Heilt ár á launum, fartölva og farsími eftir deilur við biskup Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2017 18:19 Samstarf biskups og fyrrverandi framkvæmdastjóra kirkjuráðs gekk ekki áfallalaust fyrir sig. vísir Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, fékk tólf mánaða launagreiðslu við starfslok sín í september. Um var að ræða full laun, með yfirvinnu og orlofi, sem greidd voru út í einu lagi. Þá eignaðist hún fartölvu og farsíma sem hún hafði til afnota í störfum sínum sem framkvæmdastjóri. Þetta kemur fram í starfslokasamningi Ellisifjar við Kirkjuráð sem Vísir hefur undir höndum. Ellisif hætti störfum í ágúst í fyrra eftir samstarfsörðugleika á milli hennar og Agnesar M. Sigurðardóttur biskups. Vinnustaðasálfræðingur var kallaður til með það að markmiði að finna lausn á örðugleikum þeirra – að því er virðist án árangurs. Samningurinn var undirritaður 22. september 2016 en með honum gerast upp að fullu laun, orlof og önnur starfstengd réttindi. Í samningnum segir að Ellisif fái greidd full laun til loka september 2017 þar sem miðað er við 18 yfirvinnustundir á mánuði sem og viðbætta orlofs- og persónuuppbót. Kirkjuráði var með samkomulaginu gert að gera upp við Ellisif innan tveggja vikna frá undirrituninni. Ekki kemur fram í samningnum hver heildarupphæðin er en Pressan greindi frá því í fyrra að um hafi verið að ræða ríflega 50 milljónir króna. Oddur Einarsson, sem tók við starfi framkvæmdastjóra Kirkjuráðs eftir brotthvarf Ellisifjar, þvertók hins vegar fyrir það að upphæðin væri svo há. Þá segir í samningnum að Ellisif eignist fartölvu og farsíma sem hún hafði afnot af í starfi sínu en gert að eyða öllum þeim gögnum sem vörðuðu starf hennar.Sautján mánuðir í starfi Ellisif var ráðin framkvæmdastjóri í mars 2015 og tók til starfa 1. apríl það ár. 33 sóttu um stöðuna og var Ellisif metin hæfust. Hún gerði alvarlegar við framkomu biskups í bréfi til Kirkjuráðs í janúar í fyrra. Agnes tjáði sig um málið í skriflegu svari til RÚV í apríl þar sem hún sagði deilurnar tengjast greinargerð lögfræðinga um valdmörk. Í ljósi þess hefði hún stigið til hliðar sem forstöðumaður Biskupsstofu í viðkomandi máli. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, leysti biskup því af í því hlutverki. Deilur Agnesar og Ellisifjar munu meðal annars hafa snúið að því hvort framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, Ellisif, heyrði undir biskup eða kirkjuráð. Sömuleiðis um reikninga sem biskup skrifaði undir en framkvæmdastjóri kirkjuráðs skrifaði ekki undir að því er fram kom í frétt RÚV. Ráðningar Tengdar fréttir Deilan á Biskupsstofu leyst með tólf mánaða starfslokasamningi Ellisif Tinna Víðisdóttir hefur eitt ár á fullum launum til að finna sér nýtt starf eftir dramatíska daga sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs. 11. nóvember 2016 11:56 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira
Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, fékk tólf mánaða launagreiðslu við starfslok sín í september. Um var að ræða full laun, með yfirvinnu og orlofi, sem greidd voru út í einu lagi. Þá eignaðist hún fartölvu og farsíma sem hún hafði til afnota í störfum sínum sem framkvæmdastjóri. Þetta kemur fram í starfslokasamningi Ellisifjar við Kirkjuráð sem Vísir hefur undir höndum. Ellisif hætti störfum í ágúst í fyrra eftir samstarfsörðugleika á milli hennar og Agnesar M. Sigurðardóttur biskups. Vinnustaðasálfræðingur var kallaður til með það að markmiði að finna lausn á örðugleikum þeirra – að því er virðist án árangurs. Samningurinn var undirritaður 22. september 2016 en með honum gerast upp að fullu laun, orlof og önnur starfstengd réttindi. Í samningnum segir að Ellisif fái greidd full laun til loka september 2017 þar sem miðað er við 18 yfirvinnustundir á mánuði sem og viðbætta orlofs- og persónuuppbót. Kirkjuráði var með samkomulaginu gert að gera upp við Ellisif innan tveggja vikna frá undirrituninni. Ekki kemur fram í samningnum hver heildarupphæðin er en Pressan greindi frá því í fyrra að um hafi verið að ræða ríflega 50 milljónir króna. Oddur Einarsson, sem tók við starfi framkvæmdastjóra Kirkjuráðs eftir brotthvarf Ellisifjar, þvertók hins vegar fyrir það að upphæðin væri svo há. Þá segir í samningnum að Ellisif eignist fartölvu og farsíma sem hún hafði afnot af í starfi sínu en gert að eyða öllum þeim gögnum sem vörðuðu starf hennar.Sautján mánuðir í starfi Ellisif var ráðin framkvæmdastjóri í mars 2015 og tók til starfa 1. apríl það ár. 33 sóttu um stöðuna og var Ellisif metin hæfust. Hún gerði alvarlegar við framkomu biskups í bréfi til Kirkjuráðs í janúar í fyrra. Agnes tjáði sig um málið í skriflegu svari til RÚV í apríl þar sem hún sagði deilurnar tengjast greinargerð lögfræðinga um valdmörk. Í ljósi þess hefði hún stigið til hliðar sem forstöðumaður Biskupsstofu í viðkomandi máli. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, leysti biskup því af í því hlutverki. Deilur Agnesar og Ellisifjar munu meðal annars hafa snúið að því hvort framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, Ellisif, heyrði undir biskup eða kirkjuráð. Sömuleiðis um reikninga sem biskup skrifaði undir en framkvæmdastjóri kirkjuráðs skrifaði ekki undir að því er fram kom í frétt RÚV.
Ráðningar Tengdar fréttir Deilan á Biskupsstofu leyst með tólf mánaða starfslokasamningi Ellisif Tinna Víðisdóttir hefur eitt ár á fullum launum til að finna sér nýtt starf eftir dramatíska daga sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs. 11. nóvember 2016 11:56 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira
Deilan á Biskupsstofu leyst með tólf mánaða starfslokasamningi Ellisif Tinna Víðisdóttir hefur eitt ár á fullum launum til að finna sér nýtt starf eftir dramatíska daga sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs. 11. nóvember 2016 11:56