Kallaði eftir afsögn Jóhönnu fyrir brot á jafnréttislögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2017 11:18 Jóhanna minnist þess hve hart Bjarni gekk fram í þinginu árið 2011. Vísir Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, virðist kalla eftir afsögn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra sem braut jafnréttislög við skipan í embætti. Það hljóti að vera eina niðurstaðan miðað við hve hart forsætisráðherrann núverandi gekk fram gegn Jóhönnu í þinginu á sínum tíma eftir að kærunefnd taldi Jóhönnu hafa brotið sömu lög.Vísir greindi frá því í gær að Bjarni hefði brotið jafnréttislög í störfum sínum sem fjármálaráðherra þegar hann skipaði karl í starf skrifstofustjóra ráðuneytisins. Kona sem taldi sig jafn hæfa manninum kærði ráðninguna til nefndarinnar.Fékk bætur frá ríkinu Jóhanna minnist þess árið 2011, þegar kærunefndin taldi Jóhönnu hafa brotið jafnréttislög við skipan í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Þá sótti 41 um starfið, 21 var tekinn í viðtal og fimm í seinna viðtal. Sá sem fékk starfið, karlmaður, og kona sem kærði ráðninguna. Komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að Jóhanna hefði brotið gegn lögum um jafnan rétt karla og kvenna. Fór málið fyrir héraðsdóm og var ríkið dæmt til að greiða konunni hálfa milljón króna í skaðabætur. Bjarni Ben, þá þingmaður Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu, gekk á Jóhönnu í þinginu:Nú ber ég það upp við hæstv. forsætisráðherra hvort hún sé ekki örugglega alvarlega að íhuga afsögn. Er það ekki eina leiðin fyrir ráðherrann til að standa undir þeim stóru orðum sem hafa fallið bæði um jafnréttislöggjöfina og um ráðherraábyrgð í gegnum árin? Hins vegar, sé hún ekki að fara að segja af sér, hvort ætlar hún að fara í dómsmál eða greiða skaðabætur vegna þessa máls? Síðar komst Umboðsmaður Alþingis aftur á móti að því að kærunefndin hefði ekki sinnt hlutverki sínu rétt enda hefði hún lagt sjálfstætt mat á hæfi umsækjenda og beitt öðrum matsgrundvelli en forsætisráðuneytið byggði á.Hvað ætlar Bjarni að gera? Í tilfelli skipunar Bjarna sóttu 13 um, fjórir fóru í viðtal og að þeim loknum fóru þau tvö sem eftir voru í viðtal hjá Bjarna. Karlmaðurinn var ráðinn en konan ekki. Kærunefndin taldi ekkert hafa komið fram í viðtölunum sem benti til þess að karlmaðurinn væri hæfari en konan auk þess sem kynjahalli væri mikill í fjármálaráðuneytinu, konum í óhag.„Bjarni taldi það á sínum tíma óskiljanlega þrjósku af mér að viðurkenna ekki einfaldlega að ég hefði brotið jafnréttislög. Pólitísk ábyrgð væri ráðherrans og því tilefni til afsagnar, að hans mati. Jæja, Bjarni, hvað ætlar þú nú að gera þegar Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að þú hafir brotið jafnréttislög?“ Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, virðist kalla eftir afsögn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra sem braut jafnréttislög við skipan í embætti. Það hljóti að vera eina niðurstaðan miðað við hve hart forsætisráðherrann núverandi gekk fram gegn Jóhönnu í þinginu á sínum tíma eftir að kærunefnd taldi Jóhönnu hafa brotið sömu lög.Vísir greindi frá því í gær að Bjarni hefði brotið jafnréttislög í störfum sínum sem fjármálaráðherra þegar hann skipaði karl í starf skrifstofustjóra ráðuneytisins. Kona sem taldi sig jafn hæfa manninum kærði ráðninguna til nefndarinnar.Fékk bætur frá ríkinu Jóhanna minnist þess árið 2011, þegar kærunefndin taldi Jóhönnu hafa brotið jafnréttislög við skipan í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Þá sótti 41 um starfið, 21 var tekinn í viðtal og fimm í seinna viðtal. Sá sem fékk starfið, karlmaður, og kona sem kærði ráðninguna. Komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að Jóhanna hefði brotið gegn lögum um jafnan rétt karla og kvenna. Fór málið fyrir héraðsdóm og var ríkið dæmt til að greiða konunni hálfa milljón króna í skaðabætur. Bjarni Ben, þá þingmaður Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu, gekk á Jóhönnu í þinginu:Nú ber ég það upp við hæstv. forsætisráðherra hvort hún sé ekki örugglega alvarlega að íhuga afsögn. Er það ekki eina leiðin fyrir ráðherrann til að standa undir þeim stóru orðum sem hafa fallið bæði um jafnréttislöggjöfina og um ráðherraábyrgð í gegnum árin? Hins vegar, sé hún ekki að fara að segja af sér, hvort ætlar hún að fara í dómsmál eða greiða skaðabætur vegna þessa máls? Síðar komst Umboðsmaður Alþingis aftur á móti að því að kærunefndin hefði ekki sinnt hlutverki sínu rétt enda hefði hún lagt sjálfstætt mat á hæfi umsækjenda og beitt öðrum matsgrundvelli en forsætisráðuneytið byggði á.Hvað ætlar Bjarni að gera? Í tilfelli skipunar Bjarna sóttu 13 um, fjórir fóru í viðtal og að þeim loknum fóru þau tvö sem eftir voru í viðtal hjá Bjarna. Karlmaðurinn var ráðinn en konan ekki. Kærunefndin taldi ekkert hafa komið fram í viðtölunum sem benti til þess að karlmaðurinn væri hæfari en konan auk þess sem kynjahalli væri mikill í fjármálaráðuneytinu, konum í óhag.„Bjarni taldi það á sínum tíma óskiljanlega þrjósku af mér að viðurkenna ekki einfaldlega að ég hefði brotið jafnréttislög. Pólitísk ábyrgð væri ráðherrans og því tilefni til afsagnar, að hans mati. Jæja, Bjarni, hvað ætlar þú nú að gera þegar Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að þú hafir brotið jafnréttislög?“
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira