Anthony Joshua sigraði Wladimir Klitschko í bardaga um heimsmeistaratitilinn í þungavigt frammi fyrir 90.000 áhorfendum á Wembley í gær.
Spennan var mikil fyrir bardagann sem stóð svo sannarlega undir væntingum.
Bardaginn fór nokkuð rólega af stað en í 5. lotu sló Joshua Klitschko niður. Úkraínumaðurinn svaraði með því að kýla Englendinginn niður í næstu lotu. Þetta var í fyrsta sinn á ferlinum sem Joshua er sleginn niður.
Næstu lotur voru afar spennandi en í þeirri elleftu kláraði Joshua dæmið og sigraði hinn 41 árs gamla Klitschko á tæknilegu rothöggi. Þetta er í fyrsta sinn í 13 ár sem hann tapar á rothöggi.
Joshua hefur unnið alla 19 bardaga sína á ferlinum, alla með rothöggi.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)