Evrópuráðið ályktar um framtíð MMA Benedikt Bóas skrifar 3. maí 2017 07:00 Evrópuráðið vill fá allar upplýsingar upp á borðið og skapa þekkingu á MMA fyrir ráðuneyti, MMA samtökin sjálf og fleiri samtök. Íþróttin er orðin feykilega vinsæl hér á landi, þökk sé framgöngu Gunnars Nelson. vísir/vilhelm „Það er mikil óvissa í kringum MMA og fólk veit ekki endilega hvernig á að bregðast við uppgangi MMA. Sums staðar er þetta skilgreint sem íþrótt en annars staðar ekki,“ segir Viðar Halldórsson félagsfræðingur sem er hluti af hóp innan Evrópuráðsins sem er að skoða MMA, eða blandaðar bardagalistir. Evrópuráðið mun kynna nýja ályktun í júní um MMA en það var síðast gert árið 1999 og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.Viðar Halldórsson.vísir/stefán„MMA er sprottið frá UFC, sem er fyrirtæki á markaði og kemur með einhverja vöru. Það sem er ólíkt með MMA og hefðbundnum íþróttagreinum er að þær hefðbundnu vinna frá grunni og upp. Það verður til eitthvert grasrótarstarf og smátt og smátt verða til afreksíþróttamenn, fara upp píramídann, en í MMA er þetta akkúrat öfugt. MMA byrjar í öðrum íþróttum og fer öfuga leið sem gerir verkefnið aðeins flóknara.“ Viðar var í París í síðustu viku þar sem hópurinn hittist. Hefur hann tekið viðtöl við fjölda fólks og safnað ógrynni af upplýsingum. Er stefnt að því að kynna ályktunina um miðjan júní. „Er þetta heilsusamlegt eða hættulegt? Fólk hefur ekki samræmdar upplýsingar um stöðuna,“ segir hann. „Á þetta að vera íþrótt? Hvað er hægt að gera til að gera MMA heilsusamlegra? Innviðirnir eru ekki alltaf til staðar, varðandi reglur, þjálfaramenntun, tryggingar og fleira. Þetta er ekki alls staðar til staðar og því var ákveðið að taka stöðuna núna því MMA er orðið mjög vinsælt.“ Hann bendir á að hópurinn sé að reyna að skapa miðlæga þekkingu á MMA sem sums staðar er ekki skilgreint sem íþrótt heldur eitthvað allt annað. „Á annan bóginn er þetta hættulegt og sums staðar tengist þetta skipulagðri glæpastarfsemi en á hinn bóginn er líka verið að vinna gott og öflugt starf, sem virðist bæði vera uppbyggilegt og heilsusamlegt. MMA er mjög vinsælt í Rússlandi og Svíþjóð til dæmis en sums staðar vilja þjóðir banna MMA og helst ekkert vita af þessu. Þetta er því krefjandi og víðfeðmt verkefni.“ Birtist í Fréttablaðinu MMA Tengdar fréttir Prófessor í sálfræði vill banna MMA Hermundur Sigmundsson segir að ekki sé hægt að skilgreina MMA sem íþrótt. 15. desember 2015 14:13 Hætta að styrkja Barnaheill vegna ummæla um Gunnar Nelson Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir í samtali við Vísi í kvöld alrangt, eins og margir haldi fram í athugasemdakerfi við fyrra viðtal við starfsmann samtakanna, að þau séu að ráðast á Gunnar sem persónu. 10. mars 2014 22:07 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Það er mikil óvissa í kringum MMA og fólk veit ekki endilega hvernig á að bregðast við uppgangi MMA. Sums staðar er þetta skilgreint sem íþrótt en annars staðar ekki,“ segir Viðar Halldórsson félagsfræðingur sem er hluti af hóp innan Evrópuráðsins sem er að skoða MMA, eða blandaðar bardagalistir. Evrópuráðið mun kynna nýja ályktun í júní um MMA en það var síðast gert árið 1999 og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.Viðar Halldórsson.vísir/stefán„MMA er sprottið frá UFC, sem er fyrirtæki á markaði og kemur með einhverja vöru. Það sem er ólíkt með MMA og hefðbundnum íþróttagreinum er að þær hefðbundnu vinna frá grunni og upp. Það verður til eitthvert grasrótarstarf og smátt og smátt verða til afreksíþróttamenn, fara upp píramídann, en í MMA er þetta akkúrat öfugt. MMA byrjar í öðrum íþróttum og fer öfuga leið sem gerir verkefnið aðeins flóknara.“ Viðar var í París í síðustu viku þar sem hópurinn hittist. Hefur hann tekið viðtöl við fjölda fólks og safnað ógrynni af upplýsingum. Er stefnt að því að kynna ályktunina um miðjan júní. „Er þetta heilsusamlegt eða hættulegt? Fólk hefur ekki samræmdar upplýsingar um stöðuna,“ segir hann. „Á þetta að vera íþrótt? Hvað er hægt að gera til að gera MMA heilsusamlegra? Innviðirnir eru ekki alltaf til staðar, varðandi reglur, þjálfaramenntun, tryggingar og fleira. Þetta er ekki alls staðar til staðar og því var ákveðið að taka stöðuna núna því MMA er orðið mjög vinsælt.“ Hann bendir á að hópurinn sé að reyna að skapa miðlæga þekkingu á MMA sem sums staðar er ekki skilgreint sem íþrótt heldur eitthvað allt annað. „Á annan bóginn er þetta hættulegt og sums staðar tengist þetta skipulagðri glæpastarfsemi en á hinn bóginn er líka verið að vinna gott og öflugt starf, sem virðist bæði vera uppbyggilegt og heilsusamlegt. MMA er mjög vinsælt í Rússlandi og Svíþjóð til dæmis en sums staðar vilja þjóðir banna MMA og helst ekkert vita af þessu. Þetta er því krefjandi og víðfeðmt verkefni.“
Birtist í Fréttablaðinu MMA Tengdar fréttir Prófessor í sálfræði vill banna MMA Hermundur Sigmundsson segir að ekki sé hægt að skilgreina MMA sem íþrótt. 15. desember 2015 14:13 Hætta að styrkja Barnaheill vegna ummæla um Gunnar Nelson Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir í samtali við Vísi í kvöld alrangt, eins og margir haldi fram í athugasemdakerfi við fyrra viðtal við starfsmann samtakanna, að þau séu að ráðast á Gunnar sem persónu. 10. mars 2014 22:07 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Prófessor í sálfræði vill banna MMA Hermundur Sigmundsson segir að ekki sé hægt að skilgreina MMA sem íþrótt. 15. desember 2015 14:13
Hætta að styrkja Barnaheill vegna ummæla um Gunnar Nelson Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir í samtali við Vísi í kvöld alrangt, eins og margir haldi fram í athugasemdakerfi við fyrra viðtal við starfsmann samtakanna, að þau séu að ráðast á Gunnar sem persónu. 10. mars 2014 22:07