Eyðilögðu sigurpartí KR-inga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2017 06:00 Grindvíkingar börðust fyrir sigri gegn KR-ingum í DHL-höllinni í gær og þvinguðu fram fjórða leikinn á sínum heimavelli á fimmtudaginn. vísir/eyþór Kampavínið var í kæli, meistarabolir í felum undir rjáfri og fjöldi KR-inga var mættur í Vesturbæinn til þess að fagna. Þeir voru mættir í partí og það var leit að þeim mönnum sem höfðu trú á Grindvíkingum í Vesturbænum í gær. Þeir voru allir í búningsklefa Grindavíkur. Grindvíkingar mættu með kassann út í loftið og tóku strax frumkvæðið í leiknum. Það er skemmst frá því að segja að þeir létu það forskot aldrei af hendi. Mest náðu Grindvíkingar 19 stiga forskoti í leiknum. KR kom til baka í fjórða leikhluta og héldu margir að þeir myndu brotna. Það gerði Grindavíkurliðið ekki. Taugarnar héldu og þeir innbyrtu sætan sigur, 86-91. 2-1 fyrir KR en staðan gæti verið 2-1 fyrir Grindavík ef liðið hefði ekki kastað síðasta heimaleik frá sér. Það er því augljóslega allt of snemmt að afskrifa þetta stórskemmtilega Grindavíkurlið. „Við erum mjög stoltir. Þetta var glæsilegt. Það var baráttuvilji og hvernig við náðum að halda skipulagi sem skóp þennan sigur hjá okkur,“ sagði Þorleifur Ólafsson, ein af hetjum Grindavíkur í gær en sigurinn var tæpur í lokin eftir flotta endurkomu hjá KR. „Við vorum eiginlega að bíða eftir þessari endurkomu. Þetta er hörkulið og það er ekki séns að vinna KR með 20 eða 30 stigum. Við stóðumst áhlaupið sem betur fer en ég óttaðist samt í lokin að við færum í eitthvað bull. Að við myndum halda að þetta væri komið og ég einbeitti mér að því að halda mönnum á tánum. Það hafði enginn trú á okkur en við misstum aldrei trúna. Við erum að hafa gaman af þessu og reyna að fara upp á þeirra plan. Vera betra körfuboltalið. Gleðin dugði okkur gegn Stjörnunni og nú erum við að bæta okkar leik meira.“ Bróðir Þorleifs og þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, var afar stoltur af sínu liði í leikslok en fagnaði þó ekki of mikið. „Á föstudaginn vorum við hörkugóðir en hentum leiknum frá okkur. Við vorum meðvitaðir um það og á því að ef við spilum eins vel og við erum sáttir við þá getum við keppt við þetta KR-lið. Við trúðum því. Vorum með plan og trúðum á það líka. Það skóp þennan sigur,“ segir þjálfarinn en hann var eðlilega ánægður með að taugar hans manna skildu halda í lokafjórðungnum. „Við vorum flottir í vörninni á lokamínútunum er við þurftum að fá stopp. Það er ég ofboðslega ánægður með. Ég óttaðist ekki að við værum að brotna enda hef ég fulla trú á þessum drengjum. Við erum góðir í því sem við erum að gera og gegn frábæru liði. Þetta var stærsta sviðið hér fyrir framan stútfulla höll í kvöld og við vildum njóta í botn. Við hugsum bara um einn leik í einu og ég sé þig vonandi hérna aftur á sunnudaginn,“ sagði Jóhann Þór sposkur og glotti við tönn. Dominos-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Kampavínið var í kæli, meistarabolir í felum undir rjáfri og fjöldi KR-inga var mættur í Vesturbæinn til þess að fagna. Þeir voru mættir í partí og það var leit að þeim mönnum sem höfðu trú á Grindvíkingum í Vesturbænum í gær. Þeir voru allir í búningsklefa Grindavíkur. Grindvíkingar mættu með kassann út í loftið og tóku strax frumkvæðið í leiknum. Það er skemmst frá því að segja að þeir létu það forskot aldrei af hendi. Mest náðu Grindvíkingar 19 stiga forskoti í leiknum. KR kom til baka í fjórða leikhluta og héldu margir að þeir myndu brotna. Það gerði Grindavíkurliðið ekki. Taugarnar héldu og þeir innbyrtu sætan sigur, 86-91. 2-1 fyrir KR en staðan gæti verið 2-1 fyrir Grindavík ef liðið hefði ekki kastað síðasta heimaleik frá sér. Það er því augljóslega allt of snemmt að afskrifa þetta stórskemmtilega Grindavíkurlið. „Við erum mjög stoltir. Þetta var glæsilegt. Það var baráttuvilji og hvernig við náðum að halda skipulagi sem skóp þennan sigur hjá okkur,“ sagði Þorleifur Ólafsson, ein af hetjum Grindavíkur í gær en sigurinn var tæpur í lokin eftir flotta endurkomu hjá KR. „Við vorum eiginlega að bíða eftir þessari endurkomu. Þetta er hörkulið og það er ekki séns að vinna KR með 20 eða 30 stigum. Við stóðumst áhlaupið sem betur fer en ég óttaðist samt í lokin að við færum í eitthvað bull. Að við myndum halda að þetta væri komið og ég einbeitti mér að því að halda mönnum á tánum. Það hafði enginn trú á okkur en við misstum aldrei trúna. Við erum að hafa gaman af þessu og reyna að fara upp á þeirra plan. Vera betra körfuboltalið. Gleðin dugði okkur gegn Stjörnunni og nú erum við að bæta okkar leik meira.“ Bróðir Þorleifs og þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, var afar stoltur af sínu liði í leikslok en fagnaði þó ekki of mikið. „Á föstudaginn vorum við hörkugóðir en hentum leiknum frá okkur. Við vorum meðvitaðir um það og á því að ef við spilum eins vel og við erum sáttir við þá getum við keppt við þetta KR-lið. Við trúðum því. Vorum með plan og trúðum á það líka. Það skóp þennan sigur,“ segir þjálfarinn en hann var eðlilega ánægður með að taugar hans manna skildu halda í lokafjórðungnum. „Við vorum flottir í vörninni á lokamínútunum er við þurftum að fá stopp. Það er ég ofboðslega ánægður með. Ég óttaðist ekki að við værum að brotna enda hef ég fulla trú á þessum drengjum. Við erum góðir í því sem við erum að gera og gegn frábæru liði. Þetta var stærsta sviðið hér fyrir framan stútfulla höll í kvöld og við vildum njóta í botn. Við hugsum bara um einn leik í einu og ég sé þig vonandi hérna aftur á sunnudaginn,“ sagði Jóhann Þór sposkur og glotti við tönn.
Dominos-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins