Hollenska blaðið De Telegraaf segir í dag að knattspyrnusamband Hollands vilji að Ruud Gullit og Dick Advocaat taki við landsliðinu.
Hollandi gengur enn illa á fótboltavellinum og Danny Blind hætti með það í mars.
Advocaat er að hætta með tyrkneska félagið Fenerbahce í sumar en þessu 69 ára gamli þjálfari hefur áður verið landsliðsþjálfari Hollands. Hann yrði aðalþjálfari.
Hinn 54 ára gamli Gullit myndi þá vera aðstoðarmaður hans. Hollenska sambandið hefur trú á því að þetta par gæti komið liðinu aftur á beinu brautinu.
Holland er í fjórða sæti A-riðils í undankeppni HM 2018. Liðið er með 7 stig eftir fimm leiki.
Advocaat og Gullit orðaðir við hollenska landsliðið
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn




