Heilt ár á launum, fartölva og farsími eftir deilur við biskup Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2017 18:19 Samstarf biskups og fyrrverandi framkvæmdastjóra kirkjuráðs gekk ekki áfallalaust fyrir sig. vísir Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, fékk tólf mánaða launagreiðslu við starfslok sín í september. Um var að ræða full laun, með yfirvinnu og orlofi, sem greidd voru út í einu lagi. Þá eignaðist hún fartölvu og farsíma sem hún hafði til afnota í störfum sínum sem framkvæmdastjóri. Þetta kemur fram í starfslokasamningi Ellisifjar við Kirkjuráð sem Vísir hefur undir höndum. Ellisif hætti störfum í ágúst í fyrra eftir samstarfsörðugleika á milli hennar og Agnesar M. Sigurðardóttur biskups. Vinnustaðasálfræðingur var kallaður til með það að markmiði að finna lausn á örðugleikum þeirra – að því er virðist án árangurs. Samningurinn var undirritaður 22. september 2016 en með honum gerast upp að fullu laun, orlof og önnur starfstengd réttindi. Í samningnum segir að Ellisif fái greidd full laun til loka september 2017 þar sem miðað er við 18 yfirvinnustundir á mánuði sem og viðbætta orlofs- og persónuuppbót. Kirkjuráði var með samkomulaginu gert að gera upp við Ellisif innan tveggja vikna frá undirrituninni. Ekki kemur fram í samningnum hver heildarupphæðin er en Pressan greindi frá því í fyrra að um hafi verið að ræða ríflega 50 milljónir króna. Oddur Einarsson, sem tók við starfi framkvæmdastjóra Kirkjuráðs eftir brotthvarf Ellisifjar, þvertók hins vegar fyrir það að upphæðin væri svo há. Þá segir í samningnum að Ellisif eignist fartölvu og farsíma sem hún hafði afnot af í starfi sínu en gert að eyða öllum þeim gögnum sem vörðuðu starf hennar.Sautján mánuðir í starfi Ellisif var ráðin framkvæmdastjóri í mars 2015 og tók til starfa 1. apríl það ár. 33 sóttu um stöðuna og var Ellisif metin hæfust. Hún gerði alvarlegar við framkomu biskups í bréfi til Kirkjuráðs í janúar í fyrra. Agnes tjáði sig um málið í skriflegu svari til RÚV í apríl þar sem hún sagði deilurnar tengjast greinargerð lögfræðinga um valdmörk. Í ljósi þess hefði hún stigið til hliðar sem forstöðumaður Biskupsstofu í viðkomandi máli. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, leysti biskup því af í því hlutverki. Deilur Agnesar og Ellisifjar munu meðal annars hafa snúið að því hvort framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, Ellisif, heyrði undir biskup eða kirkjuráð. Sömuleiðis um reikninga sem biskup skrifaði undir en framkvæmdastjóri kirkjuráðs skrifaði ekki undir að því er fram kom í frétt RÚV. Ráðningar Tengdar fréttir Deilan á Biskupsstofu leyst með tólf mánaða starfslokasamningi Ellisif Tinna Víðisdóttir hefur eitt ár á fullum launum til að finna sér nýtt starf eftir dramatíska daga sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs. 11. nóvember 2016 11:56 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, fékk tólf mánaða launagreiðslu við starfslok sín í september. Um var að ræða full laun, með yfirvinnu og orlofi, sem greidd voru út í einu lagi. Þá eignaðist hún fartölvu og farsíma sem hún hafði til afnota í störfum sínum sem framkvæmdastjóri. Þetta kemur fram í starfslokasamningi Ellisifjar við Kirkjuráð sem Vísir hefur undir höndum. Ellisif hætti störfum í ágúst í fyrra eftir samstarfsörðugleika á milli hennar og Agnesar M. Sigurðardóttur biskups. Vinnustaðasálfræðingur var kallaður til með það að markmiði að finna lausn á örðugleikum þeirra – að því er virðist án árangurs. Samningurinn var undirritaður 22. september 2016 en með honum gerast upp að fullu laun, orlof og önnur starfstengd réttindi. Í samningnum segir að Ellisif fái greidd full laun til loka september 2017 þar sem miðað er við 18 yfirvinnustundir á mánuði sem og viðbætta orlofs- og persónuuppbót. Kirkjuráði var með samkomulaginu gert að gera upp við Ellisif innan tveggja vikna frá undirrituninni. Ekki kemur fram í samningnum hver heildarupphæðin er en Pressan greindi frá því í fyrra að um hafi verið að ræða ríflega 50 milljónir króna. Oddur Einarsson, sem tók við starfi framkvæmdastjóra Kirkjuráðs eftir brotthvarf Ellisifjar, þvertók hins vegar fyrir það að upphæðin væri svo há. Þá segir í samningnum að Ellisif eignist fartölvu og farsíma sem hún hafði afnot af í starfi sínu en gert að eyða öllum þeim gögnum sem vörðuðu starf hennar.Sautján mánuðir í starfi Ellisif var ráðin framkvæmdastjóri í mars 2015 og tók til starfa 1. apríl það ár. 33 sóttu um stöðuna og var Ellisif metin hæfust. Hún gerði alvarlegar við framkomu biskups í bréfi til Kirkjuráðs í janúar í fyrra. Agnes tjáði sig um málið í skriflegu svari til RÚV í apríl þar sem hún sagði deilurnar tengjast greinargerð lögfræðinga um valdmörk. Í ljósi þess hefði hún stigið til hliðar sem forstöðumaður Biskupsstofu í viðkomandi máli. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, leysti biskup því af í því hlutverki. Deilur Agnesar og Ellisifjar munu meðal annars hafa snúið að því hvort framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, Ellisif, heyrði undir biskup eða kirkjuráð. Sömuleiðis um reikninga sem biskup skrifaði undir en framkvæmdastjóri kirkjuráðs skrifaði ekki undir að því er fram kom í frétt RÚV.
Ráðningar Tengdar fréttir Deilan á Biskupsstofu leyst með tólf mánaða starfslokasamningi Ellisif Tinna Víðisdóttir hefur eitt ár á fullum launum til að finna sér nýtt starf eftir dramatíska daga sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs. 11. nóvember 2016 11:56 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Deilan á Biskupsstofu leyst með tólf mánaða starfslokasamningi Ellisif Tinna Víðisdóttir hefur eitt ár á fullum launum til að finna sér nýtt starf eftir dramatíska daga sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs. 11. nóvember 2016 11:56