Skipuleggjandi biðst afsökunar á útihátíðinni sem líkt er við Hungurleikana Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. apríl 2017 16:21 Ja Rule segir að hann hafi aldrei ætlað að plata neinn. Rapparinn Ja Rule, einn aðalskipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Fyre Festival, hefur gefið út tilkynningu á Twitter síðu sinni, þar sem hann biðst afsökunar á hátíðinni. Hátíðin, sem fara átti fram um þessar mundir, komst í heimsfréttirnar þar sem hún er afar misheppnuð og hafa fregnir borist af hræðilegum aðstæðum á hátíðasvæðinu, en hátíðin átti að fara fram á eyju í Bahamas eyjaklasanum. Miðar á atburðinn kostuðu hundruði þúsunda króna.Sjá einnig: Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja RuleHafa gestir hátíðarinnar meðal annars líkt ástandinu á eyjunni við Hungurleikana og hafa fregnir borist af því að tjöld hafi fokið á víð og dreif og að mat hafi verið dreift með þyrlu. Þá hafi gestum verið gert kleyft að nálgast farangur sinn í gámum og gert að finna töskur sínar sjálfir í gámunum. Samkvæmt lýsingum starfsfólks sem átti að vinna að skipulagningu hátíðarinnar, var hátíðin dauðadæmd til þess að byrja með, þar sem skipulagningin hafi aldrei verið til staðar og tónlistarmenn aldrei verið nálægt því að mæta á svæðið, þar sem þeim hafi aldrei borist neinar greiðslur. Rætt hafi verið að fresta hátíðinni um eitt ár, en að lokum ákveðið að láta á það reyna í ár til þess að freista þess að „verða álitnir goðsagnir.“ Í tilkynningunni segir Ja Rule að hann sé „gjörsamlega miður sín,“ vegna hátíðarinnar. Það hafi aldrei verið ætlunin að plata fólk eða svíkja af því peninga. Hann segist taka fulla ábyrgð á stöðu mála og rói nú að því öllum árum að tryggja að gestir hátíðarinnar fái endurgreitt gríðarlega hátt miðaverð.pic.twitter.com/KuJYxfsQJ4— Ja Rule (@Ruleyork) April 28, 2017 Bahamaeyjar Fyre-hátíðin Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
Rapparinn Ja Rule, einn aðalskipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Fyre Festival, hefur gefið út tilkynningu á Twitter síðu sinni, þar sem hann biðst afsökunar á hátíðinni. Hátíðin, sem fara átti fram um þessar mundir, komst í heimsfréttirnar þar sem hún er afar misheppnuð og hafa fregnir borist af hræðilegum aðstæðum á hátíðasvæðinu, en hátíðin átti að fara fram á eyju í Bahamas eyjaklasanum. Miðar á atburðinn kostuðu hundruði þúsunda króna.Sjá einnig: Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja RuleHafa gestir hátíðarinnar meðal annars líkt ástandinu á eyjunni við Hungurleikana og hafa fregnir borist af því að tjöld hafi fokið á víð og dreif og að mat hafi verið dreift með þyrlu. Þá hafi gestum verið gert kleyft að nálgast farangur sinn í gámum og gert að finna töskur sínar sjálfir í gámunum. Samkvæmt lýsingum starfsfólks sem átti að vinna að skipulagningu hátíðarinnar, var hátíðin dauðadæmd til þess að byrja með, þar sem skipulagningin hafi aldrei verið til staðar og tónlistarmenn aldrei verið nálægt því að mæta á svæðið, þar sem þeim hafi aldrei borist neinar greiðslur. Rætt hafi verið að fresta hátíðinni um eitt ár, en að lokum ákveðið að láta á það reyna í ár til þess að freista þess að „verða álitnir goðsagnir.“ Í tilkynningunni segir Ja Rule að hann sé „gjörsamlega miður sín,“ vegna hátíðarinnar. Það hafi aldrei verið ætlunin að plata fólk eða svíkja af því peninga. Hann segist taka fulla ábyrgð á stöðu mála og rói nú að því öllum árum að tryggja að gestir hátíðarinnar fái endurgreitt gríðarlega hátt miðaverð.pic.twitter.com/KuJYxfsQJ4— Ja Rule (@Ruleyork) April 28, 2017
Bahamaeyjar Fyre-hátíðin Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira