Warnock aftur brjálaður út í Heimi vegna Arons: „Þeir geta skaðað hann til frambúðar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2017 09:15 vísir/getty Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff sem íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson leikur með, er aftur orðinn bálreiður út í Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands.Warnock trylltist út í Heimi í mars þegar að hann lét Aron Einar spila 90 mínútur í vináttuleik á móti Írlandi nokkrum dögum eftir leik í undankeppni HM 2018 gegn Kósóvó en Aron Einar er algjör lykilmaður hjá Cardiff undir stjórn Warnocks. Enski knattspyrnustjórinn vandaði Heimi ekki kveðjurnar í mars og sagði hann þurfa að hafa smá heilastarfsemi sem landsliðsþjálfari. Reiðin að þessu sinni kemur til vegna þess að Aron hefur fengið þær fréttir að hann þarf að mæta til æfinga hjá íslenska landsliðinu þremur vikum fyrir stórleikinn á móti Króatíu sem fram fer á laugardalsvellinum 11. júní. Þetta kemur fram í viðtali við Warnock á velsku fréttasíðunni WalesOnline. Aron Einar var leikmaður ársins hjá Cardiff og sópaði að sér verðlaunum á lokahófi félagsins en Warnock telur að íslenska landsliðið geti gert Akureyringnum illt til frambúðar með því að láta hann æfa svona mikið eftir langt og strangt tímabil í ensku B-deildinni. „Þeir vilja fá hann í þrjár vikur. Ég held að þeir megi þetta ekki samkvæmt knattspyrnulögunum en Aron segir ekki nei því hann er fyrirliðinn,“ segir víst reiður Warnock í viðtali við WalesOnline.„Það er ekki gott fyrir hann að taka 40 mínútna hlaup á hverjum degi í þrjár vikur þegar að hann þarf ekkert á því að halda. Aron þarf bara að fara í sund og spila smá golf. Ég skil vel að það þurfi að bæta í æfingarnar tíu dögum fyrir leikinn en menn þurfa að skilja að heimurinn snýst ekki í kringum leikinn. Þeir gætu skaðað hann til frambúðar ef þeir passa sig ekki.“ Sjálfur hefur Aron kvartað yfir smá þreytu undir lok tímabilsins enda er aðeins einn maður í Cardiff-liðinu sem hefur spilað fleiri mínútur en hann á tímabilinu. „Ég er búinn að spjalla við Aron því hann er sjálfur ekki ánægður með þetta. Styrktarþjálfarinn okkar er búinn að tala við kollega sinn hjá íslenska landsliðinu um hvað þeir ætla að gera. Okkur finnst Aron ekki þurfa að gera það sem þeir vilja að hann geri þremur vikum fyrir leikinn. Okkur finnst að hann þurfi að hvíla,“ segir Warnock. „Við þurfum að sjá til hvort ég þurfi ekki bara sjálfur að hringja í þjálfarann því Aron kemst ekkert í betra form en hann er núna. Hann á ekki að vera að gera þessa hluti sem þeir vilja að hann geri fyrir leikinn og Aron er sammála því,“ segir Neil Warnock. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff sem íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson leikur með, er aftur orðinn bálreiður út í Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands.Warnock trylltist út í Heimi í mars þegar að hann lét Aron Einar spila 90 mínútur í vináttuleik á móti Írlandi nokkrum dögum eftir leik í undankeppni HM 2018 gegn Kósóvó en Aron Einar er algjör lykilmaður hjá Cardiff undir stjórn Warnocks. Enski knattspyrnustjórinn vandaði Heimi ekki kveðjurnar í mars og sagði hann þurfa að hafa smá heilastarfsemi sem landsliðsþjálfari. Reiðin að þessu sinni kemur til vegna þess að Aron hefur fengið þær fréttir að hann þarf að mæta til æfinga hjá íslenska landsliðinu þremur vikum fyrir stórleikinn á móti Króatíu sem fram fer á laugardalsvellinum 11. júní. Þetta kemur fram í viðtali við Warnock á velsku fréttasíðunni WalesOnline. Aron Einar var leikmaður ársins hjá Cardiff og sópaði að sér verðlaunum á lokahófi félagsins en Warnock telur að íslenska landsliðið geti gert Akureyringnum illt til frambúðar með því að láta hann æfa svona mikið eftir langt og strangt tímabil í ensku B-deildinni. „Þeir vilja fá hann í þrjár vikur. Ég held að þeir megi þetta ekki samkvæmt knattspyrnulögunum en Aron segir ekki nei því hann er fyrirliðinn,“ segir víst reiður Warnock í viðtali við WalesOnline.„Það er ekki gott fyrir hann að taka 40 mínútna hlaup á hverjum degi í þrjár vikur þegar að hann þarf ekkert á því að halda. Aron þarf bara að fara í sund og spila smá golf. Ég skil vel að það þurfi að bæta í æfingarnar tíu dögum fyrir leikinn en menn þurfa að skilja að heimurinn snýst ekki í kringum leikinn. Þeir gætu skaðað hann til frambúðar ef þeir passa sig ekki.“ Sjálfur hefur Aron kvartað yfir smá þreytu undir lok tímabilsins enda er aðeins einn maður í Cardiff-liðinu sem hefur spilað fleiri mínútur en hann á tímabilinu. „Ég er búinn að spjalla við Aron því hann er sjálfur ekki ánægður með þetta. Styrktarþjálfarinn okkar er búinn að tala við kollega sinn hjá íslenska landsliðinu um hvað þeir ætla að gera. Okkur finnst Aron ekki þurfa að gera það sem þeir vilja að hann geri þremur vikum fyrir leikinn. Okkur finnst að hann þurfi að hvíla,“ segir Warnock. „Við þurfum að sjá til hvort ég þurfi ekki bara sjálfur að hringja í þjálfarann því Aron kemst ekkert í betra form en hann er núna. Hann á ekki að vera að gera þessa hluti sem þeir vilja að hann geri fyrir leikinn og Aron er sammála því,“ segir Neil Warnock.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira