Íslenski hópurinn kominn út en töskurnar ekki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. apríl 2017 18:36 Svala Björgvinsdóttir mun flytja lagið Paper á stóra sviðinu í Kænugarði í Úkraínu. vísir/andri marínó „Fall er fararheill,“ segir Felix Bergsson, sem lenti í Kænugarði í Úkraínu ásamt öllum íslenska Eurovision-hópnum nú síðdegis. Ferðatöskur hópsins skiluðu sér þó ekki á áfangastað en þær urðu eftir í Brussel, þar sem hópurinn millilenti. Fyrsta æfing Svölu Björgvinsdóttur á stóra sviðinu verður haldin í fyrramálið.Með allt sem þarf „Það var örlítil töf á fluginu okkar frá Brussel sem þýddi að við vorum orðin dálítið sein. Tíminn sem við höfðum þarna á milli var svo stuttur og töskurnar bara komu ekki,“ segir Felix í samtali við Vísi. Felix segist þó litlar áhyggjur hafa enda hafi hópurinn gert ráð fyrir uppákomum á borð við þessa. Því hafi allar helstu nauðsynjar fyrir fyrstu æfinguna verið í handfarangri. „Við tryggðum að þau föt sem Svala þarf á morgun væru öll í handfarangri þannig að við erum með allt sem við þurfum fyrir æfinguna; Við erum með Svölu og við erum með bakraddirnar. Annars er þetta fyrst og fremst tækniæfing þar sem við fáum að sjá það sem búið er að vinna fyrir okkur hérna úti.“ Hann segir hópinn að öðru leyti afar spenntan fyrir komandi dögum. „Það er mikil spenna, stemning og gleði og það sjá allir fram á skemmtilega tíma hér.“ Íslenski hópurinn telur um tuttugu manns. Aðeins níu dagar eru í stóra daginn en þá mun Svala stíga á svið fyrir Íslands hönd með lagið Paper.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. Eurovision Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
„Fall er fararheill,“ segir Felix Bergsson, sem lenti í Kænugarði í Úkraínu ásamt öllum íslenska Eurovision-hópnum nú síðdegis. Ferðatöskur hópsins skiluðu sér þó ekki á áfangastað en þær urðu eftir í Brussel, þar sem hópurinn millilenti. Fyrsta æfing Svölu Björgvinsdóttur á stóra sviðinu verður haldin í fyrramálið.Með allt sem þarf „Það var örlítil töf á fluginu okkar frá Brussel sem þýddi að við vorum orðin dálítið sein. Tíminn sem við höfðum þarna á milli var svo stuttur og töskurnar bara komu ekki,“ segir Felix í samtali við Vísi. Felix segist þó litlar áhyggjur hafa enda hafi hópurinn gert ráð fyrir uppákomum á borð við þessa. Því hafi allar helstu nauðsynjar fyrir fyrstu æfinguna verið í handfarangri. „Við tryggðum að þau föt sem Svala þarf á morgun væru öll í handfarangri þannig að við erum með allt sem við þurfum fyrir æfinguna; Við erum með Svölu og við erum með bakraddirnar. Annars er þetta fyrst og fremst tækniæfing þar sem við fáum að sjá það sem búið er að vinna fyrir okkur hérna úti.“ Hann segir hópinn að öðru leyti afar spenntan fyrir komandi dögum. „Það er mikil spenna, stemning og gleði og það sjá allir fram á skemmtilega tíma hér.“ Íslenski hópurinn telur um tuttugu manns. Aðeins níu dagar eru í stóra daginn en þá mun Svala stíga á svið fyrir Íslands hönd með lagið Paper.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.
Eurovision Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira