Heilt ár á launum, fartölva og farsími eftir deilur við biskup Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2017 18:19 Samstarf biskups og fyrrverandi framkvæmdastjóra kirkjuráðs gekk ekki áfallalaust fyrir sig. vísir Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, fékk tólf mánaða launagreiðslu við starfslok sín í september. Um var að ræða full laun, með yfirvinnu og orlofi, sem greidd voru út í einu lagi. Þá eignaðist hún fartölvu og farsíma sem hún hafði til afnota í störfum sínum sem framkvæmdastjóri. Þetta kemur fram í starfslokasamningi Ellisifjar við Kirkjuráð sem Vísir hefur undir höndum. Ellisif hætti störfum í ágúst í fyrra eftir samstarfsörðugleika á milli hennar og Agnesar M. Sigurðardóttur biskups. Vinnustaðasálfræðingur var kallaður til með það að markmiði að finna lausn á örðugleikum þeirra – að því er virðist án árangurs. Samningurinn var undirritaður 22. september 2016 en með honum gerast upp að fullu laun, orlof og önnur starfstengd réttindi. Í samningnum segir að Ellisif fái greidd full laun til loka september 2017 þar sem miðað er við 18 yfirvinnustundir á mánuði sem og viðbætta orlofs- og persónuuppbót. Kirkjuráði var með samkomulaginu gert að gera upp við Ellisif innan tveggja vikna frá undirrituninni. Ekki kemur fram í samningnum hver heildarupphæðin er en Pressan greindi frá því í fyrra að um hafi verið að ræða ríflega 50 milljónir króna. Oddur Einarsson, sem tók við starfi framkvæmdastjóra Kirkjuráðs eftir brotthvarf Ellisifjar, þvertók hins vegar fyrir það að upphæðin væri svo há. Þá segir í samningnum að Ellisif eignist fartölvu og farsíma sem hún hafði afnot af í starfi sínu en gert að eyða öllum þeim gögnum sem vörðuðu starf hennar.Sautján mánuðir í starfi Ellisif var ráðin framkvæmdastjóri í mars 2015 og tók til starfa 1. apríl það ár. 33 sóttu um stöðuna og var Ellisif metin hæfust. Hún gerði alvarlegar við framkomu biskups í bréfi til Kirkjuráðs í janúar í fyrra. Agnes tjáði sig um málið í skriflegu svari til RÚV í apríl þar sem hún sagði deilurnar tengjast greinargerð lögfræðinga um valdmörk. Í ljósi þess hefði hún stigið til hliðar sem forstöðumaður Biskupsstofu í viðkomandi máli. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, leysti biskup því af í því hlutverki. Deilur Agnesar og Ellisifjar munu meðal annars hafa snúið að því hvort framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, Ellisif, heyrði undir biskup eða kirkjuráð. Sömuleiðis um reikninga sem biskup skrifaði undir en framkvæmdastjóri kirkjuráðs skrifaði ekki undir að því er fram kom í frétt RÚV. Ráðningar Tengdar fréttir Deilan á Biskupsstofu leyst með tólf mánaða starfslokasamningi Ellisif Tinna Víðisdóttir hefur eitt ár á fullum launum til að finna sér nýtt starf eftir dramatíska daga sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs. 11. nóvember 2016 11:56 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, fékk tólf mánaða launagreiðslu við starfslok sín í september. Um var að ræða full laun, með yfirvinnu og orlofi, sem greidd voru út í einu lagi. Þá eignaðist hún fartölvu og farsíma sem hún hafði til afnota í störfum sínum sem framkvæmdastjóri. Þetta kemur fram í starfslokasamningi Ellisifjar við Kirkjuráð sem Vísir hefur undir höndum. Ellisif hætti störfum í ágúst í fyrra eftir samstarfsörðugleika á milli hennar og Agnesar M. Sigurðardóttur biskups. Vinnustaðasálfræðingur var kallaður til með það að markmiði að finna lausn á örðugleikum þeirra – að því er virðist án árangurs. Samningurinn var undirritaður 22. september 2016 en með honum gerast upp að fullu laun, orlof og önnur starfstengd réttindi. Í samningnum segir að Ellisif fái greidd full laun til loka september 2017 þar sem miðað er við 18 yfirvinnustundir á mánuði sem og viðbætta orlofs- og persónuuppbót. Kirkjuráði var með samkomulaginu gert að gera upp við Ellisif innan tveggja vikna frá undirrituninni. Ekki kemur fram í samningnum hver heildarupphæðin er en Pressan greindi frá því í fyrra að um hafi verið að ræða ríflega 50 milljónir króna. Oddur Einarsson, sem tók við starfi framkvæmdastjóra Kirkjuráðs eftir brotthvarf Ellisifjar, þvertók hins vegar fyrir það að upphæðin væri svo há. Þá segir í samningnum að Ellisif eignist fartölvu og farsíma sem hún hafði afnot af í starfi sínu en gert að eyða öllum þeim gögnum sem vörðuðu starf hennar.Sautján mánuðir í starfi Ellisif var ráðin framkvæmdastjóri í mars 2015 og tók til starfa 1. apríl það ár. 33 sóttu um stöðuna og var Ellisif metin hæfust. Hún gerði alvarlegar við framkomu biskups í bréfi til Kirkjuráðs í janúar í fyrra. Agnes tjáði sig um málið í skriflegu svari til RÚV í apríl þar sem hún sagði deilurnar tengjast greinargerð lögfræðinga um valdmörk. Í ljósi þess hefði hún stigið til hliðar sem forstöðumaður Biskupsstofu í viðkomandi máli. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, leysti biskup því af í því hlutverki. Deilur Agnesar og Ellisifjar munu meðal annars hafa snúið að því hvort framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, Ellisif, heyrði undir biskup eða kirkjuráð. Sömuleiðis um reikninga sem biskup skrifaði undir en framkvæmdastjóri kirkjuráðs skrifaði ekki undir að því er fram kom í frétt RÚV.
Ráðningar Tengdar fréttir Deilan á Biskupsstofu leyst með tólf mánaða starfslokasamningi Ellisif Tinna Víðisdóttir hefur eitt ár á fullum launum til að finna sér nýtt starf eftir dramatíska daga sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs. 11. nóvember 2016 11:56 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Deilan á Biskupsstofu leyst með tólf mánaða starfslokasamningi Ellisif Tinna Víðisdóttir hefur eitt ár á fullum launum til að finna sér nýtt starf eftir dramatíska daga sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs. 11. nóvember 2016 11:56
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent