Björk segist vera Tinder fyrir tækni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. apríl 2017 14:53 Vísir/Getty Söngkonan Björk telur að tíu stærstu tæknifyrirtæki heims ættu hvert að leggja milljarð dollara í púkkið til þess að hreinsa upp mengun í sjónum. Í ítarlegu viðtali við Red Bullettin lýsir Björk sér sem „Tinder fyrir tækni“. „Ég er að reyna að byggja brú á milli tækninnar og tónlistarinnar. Í sífellu koma ný tól fram sem hafa áhrif á líf þitt, sama hvort þér líkar við það eða ekki. Með list minni er ég að reyna að skilja þessi tók. Ég er eins og Tinder fyrir tækni,“ segir Björk. Tinder er stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann og er afar vinsælt. En hvað á Björk við þegar hún segist vera Tinder fyrir tækni? „Ég er stefnumótapp. Þegar ný tækni kemur út fæ ég strax hugmynd í kollinn. Þegar ég fékk mína fyrstu fartölvu árið 1999 vissi ég um leið að hún myndi koma í stað hefðbundinna upptökuvera að vissu leyti,“ segir Björk. Þá segir hún að það sama hafi gilt um þegar spjaldtölvur komu út, hún hafi um leið áttað sig á því að slík tæki gætu verið frábært kennslutól.Býður Zuckerberg og félögum til Íslands Björk fer um víðan völl í viðtalinu áður en að talið berst að lokum að umhverfinu en Björk er mikill umhverfisverndunarsinni og hefur meðal annars barist fyrir friðun hálendis Íslands.Segir hún að tæknin og náttúruan geti vel lifað saman og gott betur, nýta þurfi tæknina til þess að vernda umhverfið. „Í framtíðini þurfum við að leggja áherslu á að tengja þetta tvennt saman. Ímyndaðu þér heim þar sem leiðandi tæknifyrirtæki fjárfesta af alvöru í umhverfisvernd. Það væri auðveldlega hægt að hreinsa höfin af mengun“ segir Björk. Leggur hún til að Apple, Facebook, Google og aðrir risar á tæknimarkaði leggja milljarð dollara í sjóð til þess að hreinsa höfin. Verði það gert sé vel hægt að hreinsa þau fyrir árið 2020. Býðst Björk meðal annars til þess að hýsa forsvarsmenn þessara fyrirtækja til þess að koma hjólunum af stað. „Ég skal bjóða öllum þessum tækni milljarðamæringum í litla húsið mitt á Íslandi. Ég skal útbúa drykki handa þeim. Og kannski elda fyrir þá.“ Tónlist Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Söngkonan Björk telur að tíu stærstu tæknifyrirtæki heims ættu hvert að leggja milljarð dollara í púkkið til þess að hreinsa upp mengun í sjónum. Í ítarlegu viðtali við Red Bullettin lýsir Björk sér sem „Tinder fyrir tækni“. „Ég er að reyna að byggja brú á milli tækninnar og tónlistarinnar. Í sífellu koma ný tól fram sem hafa áhrif á líf þitt, sama hvort þér líkar við það eða ekki. Með list minni er ég að reyna að skilja þessi tók. Ég er eins og Tinder fyrir tækni,“ segir Björk. Tinder er stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann og er afar vinsælt. En hvað á Björk við þegar hún segist vera Tinder fyrir tækni? „Ég er stefnumótapp. Þegar ný tækni kemur út fæ ég strax hugmynd í kollinn. Þegar ég fékk mína fyrstu fartölvu árið 1999 vissi ég um leið að hún myndi koma í stað hefðbundinna upptökuvera að vissu leyti,“ segir Björk. Þá segir hún að það sama hafi gilt um þegar spjaldtölvur komu út, hún hafi um leið áttað sig á því að slík tæki gætu verið frábært kennslutól.Býður Zuckerberg og félögum til Íslands Björk fer um víðan völl í viðtalinu áður en að talið berst að lokum að umhverfinu en Björk er mikill umhverfisverndunarsinni og hefur meðal annars barist fyrir friðun hálendis Íslands.Segir hún að tæknin og náttúruan geti vel lifað saman og gott betur, nýta þurfi tæknina til þess að vernda umhverfið. „Í framtíðini þurfum við að leggja áherslu á að tengja þetta tvennt saman. Ímyndaðu þér heim þar sem leiðandi tæknifyrirtæki fjárfesta af alvöru í umhverfisvernd. Það væri auðveldlega hægt að hreinsa höfin af mengun“ segir Björk. Leggur hún til að Apple, Facebook, Google og aðrir risar á tæknimarkaði leggja milljarð dollara í sjóð til þess að hreinsa höfin. Verði það gert sé vel hægt að hreinsa þau fyrir árið 2020. Býðst Björk meðal annars til þess að hýsa forsvarsmenn þessara fyrirtækja til þess að koma hjólunum af stað. „Ég skal bjóða öllum þessum tækni milljarðamæringum í litla húsið mitt á Íslandi. Ég skal útbúa drykki handa þeim. Og kannski elda fyrir þá.“
Tónlist Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira