Ösku Patreks sturtað í Seljalandsá Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2017 16:00 Patrekur kvaddur hinstu kveðju með því að sturta líkamsleifum hans, öskunni, í Seljalandsá. YouTube Myndskeið af konu nokkurri, þar sem hún stendur á brú sem er undir Seljalandsfossi og er að dreifa ösku látins ástvinar í ána þar, var sett inn á YouTube í gær. Lögum samkvæmt er slíkt bannað. Vísi er ekki kunnugt um hver þar er á ferð né heldur hvaða jarðnesku leifar fengu svo fagran dreifingarstað. En við myndskeiðið er skrifað: „Scattering Patrick's ashes in Iceland.“ Lögum samkvæmt, það er í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, má sjá að slík dreifing ösku er stranglega bönnuð. Gengið er út frá því að aska skuli varðveitt í þar til gerðum duftkerum og þá í kirkjugarði og þeim fundinn legstaður og fært í legstaðaskrá.Nú liggur fyrir að ekkert slíkt leyfi hefur verið gefið út af hálfu íslenskra yfirvalda. Og hefði reyndar aldrei komið til þess, að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar, sem sér um útgáfu slíkra leyfa en hann hefur aðsetur á skrifstofu sýslumanns á Norðurlandi Eystra.Slíkt leyfi hefði aldrei verið gefið út „Nei, það hefði aldrei verið gefið út. Þetta er bannað samkvæmt lögum. Bara yfir haf eða öræfi. Það hefur verið túlkað sem óbyggt land, helst talsvert yfir sjávarmáli. Ekki kannski endilega sandarnir á Suðurlandi, væntanlega væri hægt að fá leyfi til þess þar en alls ekki yfir vatn og ár. En, það má dreifa yfir haf og öræfi,“ segir Halldór. Og bætir því við að ekki megi heldur dreifa ösku í þjóðgörðum. Gallinn við framkvæmd laganna er sá að fólk getur sótt um leyfi til að dreifa ösku en það er í raun enginn til að fylgjast með því að framkvæmdin sé í samræmi við leyfið.Halldór Þormar segir að árlega séu gefin út um 40 leyfi til að dreifa ösku látinna ástvina og hátt í helmingur slíkra leyfisumsókna komi frá erlendum ríkisborgurum.„Eina skilyrðið er að viðkomandi skili undirritaðri yfirlýsingu þess efnis að öskunni hafi verið dreift í samræmi við skilyrði leyfisins. En, það er erfitt að fylgja því eftir að svo sé. Mjög. Og við höfum engin þvingunarúrræði til að láta fólk fylgja þessari yfirlýsingu,“ segir Halldór Þormar.40 leyfi gefin út árlega Það kemur líklega nokkuð á óvart að árlega eru gefin út 40 leyfi af þessu tagi og það sem meira er; um helmingur þessara leyfa eru gefin út til erlendra ríkisborgara. Ísland er sem sagt vinsæll staður til að dreifa ösku, jarðneskum leyfum ástvina. Halldór segir það aðallega vera fólk af þrennu þjóðerni: Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar. „Það hangir líkast til saman við það að þetta eru þeir hópar ferðamanna sem eru fjölmennastir eftir því sem næst verður komist.“ Halldór Þormar segist hafa heyrt þær skýringar helstar nefndar að á Íslandi séu ósnert náttúra. Og það er ýmist, jarðneskar leifar fólks sem aldrei hefur komið til landsins eða þeirra sem hingað hafa komið. „Einu sinni barst mér leyfisumsókn frá Indlandi, einu sinni frá Singapúr en aldrei frá Japan,“ segir Halldór Þormar aðspurður. Hann segir einnig að reglur hér þyki fremur stífar miðað við hvað gerist og gengur í þessum efnum víðar í heiminum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Myndskeið af konu nokkurri, þar sem hún stendur á brú sem er undir Seljalandsfossi og er að dreifa ösku látins ástvinar í ána þar, var sett inn á YouTube í gær. Lögum samkvæmt er slíkt bannað. Vísi er ekki kunnugt um hver þar er á ferð né heldur hvaða jarðnesku leifar fengu svo fagran dreifingarstað. En við myndskeiðið er skrifað: „Scattering Patrick's ashes in Iceland.“ Lögum samkvæmt, það er í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, má sjá að slík dreifing ösku er stranglega bönnuð. Gengið er út frá því að aska skuli varðveitt í þar til gerðum duftkerum og þá í kirkjugarði og þeim fundinn legstaður og fært í legstaðaskrá.Nú liggur fyrir að ekkert slíkt leyfi hefur verið gefið út af hálfu íslenskra yfirvalda. Og hefði reyndar aldrei komið til þess, að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar, sem sér um útgáfu slíkra leyfa en hann hefur aðsetur á skrifstofu sýslumanns á Norðurlandi Eystra.Slíkt leyfi hefði aldrei verið gefið út „Nei, það hefði aldrei verið gefið út. Þetta er bannað samkvæmt lögum. Bara yfir haf eða öræfi. Það hefur verið túlkað sem óbyggt land, helst talsvert yfir sjávarmáli. Ekki kannski endilega sandarnir á Suðurlandi, væntanlega væri hægt að fá leyfi til þess þar en alls ekki yfir vatn og ár. En, það má dreifa yfir haf og öræfi,“ segir Halldór. Og bætir því við að ekki megi heldur dreifa ösku í þjóðgörðum. Gallinn við framkvæmd laganna er sá að fólk getur sótt um leyfi til að dreifa ösku en það er í raun enginn til að fylgjast með því að framkvæmdin sé í samræmi við leyfið.Halldór Þormar segir að árlega séu gefin út um 40 leyfi til að dreifa ösku látinna ástvina og hátt í helmingur slíkra leyfisumsókna komi frá erlendum ríkisborgurum.„Eina skilyrðið er að viðkomandi skili undirritaðri yfirlýsingu þess efnis að öskunni hafi verið dreift í samræmi við skilyrði leyfisins. En, það er erfitt að fylgja því eftir að svo sé. Mjög. Og við höfum engin þvingunarúrræði til að láta fólk fylgja þessari yfirlýsingu,“ segir Halldór Þormar.40 leyfi gefin út árlega Það kemur líklega nokkuð á óvart að árlega eru gefin út 40 leyfi af þessu tagi og það sem meira er; um helmingur þessara leyfa eru gefin út til erlendra ríkisborgara. Ísland er sem sagt vinsæll staður til að dreifa ösku, jarðneskum leyfum ástvina. Halldór segir það aðallega vera fólk af þrennu þjóðerni: Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar. „Það hangir líkast til saman við það að þetta eru þeir hópar ferðamanna sem eru fjölmennastir eftir því sem næst verður komist.“ Halldór Þormar segist hafa heyrt þær skýringar helstar nefndar að á Íslandi séu ósnert náttúra. Og það er ýmist, jarðneskar leifar fólks sem aldrei hefur komið til landsins eða þeirra sem hingað hafa komið. „Einu sinni barst mér leyfisumsókn frá Indlandi, einu sinni frá Singapúr en aldrei frá Japan,“ segir Halldór Þormar aðspurður. Hann segir einnig að reglur hér þyki fremur stífar miðað við hvað gerist og gengur í þessum efnum víðar í heiminum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira