Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2017 09:50 Ja Rule segir að hann hafi aldrei ætlað að plata neinn. Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. Hátíðin, sem fara átti fram um þessar mundir, komst í heimsfréttirnar þar sem hún var afar misheppnuð og hafa fregnir borist af hræðilegum aðstæðum á hátíðasvæðinu, en hátíðin átti að fara fram á eyju í Bahamas eyjaklasanum. Miðar á atburðinn kostuðu hundruði þúsunda króna. Hafa gestir hátíðarinnar meðal annars líkt ástandinu á eyjunni við Hungurleikana og hafa fregnir borist af því að tjöld hafi fokið á víð og dreif og að mat hafi verið dreift með þyrlu. Þá hafi gestum verið gert kleyft að nálgast farangur sinn í gámum og gert að finna töskur sínar sjálfir í gámunum. Skipuleggjendurnir hafa nú sent frá sér opinbera afsökunarbeiðni þar sem farið er yfir hvað fór úrskeiðis.Ætla að skipuleggja aðra hátíð á næsta ári Segja þeir að innviðirnir hafi ekki verið til staðar á eyjunni þar sem halda átti hátíðina og því hafi þeir í raun þurft að byggja heila „borg“. Komu þeir upp veitukerfi og leið til þess að losna við úrgang. Redduðu þeir sér sjúkrabíl frá New York og leigðu flugvélar til þess að koma mannskapnum á staðinn, alls tólf ferðir á dag frá Miami. Síðan fór að halla undir fæti. „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir,“ segir í afsökunarbeiðninni. Þar segir að skipuleggendurnir og innviðirnir á svæðinu hefðu einfaldlega ekki ráðið við þann mikla mannfjölda sem streymdi til eyjunnar. Segja þeir að veðrið hafi leikið þá grátt og jafnvel þó að skipuleggjendurnir hafi reynt sitt besta til þess að koma til móts við alla. Það hafi hins vegar ekki gengið upp. „Eftir því sem fleiri komu áttuðum við á okkur að við réðum ekki við ástandið,“ því hafi verið ákveðið að aflýsa hátíðinni. Virðast þó skipuleggjendur hvergi vera bangnir eftir þessa lífsreynslu og ætla þeir sér að halda hátíðina aftur á næsta ári, en að þessu sinni í Bandaríkjunum og segjast þeir ætla að bæta reyndum sérfræðingum hátíðahaldi við teymi skipuleggjenda. Þá munu allir gestir hátíðarinnar fá endurgreitt að fullu, sem og fá VIP-aðgang að hátíðinnii á næsta ári. Bahamaeyjar Fyre-hátíðin Tengdar fréttir Skipuleggjandi biðst afsökunar á útihátíðinni sem líkt er við Hungurleikana Rapparinn Ja Rule, sem ber ábyrgð á Fyre útihátíðinni á Bahamas, biðst afsökunar og segir að aldrei hafi staðið til að plata neinn. 29. apríl 2017 16:21 Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja Rule Rapparinn Ja Rule stendur fyrir tónlistarhátíð sem er sérsniðin að ríku og ungu fólki en hátíðin fékk nafnið Fyre Festival. 28. apríl 2017 12:30 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. Hátíðin, sem fara átti fram um þessar mundir, komst í heimsfréttirnar þar sem hún var afar misheppnuð og hafa fregnir borist af hræðilegum aðstæðum á hátíðasvæðinu, en hátíðin átti að fara fram á eyju í Bahamas eyjaklasanum. Miðar á atburðinn kostuðu hundruði þúsunda króna. Hafa gestir hátíðarinnar meðal annars líkt ástandinu á eyjunni við Hungurleikana og hafa fregnir borist af því að tjöld hafi fokið á víð og dreif og að mat hafi verið dreift með þyrlu. Þá hafi gestum verið gert kleyft að nálgast farangur sinn í gámum og gert að finna töskur sínar sjálfir í gámunum. Skipuleggjendurnir hafa nú sent frá sér opinbera afsökunarbeiðni þar sem farið er yfir hvað fór úrskeiðis.Ætla að skipuleggja aðra hátíð á næsta ári Segja þeir að innviðirnir hafi ekki verið til staðar á eyjunni þar sem halda átti hátíðina og því hafi þeir í raun þurft að byggja heila „borg“. Komu þeir upp veitukerfi og leið til þess að losna við úrgang. Redduðu þeir sér sjúkrabíl frá New York og leigðu flugvélar til þess að koma mannskapnum á staðinn, alls tólf ferðir á dag frá Miami. Síðan fór að halla undir fæti. „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir,“ segir í afsökunarbeiðninni. Þar segir að skipuleggendurnir og innviðirnir á svæðinu hefðu einfaldlega ekki ráðið við þann mikla mannfjölda sem streymdi til eyjunnar. Segja þeir að veðrið hafi leikið þá grátt og jafnvel þó að skipuleggjendurnir hafi reynt sitt besta til þess að koma til móts við alla. Það hafi hins vegar ekki gengið upp. „Eftir því sem fleiri komu áttuðum við á okkur að við réðum ekki við ástandið,“ því hafi verið ákveðið að aflýsa hátíðinni. Virðast þó skipuleggjendur hvergi vera bangnir eftir þessa lífsreynslu og ætla þeir sér að halda hátíðina aftur á næsta ári, en að þessu sinni í Bandaríkjunum og segjast þeir ætla að bæta reyndum sérfræðingum hátíðahaldi við teymi skipuleggjenda. Þá munu allir gestir hátíðarinnar fá endurgreitt að fullu, sem og fá VIP-aðgang að hátíðinnii á næsta ári.
Bahamaeyjar Fyre-hátíðin Tengdar fréttir Skipuleggjandi biðst afsökunar á útihátíðinni sem líkt er við Hungurleikana Rapparinn Ja Rule, sem ber ábyrgð á Fyre útihátíðinni á Bahamas, biðst afsökunar og segir að aldrei hafi staðið til að plata neinn. 29. apríl 2017 16:21 Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja Rule Rapparinn Ja Rule stendur fyrir tónlistarhátíð sem er sérsniðin að ríku og ungu fólki en hátíðin fékk nafnið Fyre Festival. 28. apríl 2017 12:30 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Skipuleggjandi biðst afsökunar á útihátíðinni sem líkt er við Hungurleikana Rapparinn Ja Rule, sem ber ábyrgð á Fyre útihátíðinni á Bahamas, biðst afsökunar og segir að aldrei hafi staðið til að plata neinn. 29. apríl 2017 16:21
Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja Rule Rapparinn Ja Rule stendur fyrir tónlistarhátíð sem er sérsniðin að ríku og ungu fólki en hátíðin fékk nafnið Fyre Festival. 28. apríl 2017 12:30
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög