Íslenski hópurinn kominn út en töskurnar ekki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. apríl 2017 18:36 Svala Björgvinsdóttir mun flytja lagið Paper á stóra sviðinu í Kænugarði í Úkraínu. vísir/andri marínó „Fall er fararheill,“ segir Felix Bergsson, sem lenti í Kænugarði í Úkraínu ásamt öllum íslenska Eurovision-hópnum nú síðdegis. Ferðatöskur hópsins skiluðu sér þó ekki á áfangastað en þær urðu eftir í Brussel, þar sem hópurinn millilenti. Fyrsta æfing Svölu Björgvinsdóttur á stóra sviðinu verður haldin í fyrramálið.Með allt sem þarf „Það var örlítil töf á fluginu okkar frá Brussel sem þýddi að við vorum orðin dálítið sein. Tíminn sem við höfðum þarna á milli var svo stuttur og töskurnar bara komu ekki,“ segir Felix í samtali við Vísi. Felix segist þó litlar áhyggjur hafa enda hafi hópurinn gert ráð fyrir uppákomum á borð við þessa. Því hafi allar helstu nauðsynjar fyrir fyrstu æfinguna verið í handfarangri. „Við tryggðum að þau föt sem Svala þarf á morgun væru öll í handfarangri þannig að við erum með allt sem við þurfum fyrir æfinguna; Við erum með Svölu og við erum með bakraddirnar. Annars er þetta fyrst og fremst tækniæfing þar sem við fáum að sjá það sem búið er að vinna fyrir okkur hérna úti.“ Hann segir hópinn að öðru leyti afar spenntan fyrir komandi dögum. „Það er mikil spenna, stemning og gleði og það sjá allir fram á skemmtilega tíma hér.“ Íslenski hópurinn telur um tuttugu manns. Aðeins níu dagar eru í stóra daginn en þá mun Svala stíga á svið fyrir Íslands hönd með lagið Paper.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. Eurovision Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira
„Fall er fararheill,“ segir Felix Bergsson, sem lenti í Kænugarði í Úkraínu ásamt öllum íslenska Eurovision-hópnum nú síðdegis. Ferðatöskur hópsins skiluðu sér þó ekki á áfangastað en þær urðu eftir í Brussel, þar sem hópurinn millilenti. Fyrsta æfing Svölu Björgvinsdóttur á stóra sviðinu verður haldin í fyrramálið.Með allt sem þarf „Það var örlítil töf á fluginu okkar frá Brussel sem þýddi að við vorum orðin dálítið sein. Tíminn sem við höfðum þarna á milli var svo stuttur og töskurnar bara komu ekki,“ segir Felix í samtali við Vísi. Felix segist þó litlar áhyggjur hafa enda hafi hópurinn gert ráð fyrir uppákomum á borð við þessa. Því hafi allar helstu nauðsynjar fyrir fyrstu æfinguna verið í handfarangri. „Við tryggðum að þau föt sem Svala þarf á morgun væru öll í handfarangri þannig að við erum með allt sem við þurfum fyrir æfinguna; Við erum með Svölu og við erum með bakraddirnar. Annars er þetta fyrst og fremst tækniæfing þar sem við fáum að sjá það sem búið er að vinna fyrir okkur hérna úti.“ Hann segir hópinn að öðru leyti afar spenntan fyrir komandi dögum. „Það er mikil spenna, stemning og gleði og það sjá allir fram á skemmtilega tíma hér.“ Íslenski hópurinn telur um tuttugu manns. Aðeins níu dagar eru í stóra daginn en þá mun Svala stíga á svið fyrir Íslands hönd með lagið Paper.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.
Eurovision Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira