Brynjar Þór: Höfum gert þetta margoft áður Smári Jökull Jónsson skrifar 21. apríl 2017 21:25 Brynjar Þór Björnsson skoraði 18 stig fyrir KR í kvöld. vísir/ernir Brynjar Þór Björnsson setti niður mikilvægar þriggja stiga körfur og skoraði 18 stig í ótrúlegum sigri KR gegn Grindavík í kvöld. KR getur tryggt sér titilinn á heimavelli á mánudag. „Sanngjarnt eða ekki, við tökum sigurinn. Grindvíkingarnir spiluðu frábærlega og Lewis Clinch var auðvitað frábær og Ólafur Ólafsson líka. Þeir börðust fyrir öllu og létu okkar hafa fyrir öllum fráköstum. Þeir eru gríðarlega sterkir og ég tek hattinn ofan fyrir þeim en ég tek sigurinn allan daginn,“ sagði Brynjar Þór Björnsson í samtali við Vísi strax að leik loknum. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 20-4 í upphafi. KR kom hins vegar til baka áður en fyrsti leikhluti var á enda en voru að elta nær allan leikinn. „Ég held að við höfum kannski verið værukærir, vorum yfir og þú veist að þú átt heimavöllinn inni. Ég fann það sjálfur að ég var svona aðeins rólegri. Þeir byrjuðu á stórskotasýningu í byrjun en þristarnir sem þeir voru að setja voru svakalegir og það datt allt með þeim.“ „Mér fannst við tækla það vel og við brotnuðum ekki heldur drógum djúpt andann og fundum hvað virkaði. Við komum okkur aftur inn í leikinn og síðan var þetta í lokin ákveðin heppni. Það þurfa margir hlutir að gerast þegar þú ert 10 stigum undir, og það gerðist í kvöld,“ bætti Brynjar við en Philip Alawoya skoraði ótrúlega sigurkörfu þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. KR-liðið er hokið af reynslu og sýndi það og sannaði í kvöld að það skiptir máli í leikjum eins og þeim í kvöld. „Þetta er karakterinn í liðinu og við höfum gert þetta margoft áður að koma til baka í fjórða leikhluta. Þegar við stígum aðeins upp og förum að spila betri vörn þá eiga lið erfitt með að skora. Þeir fóru aðeins frá sínu og hættu að hitta skotunum. Við stoppuðum sóknarfráköstin í lokin sem var lykilatriði.“ KR getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á mánudaginn þegar liðin mætast í þriðja sinn í Vesturbænum. Þeir voru einmitt í sömu stöðu í fyrra en töpuðu þá þriðja leiknum gegn Haukum. „Ég man í fyrra þá vorum við 2-0 yfir og mættum frekar værukærir. Það er hrikalega gaman að spila þegar bikarinn er kominn í hús og þú veist að ef þú vinnur þá lyftir þú bikarnum. Af reynslunni að dæma munum við mæta aðeins klárari en í fyrra og sjá til þess að bikarinn fari á loft á mánudaginn,“ sagði Brynjar Þór að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - KR 88-89 | KR komið í 2-0 eftir ótrúlega sigurkörfu KR er komið í 2-0 í einvíginu gegn Grindavík eftir ótrúlegan sigur á Grindavík suður með sjó í kvöld. KR getur tryggt sér sigurinn á heimavelli á mánudag. 21. apríl 2017 21:45 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson setti niður mikilvægar þriggja stiga körfur og skoraði 18 stig í ótrúlegum sigri KR gegn Grindavík í kvöld. KR getur tryggt sér titilinn á heimavelli á mánudag. „Sanngjarnt eða ekki, við tökum sigurinn. Grindvíkingarnir spiluðu frábærlega og Lewis Clinch var auðvitað frábær og Ólafur Ólafsson líka. Þeir börðust fyrir öllu og létu okkar hafa fyrir öllum fráköstum. Þeir eru gríðarlega sterkir og ég tek hattinn ofan fyrir þeim en ég tek sigurinn allan daginn,“ sagði Brynjar Þór Björnsson í samtali við Vísi strax að leik loknum. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 20-4 í upphafi. KR kom hins vegar til baka áður en fyrsti leikhluti var á enda en voru að elta nær allan leikinn. „Ég held að við höfum kannski verið værukærir, vorum yfir og þú veist að þú átt heimavöllinn inni. Ég fann það sjálfur að ég var svona aðeins rólegri. Þeir byrjuðu á stórskotasýningu í byrjun en þristarnir sem þeir voru að setja voru svakalegir og það datt allt með þeim.“ „Mér fannst við tækla það vel og við brotnuðum ekki heldur drógum djúpt andann og fundum hvað virkaði. Við komum okkur aftur inn í leikinn og síðan var þetta í lokin ákveðin heppni. Það þurfa margir hlutir að gerast þegar þú ert 10 stigum undir, og það gerðist í kvöld,“ bætti Brynjar við en Philip Alawoya skoraði ótrúlega sigurkörfu þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. KR-liðið er hokið af reynslu og sýndi það og sannaði í kvöld að það skiptir máli í leikjum eins og þeim í kvöld. „Þetta er karakterinn í liðinu og við höfum gert þetta margoft áður að koma til baka í fjórða leikhluta. Þegar við stígum aðeins upp og förum að spila betri vörn þá eiga lið erfitt með að skora. Þeir fóru aðeins frá sínu og hættu að hitta skotunum. Við stoppuðum sóknarfráköstin í lokin sem var lykilatriði.“ KR getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á mánudaginn þegar liðin mætast í þriðja sinn í Vesturbænum. Þeir voru einmitt í sömu stöðu í fyrra en töpuðu þá þriðja leiknum gegn Haukum. „Ég man í fyrra þá vorum við 2-0 yfir og mættum frekar værukærir. Það er hrikalega gaman að spila þegar bikarinn er kominn í hús og þú veist að ef þú vinnur þá lyftir þú bikarnum. Af reynslunni að dæma munum við mæta aðeins klárari en í fyrra og sjá til þess að bikarinn fari á loft á mánudaginn,“ sagði Brynjar Þór að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - KR 88-89 | KR komið í 2-0 eftir ótrúlega sigurkörfu KR er komið í 2-0 í einvíginu gegn Grindavík eftir ótrúlegan sigur á Grindavík suður með sjó í kvöld. KR getur tryggt sér sigurinn á heimavelli á mánudag. 21. apríl 2017 21:45 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - KR 88-89 | KR komið í 2-0 eftir ótrúlega sigurkörfu KR er komið í 2-0 í einvíginu gegn Grindavík eftir ótrúlegan sigur á Grindavík suður með sjó í kvöld. KR getur tryggt sér sigurinn á heimavelli á mánudag. 21. apríl 2017 21:45
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins