„Ég elska það sem ég geri“ Íslandsbanki kynnir 8. maí 2017 15:15 Erna Margrét Oddsdóttir. Erna Margrét Oddsdóttir rekur eigið fyrirtæki og hefur alla tíð unnið mikið. Hún flutti að heiman 17 ára gömul og fór á leigumarkaðinn. „Það var erfitt að fara á leigumarkað svona ung,” segir Erna Margrét. „Þótt leigan hafi kannski ekki verið eins há og nú tíðkast þá var þetta mikið fyrir mig. Ég vann á sólbaðsstofu á daginn og vann svo á sportbar á kvöldin og fram á nótt. Það var ákveðin geggjun.” Rétt eftir tvítugt tók Erna Margrét ákvörðun um að byrja að spara fyrir útborgun í eigin íbúð. Hún hætti að drekka áfengi, hætti að fara á djammið og steinhætti að reykja. „Það sparaði alveg ótrúlega mikinn pening,” segir Erna Margrét og heldur áfram: „Ég las talsvert af sparnaðarráðum á netinu og eitt af þeim var að skipta markmiðinu niður og ákvarða upphæð fyrir neyslu og eyðslu í hverri viku, taka það til hliðar og bara láta það duga. Ég setti einfaldlega pening í fjögur umslög fyrir hverja viku mánaðarins.” Hún segir að þetta hafi virkað mjög vel. Sérstaklega af því að á þessum tímapunkti var hún orðin harðákveðin í að kaupa sér íbúð, það var aðaltakmarkið sem hún missti aldrei sjónar á. Með því að skipta mánuðinum svona í styttri tímabil varð auðveldara að þrauka frá því peningurinn var búinn þangað til hún hafði aftur efni á hlutum. „Þetta var bara vika, vika og vika í einu og ég komst ótrúlega fljótt upp á lagið með þetta og þetta varð alltaf minna og minna mál.” Erna Margrét lagði svo alltaf inn á sérstakan reikning fyrir húsnæðissparnaðinum. Eftir því sem sú upphæð stækkaði lagði hún alltaf meira og meira inn. „Þetta var orðið aðal málið, ég tímdi varla að eyða í nokkuð annað en sparnað,” segir hún og hlær. Þegar Erna Margrét var búin að safna í tvö ár tók hún ákveðna áhættu sem gekk upp: „Ég lagði sparnaðinn í rekstur sem heppnaðis. Ég gat haldið áfram að spara og á endanum átti ég fyrir útborgun í íbúð og þá var að byrja að leita. Það var ekki mikið í boði og við þurftum að fara vel út fyrir miðbæinn og það svæði sem okkur kannski dreymdi um í fyrstu. En því lengra sem ég fór frá miðbænum, því fallegri urðu eignirnar.” Erna Margrét keypti íbúð í bryggjuhverfinu í Reykjavík og er alsæl. „Mín aðferð hentar kannski ekki öllum,” segir Erna Margrét. „Ég setti minn sparnað í rekstur og til að reksturinn verði farsæll verður maður að elska það sem maður gerir. Og ég elska það sem ég geri.”Þetta var saga Ernu, hvernig viltu að þín saga verði? Pantaðu ráðgjöf og komdu til okkar og gerðu þitt plan.Greinin er kostuð af Íslandsbanka en hún er hluti af Það er hægt, verkefni bankans um fyrstu kaup á fasteign. Það er hægt Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Vertu hress um verslunarmannahelgina með After Party! Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Sjá meira
Erna Margrét Oddsdóttir rekur eigið fyrirtæki og hefur alla tíð unnið mikið. Hún flutti að heiman 17 ára gömul og fór á leigumarkaðinn. „Það var erfitt að fara á leigumarkað svona ung,” segir Erna Margrét. „Þótt leigan hafi kannski ekki verið eins há og nú tíðkast þá var þetta mikið fyrir mig. Ég vann á sólbaðsstofu á daginn og vann svo á sportbar á kvöldin og fram á nótt. Það var ákveðin geggjun.” Rétt eftir tvítugt tók Erna Margrét ákvörðun um að byrja að spara fyrir útborgun í eigin íbúð. Hún hætti að drekka áfengi, hætti að fara á djammið og steinhætti að reykja. „Það sparaði alveg ótrúlega mikinn pening,” segir Erna Margrét og heldur áfram: „Ég las talsvert af sparnaðarráðum á netinu og eitt af þeim var að skipta markmiðinu niður og ákvarða upphæð fyrir neyslu og eyðslu í hverri viku, taka það til hliðar og bara láta það duga. Ég setti einfaldlega pening í fjögur umslög fyrir hverja viku mánaðarins.” Hún segir að þetta hafi virkað mjög vel. Sérstaklega af því að á þessum tímapunkti var hún orðin harðákveðin í að kaupa sér íbúð, það var aðaltakmarkið sem hún missti aldrei sjónar á. Með því að skipta mánuðinum svona í styttri tímabil varð auðveldara að þrauka frá því peningurinn var búinn þangað til hún hafði aftur efni á hlutum. „Þetta var bara vika, vika og vika í einu og ég komst ótrúlega fljótt upp á lagið með þetta og þetta varð alltaf minna og minna mál.” Erna Margrét lagði svo alltaf inn á sérstakan reikning fyrir húsnæðissparnaðinum. Eftir því sem sú upphæð stækkaði lagði hún alltaf meira og meira inn. „Þetta var orðið aðal málið, ég tímdi varla að eyða í nokkuð annað en sparnað,” segir hún og hlær. Þegar Erna Margrét var búin að safna í tvö ár tók hún ákveðna áhættu sem gekk upp: „Ég lagði sparnaðinn í rekstur sem heppnaðis. Ég gat haldið áfram að spara og á endanum átti ég fyrir útborgun í íbúð og þá var að byrja að leita. Það var ekki mikið í boði og við þurftum að fara vel út fyrir miðbæinn og það svæði sem okkur kannski dreymdi um í fyrstu. En því lengra sem ég fór frá miðbænum, því fallegri urðu eignirnar.” Erna Margrét keypti íbúð í bryggjuhverfinu í Reykjavík og er alsæl. „Mín aðferð hentar kannski ekki öllum,” segir Erna Margrét. „Ég setti minn sparnað í rekstur og til að reksturinn verði farsæll verður maður að elska það sem maður gerir. Og ég elska það sem ég geri.”Þetta var saga Ernu, hvernig viltu að þín saga verði? Pantaðu ráðgjöf og komdu til okkar og gerðu þitt plan.Greinin er kostuð af Íslandsbanka en hún er hluti af Það er hægt, verkefni bankans um fyrstu kaup á fasteign.
Það er hægt Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Vertu hress um verslunarmannahelgina með After Party! Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Sjá meira