Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í bígerð: „Verðum að sameinast í þetta stóra verkefni“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. maí 2017 11:17 Skrifað var undir samstarfsyfirlýsinguna í ráðherrabústaðinum í dag. Vísir/Eyþór Sex ráðherrar í ríkisstjórn Íslands skrifuðu í dag undir samstarfsyfirlýsingu um gerð aðgerðaráætlunar Íslands í loftslagsmálum. Áætlunin á að liggja fyrir í lok ársins. Markmið áætlunarinnar er að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt Parísarsamningnum í loftslagsmálum til 2030 með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu koldíoxíðs úr andrúmslofti. Sérstök verkefnisstjórn og sex faghópar vinna áætlunina, en settur verður upp samráðsvettvangur þar sem fulltrúum haghafa og stjórnarandstöðu verður boðið að taka sæti. Áhersla verður lögð á samráð við hagsmunaðaðila og að sjónarmið og tillögur komi frá aðilum utan stjórnkerfisins. Auk Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Bjartar Ólafsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra undirrita samstarfsyfirlýsinguna Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra, Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Skrifað var undir yfirlýsinguna á blaðamannafundi í dag og sagði Bjarni að ástæða þess að svo mörg ráðuneyti komi að starfinu sé sú að taka þurfti heildstætt á málinu. Sagði hann þó að þetta væri ekki verkefni sem ráðuneyti og stofnanir ríkisis gætu ein leyst, fyrirtæki og heimili þyrftu að koma að máli. Undir þetta tók Björt en hún og Bjarni muni leiða samstarfið. „Það er mikilvægast að við fáum atvinnulífið og almenning til þess að vinna þetta með okkur. Loftslagsmálin eru ekki eitthvað sem við eigum að vera að kítast um. Við getum talað um leiðir en við verðum að sameinast í þetta stóra verkefni,“ sagði Björt. Samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar má nálgast hér að neðan. Loftslagsmál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Sex ráðherrar í ríkisstjórn Íslands skrifuðu í dag undir samstarfsyfirlýsingu um gerð aðgerðaráætlunar Íslands í loftslagsmálum. Áætlunin á að liggja fyrir í lok ársins. Markmið áætlunarinnar er að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt Parísarsamningnum í loftslagsmálum til 2030 með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu koldíoxíðs úr andrúmslofti. Sérstök verkefnisstjórn og sex faghópar vinna áætlunina, en settur verður upp samráðsvettvangur þar sem fulltrúum haghafa og stjórnarandstöðu verður boðið að taka sæti. Áhersla verður lögð á samráð við hagsmunaðaðila og að sjónarmið og tillögur komi frá aðilum utan stjórnkerfisins. Auk Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Bjartar Ólafsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra undirrita samstarfsyfirlýsinguna Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra, Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Skrifað var undir yfirlýsinguna á blaðamannafundi í dag og sagði Bjarni að ástæða þess að svo mörg ráðuneyti komi að starfinu sé sú að taka þurfti heildstætt á málinu. Sagði hann þó að þetta væri ekki verkefni sem ráðuneyti og stofnanir ríkisis gætu ein leyst, fyrirtæki og heimili þyrftu að koma að máli. Undir þetta tók Björt en hún og Bjarni muni leiða samstarfið. „Það er mikilvægast að við fáum atvinnulífið og almenning til þess að vinna þetta með okkur. Loftslagsmálin eru ekki eitthvað sem við eigum að vera að kítast um. Við getum talað um leiðir en við verðum að sameinast í þetta stóra verkefni,“ sagði Björt. Samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar má nálgast hér að neðan.
Loftslagsmál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira