Trump fær ekki fé fyrir landamæraveggnum Sæunn Gísladóttir skrifar 27. apríl 2017 07:00 Trump Bandaríkjaforseti hefur lofað að bygging veggjarins verði ekki á þessum fjárlögum. NordicPhotos/AFP Hvíta húsið og bandaríska þingið þurfa að koma sér saman um fjárlög sem samþykkja verður fyrir miðnætti á föstudag til að koma í veg fyrir að ríkisstofnanir hætti starfsemi. Örðugleikar höfðu komið upp í samningaviðræðum milli Repúblikana og Demókrata þar sem þeir síðarnefndu vilja ekki borga fyrir vegg við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Á mánudag virtist Donald Trump Bandaríkjaforseti þó hafa skipt um skoðun og greinir NY Times frá því að hann hafi sagst vera tilbúinn til að bíða með fjárveitingu til byggingar veggjarins og sætta sig einungis við aukafjárveitingu til öryggismála við landamærin. Fjárlögin munu gilda til 30. september næstkomandi og líkur eru á að reynt verði að tryggja fjárveitingu til byggingar veggjarins þegar ný fjárlög verða samin í september. Annað deilumál er heilbrigðiskerfið. Trump hefur gefið það út að hann muni ekki samþykkja tillögu Demókrata um að niðurgreiðslur til Obamacare-heilbrigðiskerfisins verði með í fjárlögum. PBS greinir frá því að þúsundir kolanámumanna sem komnir eru á eftirlaun gætu misst aðgengi sitt að heilbrigðisþjónustu ef það verður ekki tryggt í þessum fjárlögum. Sama deila leiddi næstum til þess að ríkisstofnanir hættu starfsemi í fyrra. Demókratar segja einnig að Repúblíkanar vilji að fleiri atvinnurekendur geti komist undan að borga fyrir getnaðarvarnir kvenna í heilbrigðistryggingu þeirra, sú deila gæti einnig haft áhrif á afgreiðslu fjárlaganna. Forsvarsmenn beggja flokka segjast bjartsýnir á að komist verði að niðurstöðu. Lögð verður áhersla á útgjöld til hersins og öryggismála við landamærin að sinni. PBS greinir frá því að ef allt fer á versta veg í samningaviðræðum sé ein lausn að gerð verði nokkurra daga fjárlög og haldið áfram að semja fram í næstu viku um áætlunina til september næstkomandi. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Hvíta húsið og bandaríska þingið þurfa að koma sér saman um fjárlög sem samþykkja verður fyrir miðnætti á föstudag til að koma í veg fyrir að ríkisstofnanir hætti starfsemi. Örðugleikar höfðu komið upp í samningaviðræðum milli Repúblikana og Demókrata þar sem þeir síðarnefndu vilja ekki borga fyrir vegg við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Á mánudag virtist Donald Trump Bandaríkjaforseti þó hafa skipt um skoðun og greinir NY Times frá því að hann hafi sagst vera tilbúinn til að bíða með fjárveitingu til byggingar veggjarins og sætta sig einungis við aukafjárveitingu til öryggismála við landamærin. Fjárlögin munu gilda til 30. september næstkomandi og líkur eru á að reynt verði að tryggja fjárveitingu til byggingar veggjarins þegar ný fjárlög verða samin í september. Annað deilumál er heilbrigðiskerfið. Trump hefur gefið það út að hann muni ekki samþykkja tillögu Demókrata um að niðurgreiðslur til Obamacare-heilbrigðiskerfisins verði með í fjárlögum. PBS greinir frá því að þúsundir kolanámumanna sem komnir eru á eftirlaun gætu misst aðgengi sitt að heilbrigðisþjónustu ef það verður ekki tryggt í þessum fjárlögum. Sama deila leiddi næstum til þess að ríkisstofnanir hættu starfsemi í fyrra. Demókratar segja einnig að Repúblíkanar vilji að fleiri atvinnurekendur geti komist undan að borga fyrir getnaðarvarnir kvenna í heilbrigðistryggingu þeirra, sú deila gæti einnig haft áhrif á afgreiðslu fjárlaganna. Forsvarsmenn beggja flokka segjast bjartsýnir á að komist verði að niðurstöðu. Lögð verður áhersla á útgjöld til hersins og öryggismála við landamærin að sinni. PBS greinir frá því að ef allt fer á versta veg í samningaviðræðum sé ein lausn að gerð verði nokkurra daga fjárlög og haldið áfram að semja fram í næstu viku um áætlunina til september næstkomandi.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira