Trump fær ekki fé fyrir landamæraveggnum Sæunn Gísladóttir skrifar 27. apríl 2017 07:00 Trump Bandaríkjaforseti hefur lofað að bygging veggjarins verði ekki á þessum fjárlögum. NordicPhotos/AFP Hvíta húsið og bandaríska þingið þurfa að koma sér saman um fjárlög sem samþykkja verður fyrir miðnætti á föstudag til að koma í veg fyrir að ríkisstofnanir hætti starfsemi. Örðugleikar höfðu komið upp í samningaviðræðum milli Repúblikana og Demókrata þar sem þeir síðarnefndu vilja ekki borga fyrir vegg við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Á mánudag virtist Donald Trump Bandaríkjaforseti þó hafa skipt um skoðun og greinir NY Times frá því að hann hafi sagst vera tilbúinn til að bíða með fjárveitingu til byggingar veggjarins og sætta sig einungis við aukafjárveitingu til öryggismála við landamærin. Fjárlögin munu gilda til 30. september næstkomandi og líkur eru á að reynt verði að tryggja fjárveitingu til byggingar veggjarins þegar ný fjárlög verða samin í september. Annað deilumál er heilbrigðiskerfið. Trump hefur gefið það út að hann muni ekki samþykkja tillögu Demókrata um að niðurgreiðslur til Obamacare-heilbrigðiskerfisins verði með í fjárlögum. PBS greinir frá því að þúsundir kolanámumanna sem komnir eru á eftirlaun gætu misst aðgengi sitt að heilbrigðisþjónustu ef það verður ekki tryggt í þessum fjárlögum. Sama deila leiddi næstum til þess að ríkisstofnanir hættu starfsemi í fyrra. Demókratar segja einnig að Repúblíkanar vilji að fleiri atvinnurekendur geti komist undan að borga fyrir getnaðarvarnir kvenna í heilbrigðistryggingu þeirra, sú deila gæti einnig haft áhrif á afgreiðslu fjárlaganna. Forsvarsmenn beggja flokka segjast bjartsýnir á að komist verði að niðurstöðu. Lögð verður áhersla á útgjöld til hersins og öryggismála við landamærin að sinni. PBS greinir frá því að ef allt fer á versta veg í samningaviðræðum sé ein lausn að gerð verði nokkurra daga fjárlög og haldið áfram að semja fram í næstu viku um áætlunina til september næstkomandi. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Hvíta húsið og bandaríska þingið þurfa að koma sér saman um fjárlög sem samþykkja verður fyrir miðnætti á föstudag til að koma í veg fyrir að ríkisstofnanir hætti starfsemi. Örðugleikar höfðu komið upp í samningaviðræðum milli Repúblikana og Demókrata þar sem þeir síðarnefndu vilja ekki borga fyrir vegg við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Á mánudag virtist Donald Trump Bandaríkjaforseti þó hafa skipt um skoðun og greinir NY Times frá því að hann hafi sagst vera tilbúinn til að bíða með fjárveitingu til byggingar veggjarins og sætta sig einungis við aukafjárveitingu til öryggismála við landamærin. Fjárlögin munu gilda til 30. september næstkomandi og líkur eru á að reynt verði að tryggja fjárveitingu til byggingar veggjarins þegar ný fjárlög verða samin í september. Annað deilumál er heilbrigðiskerfið. Trump hefur gefið það út að hann muni ekki samþykkja tillögu Demókrata um að niðurgreiðslur til Obamacare-heilbrigðiskerfisins verði með í fjárlögum. PBS greinir frá því að þúsundir kolanámumanna sem komnir eru á eftirlaun gætu misst aðgengi sitt að heilbrigðisþjónustu ef það verður ekki tryggt í þessum fjárlögum. Sama deila leiddi næstum til þess að ríkisstofnanir hættu starfsemi í fyrra. Demókratar segja einnig að Repúblíkanar vilji að fleiri atvinnurekendur geti komist undan að borga fyrir getnaðarvarnir kvenna í heilbrigðistryggingu þeirra, sú deila gæti einnig haft áhrif á afgreiðslu fjárlaganna. Forsvarsmenn beggja flokka segjast bjartsýnir á að komist verði að niðurstöðu. Lögð verður áhersla á útgjöld til hersins og öryggismála við landamærin að sinni. PBS greinir frá því að ef allt fer á versta veg í samningaviðræðum sé ein lausn að gerð verði nokkurra daga fjárlög og haldið áfram að semja fram í næstu viku um áætlunina til september næstkomandi.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira