Of einföld endurkoma Sharapovu fer illa í aðra keppendur: „Hún á ekki að fá boðskort“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. apríl 2017 10:30 Maria Sharapova snýr aftur á morgun. vísir/getty Maria Sharapova stígur aftur út á tennisvöllinn í fyrsta sinn í fimmtán mánuði á morgun þegar hún mætir Robertu Vinci frá Ítalíu í fyrstu umferð Porsche Grand Prix-mótsins í Stuttgart. Sharapova var úrskurðuð í tveggja ára lyfjabann á síðasta ári eftir að Meldóníum fannst í lyfsýni hennar á opna ástralska meistaramótinu í janúar í fyrra. Hún fékk bannið stytt í fimmtán mánuði eftir að berjast gegn úrskurðinum fyrir Alþjóðaíþróttadómstólnum þar sem hún viðurkenndi að hafa notað Meldóníum til langs tíma. Það var aftur á móti ekki sett á bannlista fyrr en í byrjun síðasta árs. Þessi gríðarlega vinsæla tenniskona sem á fimm risatitla að baki fékk boðskort eða svokallað „Wildcard“-sæti á mótinu í Stuttgart þannig hún þarf ekki að byrja á botninum eins og flestir aðrir sem finnast sekir um lyfjamisferli. Þá er hún einnig með boðskort á mót í Róm síðar í mánuðinum.Verðandi mótherjar ósáttir Þessi einfalda leið hennar aftur inn á stærstu mótin á WTA-mótaröðinni er alls ekki að fara vel í kollega hennar. BBC greinir frá. „Ég er ekki sammála því að hún eigi að fá boðskort á mótið í Róm og önnur mót. Hún gerði vissulega mistök en hún hefur tekið út sína refsingu og mér finnst að hún megi byrja að keppa aftur. Hún á bara ekki að fá þessi boðskort,“ segir Roberta Vinci sem Sharapova mætir á morgun. Sú ítalska er langt því frá sú fyrsta sem gagnrýnir þessa þægilegu endurkomu Sharapovu en í síðasta mánuði gekk Caroline Wozniacki mun lengra og sagði að það væri einfaldlega verið að sýna öðrum tenniskonum óvirðingu með þessum boðskortum Sharapovu. Fari svo að Sharapova leggi Vinci að velli gæti hún mætt Agnieszku Radwönsku frá Póllandi í annarri umferðinni en hún hefur einnig gagnrýnt endurkomu þeirrar rússnesku og sagt að hún eigi ekki að fá boðskort á risamótin. Tennis Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sjá meira
Maria Sharapova stígur aftur út á tennisvöllinn í fyrsta sinn í fimmtán mánuði á morgun þegar hún mætir Robertu Vinci frá Ítalíu í fyrstu umferð Porsche Grand Prix-mótsins í Stuttgart. Sharapova var úrskurðuð í tveggja ára lyfjabann á síðasta ári eftir að Meldóníum fannst í lyfsýni hennar á opna ástralska meistaramótinu í janúar í fyrra. Hún fékk bannið stytt í fimmtán mánuði eftir að berjast gegn úrskurðinum fyrir Alþjóðaíþróttadómstólnum þar sem hún viðurkenndi að hafa notað Meldóníum til langs tíma. Það var aftur á móti ekki sett á bannlista fyrr en í byrjun síðasta árs. Þessi gríðarlega vinsæla tenniskona sem á fimm risatitla að baki fékk boðskort eða svokallað „Wildcard“-sæti á mótinu í Stuttgart þannig hún þarf ekki að byrja á botninum eins og flestir aðrir sem finnast sekir um lyfjamisferli. Þá er hún einnig með boðskort á mót í Róm síðar í mánuðinum.Verðandi mótherjar ósáttir Þessi einfalda leið hennar aftur inn á stærstu mótin á WTA-mótaröðinni er alls ekki að fara vel í kollega hennar. BBC greinir frá. „Ég er ekki sammála því að hún eigi að fá boðskort á mótið í Róm og önnur mót. Hún gerði vissulega mistök en hún hefur tekið út sína refsingu og mér finnst að hún megi byrja að keppa aftur. Hún á bara ekki að fá þessi boðskort,“ segir Roberta Vinci sem Sharapova mætir á morgun. Sú ítalska er langt því frá sú fyrsta sem gagnrýnir þessa þægilegu endurkomu Sharapovu en í síðasta mánuði gekk Caroline Wozniacki mun lengra og sagði að það væri einfaldlega verið að sýna öðrum tenniskonum óvirðingu með þessum boðskortum Sharapovu. Fari svo að Sharapova leggi Vinci að velli gæti hún mætt Agnieszku Radwönsku frá Póllandi í annarri umferðinni en hún hefur einnig gagnrýnt endurkomu þeirrar rússnesku og sagt að hún eigi ekki að fá boðskort á risamótin.
Tennis Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sjá meira