M. Night Shyamalan gerir framhald að Unbreakable og Split Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2017 16:50 Samuel L. Jackson og Bruce Willis í Unbreakable. Vísir Kvikmyndagerðarmaðurinn M. Night Shyamalan hefur uppljóstrað áætlun sína um að gera framhald myndanna Split og Unbreakable sem mun fá heitið Glass.Á vef Variety er greint frá því að Bruce Willis, Samuel L. Jackson, James McAvoy og Anya Taylor-Joy muni fara með aðalhlutverk í þessari mynd. Unbreakable kom út árið 2000 en í henni fóru Bruce Willis og Samuel L. Jackson með aðalhlutverkin. Myndin fjallaði um öryggisvörð sem kemst að því að hann er nánast ónæmur fyrir hverskyns skaða og jafnframt sterkari en meðalmaðurinn. Bruce Willis fer með hlutverk öryggisvarðarins en Samuel L. Jackson lék myndasögusafnarann Elijah Price sem er ólíkt persónu Bruce Willis, afar viðkvæmur fyrir öllu hnjaski.Split kom út í ár en hún segir frá manni sem býr yfir 23 mismunandi persónuleikum. Hann nemur þrjár táningsstúlkur á brott en þær uppgötva að þær verði að sleppa úr haldi áður en 24. persónuleikinn brýst fram í ræningja þeirra. James McAvoy og Anya Taylor-Joy léku aðalhlutverkin í Split.Shyamalan greindi frá þessu fyrirætlunum sínum á Twitter en þar sagði hann handrit þessarar myndar hafa verið í vinnslu í sautján ár. „Það var alltaf draumur minn að þessar tvær myndir myndu sameinast í þriðju myndinni,“ segir Shyamalan á Twitter. Myndin verður frumsýnd á heimsvísu 18. janúar á næsta ári.Tweets by MNightShyamalan Bíó og sjónvarp Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Kvikmyndagerðarmaðurinn M. Night Shyamalan hefur uppljóstrað áætlun sína um að gera framhald myndanna Split og Unbreakable sem mun fá heitið Glass.Á vef Variety er greint frá því að Bruce Willis, Samuel L. Jackson, James McAvoy og Anya Taylor-Joy muni fara með aðalhlutverk í þessari mynd. Unbreakable kom út árið 2000 en í henni fóru Bruce Willis og Samuel L. Jackson með aðalhlutverkin. Myndin fjallaði um öryggisvörð sem kemst að því að hann er nánast ónæmur fyrir hverskyns skaða og jafnframt sterkari en meðalmaðurinn. Bruce Willis fer með hlutverk öryggisvarðarins en Samuel L. Jackson lék myndasögusafnarann Elijah Price sem er ólíkt persónu Bruce Willis, afar viðkvæmur fyrir öllu hnjaski.Split kom út í ár en hún segir frá manni sem býr yfir 23 mismunandi persónuleikum. Hann nemur þrjár táningsstúlkur á brott en þær uppgötva að þær verði að sleppa úr haldi áður en 24. persónuleikinn brýst fram í ræningja þeirra. James McAvoy og Anya Taylor-Joy léku aðalhlutverkin í Split.Shyamalan greindi frá þessu fyrirætlunum sínum á Twitter en þar sagði hann handrit þessarar myndar hafa verið í vinnslu í sautján ár. „Það var alltaf draumur minn að þessar tvær myndir myndu sameinast í þriðju myndinni,“ segir Shyamalan á Twitter. Myndin verður frumsýnd á heimsvísu 18. janúar á næsta ári.Tweets by MNightShyamalan
Bíó og sjónvarp Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira