Telja ferðaþjónustuna á Akranesi eflast með nýrri Reykjavíkurferju Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. apríl 2017 09:00 Á fimm árum hafa um 40 þúsund manns heimsótt vitann á Akranesi sem Hilmar líkir við vitann á Gróttu. Mynd/ Hilmar sigvaldason Ný ferja sem mun sigla milli Reykjavíkur og Akraness verður tekin á leigu frá Noregi. Það verður dótturfyrirtæki Eimskips, Sæferðir, sem sér um rekstur ferjunnar. Reykjavíkurborg og Akranes tóku tilboði fyrirtækisins að undangengnu útboði. Siglt verður þrisvar á dag, tvisvar að morgni og einu sinni síðdegis. „Við vorum í Noregi í síðustu viku og sigldum einu skipi sem er svona heitast í þetta. Við tökum þetta skip á leigu í sex mánuði með kauprétti,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða. Siglingin á að geta tekið innan við 30 mínútur. Samkvæmt útboði fá Sæferðir allt að 30 milljónir króna samtals fyrir sex mánaða tímabil, helming frá hvoru sveitarfélagi. Þeir ferðaþjónustuaðilar á Akranesi sem Fréttablaðið ræddi við hafa væntingar um að ferjan muni hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið í bænum. „Ég hugsa að þetta muni til skemmri tíma hafa meiri áhrif á veitingaþjónustuna og almennan bæjarbrag. Fólk getur fengið þarna stutta ferð yfir og til baka,“ segir Eggert Herbertsson, sem rekur þrjú gistiheimili undir merkjum Stay Akranes.Hilmar SigvaldasonEggert telur siglingarnar geta aukið áhuga á dagsferðum til Akraness, á árlegt lopapeysuball og aðra viðburði tengda bæjarlífinu. Hins vegar þurfi að markaðssetja Akranes betur sem gististað til að ferjan hafi áhrif á eftirspurn eftir gistingu. „Ég veit ekki hversu auðvelt er að gera það fyrir þetta sumar og þetta verkefni er bara tilraun. En ef þetta yrði varanlegt þá hugsa ég að þetta gæti haft töluverð áhrif,“ segir Eggert. Hilmar Sigvaldason, sem rekur Vitann á Akranesi, telur að siglingarnar hafi góð áhrif á sinn rekstur. „Við erum líka að fara að fá skemmtiferðaskip í sumar. Þetta hjálpar allt saman til,“ segir hann. Hilmar segir Vitann vera svipaðan stað og Gróttu í Reykjavík. Þangað sæki fullt af fólki sem aldrei hafi séð sjó. Þá sé góður hljómburður í Vitanum og þar séu haldnir tónleikar reglulega. Hann segir 40 þúsund manns hafa sótt Vitann á síðustu fimm árum og býst við að ferjan muni auka aðsóknina. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Ný ferja sem mun sigla milli Reykjavíkur og Akraness verður tekin á leigu frá Noregi. Það verður dótturfyrirtæki Eimskips, Sæferðir, sem sér um rekstur ferjunnar. Reykjavíkurborg og Akranes tóku tilboði fyrirtækisins að undangengnu útboði. Siglt verður þrisvar á dag, tvisvar að morgni og einu sinni síðdegis. „Við vorum í Noregi í síðustu viku og sigldum einu skipi sem er svona heitast í þetta. Við tökum þetta skip á leigu í sex mánuði með kauprétti,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða. Siglingin á að geta tekið innan við 30 mínútur. Samkvæmt útboði fá Sæferðir allt að 30 milljónir króna samtals fyrir sex mánaða tímabil, helming frá hvoru sveitarfélagi. Þeir ferðaþjónustuaðilar á Akranesi sem Fréttablaðið ræddi við hafa væntingar um að ferjan muni hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið í bænum. „Ég hugsa að þetta muni til skemmri tíma hafa meiri áhrif á veitingaþjónustuna og almennan bæjarbrag. Fólk getur fengið þarna stutta ferð yfir og til baka,“ segir Eggert Herbertsson, sem rekur þrjú gistiheimili undir merkjum Stay Akranes.Hilmar SigvaldasonEggert telur siglingarnar geta aukið áhuga á dagsferðum til Akraness, á árlegt lopapeysuball og aðra viðburði tengda bæjarlífinu. Hins vegar þurfi að markaðssetja Akranes betur sem gististað til að ferjan hafi áhrif á eftirspurn eftir gistingu. „Ég veit ekki hversu auðvelt er að gera það fyrir þetta sumar og þetta verkefni er bara tilraun. En ef þetta yrði varanlegt þá hugsa ég að þetta gæti haft töluverð áhrif,“ segir Eggert. Hilmar Sigvaldason, sem rekur Vitann á Akranesi, telur að siglingarnar hafi góð áhrif á sinn rekstur. „Við erum líka að fara að fá skemmtiferðaskip í sumar. Þetta hjálpar allt saman til,“ segir hann. Hilmar segir Vitann vera svipaðan stað og Gróttu í Reykjavík. Þangað sæki fullt af fólki sem aldrei hafi séð sjó. Þá sé góður hljómburður í Vitanum og þar séu haldnir tónleikar reglulega. Hann segir 40 þúsund manns hafa sótt Vitann á síðustu fimm árum og býst við að ferjan muni auka aðsóknina.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira