Telur Óttar skila auðu varðandi einkarekstur Snærós Sindradóttir skrifar 22. apríl 2017 07:00 Klíníkin í Ármúla rekur nú legudeild fyrir sjúklinga. Aðgerðir þar kosta ríflega milljón krónur. vísir/ernir Stjórnarandstaðan á Alþingi er ósátt við óskýr svör Óttars Proppé heilbrigðisráðherra í málefnum Klíníkurinnar. Athygli var vakin á málinu þegar landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag þar sem gagnrýnd var afstaða heilbrigðisráðuneytisins til starfsemi Klíníkurinnar. Embætti landlæknis telur rekstur fimm daga legudeildar, sambærilega þeirri sem Klíníkin rekur, þurfa rekstrarleyfi frá ráðherra en ráðuneytið telur svo ekki vera. Landlæknir telur að afstaða ráðuneytisins verði til þess að einkarekin heilbrigðisþjónusta þrífist þannig nánast ótakmarkað, meðal annars í krafti þess að sjúklingar greiði þjónustuna dýru verði.Lilja Alfreðsdóttir.vísir/stefán„Ef þetta er eitthvað málum blandið og lekur áfram yfir í einkavæðingu í sjúkrahúsþjónustu, þá er það mjög alvarlegt mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sem situr í velferðarnefnd Alþingis. Hann segir að skoðanamunur landlæknis og Landspítalans annars vegar og heilbrigðisráðuneytisins hins vegar hafi verið nefndarmönnum ljós. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir málið fyrsta stóra próf ráðherrans. „Það er ekki boðlegt að ráðuneytið geti ekki gefið skýrari svör varðandi veigamikinn þátt sem varðar framtíðarmótun íslensks heilbrigðiskerfis. Pólitískt ákvörðunarvald liggur hjá ráðherranum.“Steingrímur J. Sigfússon.vísir/ernirÍ svona stóru máli er ekki hægt að skila auðu. Ráðherrann þarf að koma vel undirbúinn inn í ríkisstjórn með svör við því hvernig hann ætlar að taka á þessu máli. Eins og fram hefur komið starfar Klíníkin núna óhindrað vegna þeirrar afstöðu ráðuneytisins að ekki þurfi rekstrarleyfi til starfsins. Í Fréttablaðinu í gær sagðist framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, Hjálmar Þorsteinsson, ekki skilja bréf landlæknis öðruvísi en svo að hann vildi hefta starfsemina eða skerða hana með boðvaldi ráðherra. „Í svona stóru máli er ekki hægt að skila auðu. Ráðherrann þarf að koma vel undirbúinn inn í ríkisstjórn með svör við því hvernig hann ætlar að taka á þessu máli. Þetta er það pólitískt mál og það er eins og Landlæknisembættið sé að leita eftir leiðsögn í málinu, sá vegvísir kemur frá stjórnvöldum,“ segir Lilja. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði í útvarpsfréttum Bylgjunnar í gær að bagalegt væri að ágreiningur væri á milli ráðuneytisins og Landlæknisembættisins. „Það þarf að athuga hvort þurfi að skoða lögin og skýra. Ef það er niðurstaðan þá einhendum við okkur í það vegna þess að það er mjög mikilvægt að þetta sé skýrt,“ sagði Óttarr. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Bagalegt að ágreiningur sé á milli landlæknis og ráðuneytisins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra útilokar ekki að heilbrigðislögum verði breytt. 21. apríl 2017 13:15 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Stjórnarandstaðan á Alþingi er ósátt við óskýr svör Óttars Proppé heilbrigðisráðherra í málefnum Klíníkurinnar. Athygli var vakin á málinu þegar landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag þar sem gagnrýnd var afstaða heilbrigðisráðuneytisins til starfsemi Klíníkurinnar. Embætti landlæknis telur rekstur fimm daga legudeildar, sambærilega þeirri sem Klíníkin rekur, þurfa rekstrarleyfi frá ráðherra en ráðuneytið telur svo ekki vera. Landlæknir telur að afstaða ráðuneytisins verði til þess að einkarekin heilbrigðisþjónusta þrífist þannig nánast ótakmarkað, meðal annars í krafti þess að sjúklingar greiði þjónustuna dýru verði.Lilja Alfreðsdóttir.vísir/stefán„Ef þetta er eitthvað málum blandið og lekur áfram yfir í einkavæðingu í sjúkrahúsþjónustu, þá er það mjög alvarlegt mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sem situr í velferðarnefnd Alþingis. Hann segir að skoðanamunur landlæknis og Landspítalans annars vegar og heilbrigðisráðuneytisins hins vegar hafi verið nefndarmönnum ljós. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir málið fyrsta stóra próf ráðherrans. „Það er ekki boðlegt að ráðuneytið geti ekki gefið skýrari svör varðandi veigamikinn þátt sem varðar framtíðarmótun íslensks heilbrigðiskerfis. Pólitískt ákvörðunarvald liggur hjá ráðherranum.“Steingrímur J. Sigfússon.vísir/ernirÍ svona stóru máli er ekki hægt að skila auðu. Ráðherrann þarf að koma vel undirbúinn inn í ríkisstjórn með svör við því hvernig hann ætlar að taka á þessu máli. Eins og fram hefur komið starfar Klíníkin núna óhindrað vegna þeirrar afstöðu ráðuneytisins að ekki þurfi rekstrarleyfi til starfsins. Í Fréttablaðinu í gær sagðist framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, Hjálmar Þorsteinsson, ekki skilja bréf landlæknis öðruvísi en svo að hann vildi hefta starfsemina eða skerða hana með boðvaldi ráðherra. „Í svona stóru máli er ekki hægt að skila auðu. Ráðherrann þarf að koma vel undirbúinn inn í ríkisstjórn með svör við því hvernig hann ætlar að taka á þessu máli. Þetta er það pólitískt mál og það er eins og Landlæknisembættið sé að leita eftir leiðsögn í málinu, sá vegvísir kemur frá stjórnvöldum,“ segir Lilja. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði í útvarpsfréttum Bylgjunnar í gær að bagalegt væri að ágreiningur væri á milli ráðuneytisins og Landlæknisembættisins. „Það þarf að athuga hvort þurfi að skoða lögin og skýra. Ef það er niðurstaðan þá einhendum við okkur í það vegna þess að það er mjög mikilvægt að þetta sé skýrt,“ sagði Óttarr.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Bagalegt að ágreiningur sé á milli landlæknis og ráðuneytisins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra útilokar ekki að heilbrigðislögum verði breytt. 21. apríl 2017 13:15 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00
Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42
Bagalegt að ágreiningur sé á milli landlæknis og ráðuneytisins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra útilokar ekki að heilbrigðislögum verði breytt. 21. apríl 2017 13:15