Björk segist vera Tinder fyrir tækni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. apríl 2017 14:53 Vísir/Getty Söngkonan Björk telur að tíu stærstu tæknifyrirtæki heims ættu hvert að leggja milljarð dollara í púkkið til þess að hreinsa upp mengun í sjónum. Í ítarlegu viðtali við Red Bullettin lýsir Björk sér sem „Tinder fyrir tækni“. „Ég er að reyna að byggja brú á milli tækninnar og tónlistarinnar. Í sífellu koma ný tól fram sem hafa áhrif á líf þitt, sama hvort þér líkar við það eða ekki. Með list minni er ég að reyna að skilja þessi tók. Ég er eins og Tinder fyrir tækni,“ segir Björk. Tinder er stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann og er afar vinsælt. En hvað á Björk við þegar hún segist vera Tinder fyrir tækni? „Ég er stefnumótapp. Þegar ný tækni kemur út fæ ég strax hugmynd í kollinn. Þegar ég fékk mína fyrstu fartölvu árið 1999 vissi ég um leið að hún myndi koma í stað hefðbundinna upptökuvera að vissu leyti,“ segir Björk. Þá segir hún að það sama hafi gilt um þegar spjaldtölvur komu út, hún hafi um leið áttað sig á því að slík tæki gætu verið frábært kennslutól.Býður Zuckerberg og félögum til Íslands Björk fer um víðan völl í viðtalinu áður en að talið berst að lokum að umhverfinu en Björk er mikill umhverfisverndunarsinni og hefur meðal annars barist fyrir friðun hálendis Íslands.Segir hún að tæknin og náttúruan geti vel lifað saman og gott betur, nýta þurfi tæknina til þess að vernda umhverfið. „Í framtíðini þurfum við að leggja áherslu á að tengja þetta tvennt saman. Ímyndaðu þér heim þar sem leiðandi tæknifyrirtæki fjárfesta af alvöru í umhverfisvernd. Það væri auðveldlega hægt að hreinsa höfin af mengun“ segir Björk. Leggur hún til að Apple, Facebook, Google og aðrir risar á tæknimarkaði leggja milljarð dollara í sjóð til þess að hreinsa höfin. Verði það gert sé vel hægt að hreinsa þau fyrir árið 2020. Býðst Björk meðal annars til þess að hýsa forsvarsmenn þessara fyrirtækja til þess að koma hjólunum af stað. „Ég skal bjóða öllum þessum tækni milljarðamæringum í litla húsið mitt á Íslandi. Ég skal útbúa drykki handa þeim. Og kannski elda fyrir þá.“ Tónlist Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Söngkonan Björk telur að tíu stærstu tæknifyrirtæki heims ættu hvert að leggja milljarð dollara í púkkið til þess að hreinsa upp mengun í sjónum. Í ítarlegu viðtali við Red Bullettin lýsir Björk sér sem „Tinder fyrir tækni“. „Ég er að reyna að byggja brú á milli tækninnar og tónlistarinnar. Í sífellu koma ný tól fram sem hafa áhrif á líf þitt, sama hvort þér líkar við það eða ekki. Með list minni er ég að reyna að skilja þessi tók. Ég er eins og Tinder fyrir tækni,“ segir Björk. Tinder er stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann og er afar vinsælt. En hvað á Björk við þegar hún segist vera Tinder fyrir tækni? „Ég er stefnumótapp. Þegar ný tækni kemur út fæ ég strax hugmynd í kollinn. Þegar ég fékk mína fyrstu fartölvu árið 1999 vissi ég um leið að hún myndi koma í stað hefðbundinna upptökuvera að vissu leyti,“ segir Björk. Þá segir hún að það sama hafi gilt um þegar spjaldtölvur komu út, hún hafi um leið áttað sig á því að slík tæki gætu verið frábært kennslutól.Býður Zuckerberg og félögum til Íslands Björk fer um víðan völl í viðtalinu áður en að talið berst að lokum að umhverfinu en Björk er mikill umhverfisverndunarsinni og hefur meðal annars barist fyrir friðun hálendis Íslands.Segir hún að tæknin og náttúruan geti vel lifað saman og gott betur, nýta þurfi tæknina til þess að vernda umhverfið. „Í framtíðini þurfum við að leggja áherslu á að tengja þetta tvennt saman. Ímyndaðu þér heim þar sem leiðandi tæknifyrirtæki fjárfesta af alvöru í umhverfisvernd. Það væri auðveldlega hægt að hreinsa höfin af mengun“ segir Björk. Leggur hún til að Apple, Facebook, Google og aðrir risar á tæknimarkaði leggja milljarð dollara í sjóð til þess að hreinsa höfin. Verði það gert sé vel hægt að hreinsa þau fyrir árið 2020. Býðst Björk meðal annars til þess að hýsa forsvarsmenn þessara fyrirtækja til þess að koma hjólunum af stað. „Ég skal bjóða öllum þessum tækni milljarðamæringum í litla húsið mitt á Íslandi. Ég skal útbúa drykki handa þeim. Og kannski elda fyrir þá.“
Tónlist Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira