Erlent

Sér ekki eftir ummælum sínum um Trump

Samúel Karl Ólason skrifar
Stephen Colbert.
Stephen Colbert. Vísir/AFP
Þáttastjórnandinn Stephen Colbert ætlar ekki að biðjast afsökunar á ummælum sínum um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Vladmir Putin, forseta Rússlands. Á mánudagskvöldið sagði hann kynferðislegan brandara um forsetana tvo sem reitti marga til reiði.

Kallað hefur verið eftir því að Colbert verði rekinn eða auglýsendur þáttarins verði sniðgengnir.

Móðgunin sem um ræðir hljómaði nokkurn veginn svona: 

„Eina notagildi munns þíns [Trump] er að nota hann sem sprellaslíður Putin.“

Colbert ræddi málið við tökur á þætti sínum í gærkvöldi og þar sagðist hann ekki sjá eftir ummælum sínum. Hann byrjaði þó á því að grínast um að hann væri enn stjórnandi þáttarins.

„Ég hef brandara og hann hefur kjarnorkukóðana.“

Hann sagðist þó mögulega hafa gengið of langt.

Móðganirnar byrja sirka 11:00. Colbert segist ekki sá eftir ummælum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×