem liðinu voru skapaðar í Rúmeníu í umræddum leik. Hvort og með hvaða hætti kæra verður sett fram verður metið af aðilum sem hæfastir eru til slíks. Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum liðsins var gróflega misboðið og er það skylda okkar að láta í okkur heyra þegar slíkt á sér stað. Við hvetjum alla sem bera hag íþróttarinnar fyrir brjósti til að deila myndskeiðum úr leiknum og vekja þannig athygli á málinu á alþjóða vettvangi. Að sama skapi er mikilvægt að leikmenn, þjálfarar og aðrir sem að liðinu standa fái nú tækifæri til að einblína á verkefnið hér heima, þar sem liðið er í baráttu í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. F.h. stjórnar hkd Vals Hörður Gunnarsson Formaður
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Fleiri fréttir „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Sjá meira