Dólgur elti Hafrúnu niður Laugaveg og ógnaði henni Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2017 11:21 Hafrún lenti í afar óþægilegu atviki um helgina en maður nokkur elti hana og greip um handlegg hennar og togaði til sín. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur lenti heldur betur í hremmingum úti á lífinu um helgina. Hún hefur athyglisverða sögu að segja, um næturlífið í Reykjavík sem hún deilir með vinum sínum á Facebook. Hafrún lenti í því að dólgslegur ungur maður abbaðist upp á hana og veitti henni eftirför þegar hún yfirgaf skemmtistaðinn. Til riskinga kom og kom þá í ljós að maðurinn hafði haft af Hafrúnu símann hennar. Nú í morgun uppfærði hún stöðufærslu sína og tilkynnti að síminn væri kominn í hennar hendur: „***UPPFÆRT síminn er kominn í mínar hendur, fullt af fólki og löggum (þær eru reyndar líka fólk :) ) sem hjálpaði til við leitina. Þakka öllum sem hjálpuðu***“Konur óttast almennt að fara um miðborgina eftir að skyggja tekur og hefur Vísir fjallað ítarlega um það.Hafði mjög óþægilega tilfinningu fyrir manninumHafrún var á skemmtistað um helgina með vinkonum sínum þegar maður kemur upp að henni og er með „dólgsstæla“ en Hafrúnu tókst að losa sig við manninn með hjálp vinkvenna sinna. „Þegar ég ákveð svo að fara heim á undan stelpunum tek ég eftir því að hann labbar á eftir mér og að hurðinni. Ég segi við dyravörðinn að ég sé með óþægilega tilfinningu fyrir þessum gaur og bið um að fá að bíða hjá þeim þar til hann er farin út og úr augsýn. Dyravörðurinn var almennilegur en brosti nú samt að mér og sagði mér bara að lemja gaurinn ef hann yrði með einhverja stæla.“ Hafrún gekk niður Laugaveginn en stuttu síðar var þessi maður aftur kominn, upp við hlið hennar og er ógnandi. „Mjög stuttu síðar er þessi sami maður komin við hliðina á mér, aftur með dólgslæti, tekur í upphandlegginn á mér, togar mig til sín og segir eitthvað. Þetta endar með því að ég hrindi honum frá mér og segi honum að drulla sér. Held áfram að labba en fatta nánast um leið að gaurnum hefur tekist að fara ofan í vasann minn og stela Iphone plus símanum mínum.“Svartur strákur í skræpóttri dúnúlpuHafrún setti sig í samband við lögregluna sem gat lítið gert. Þegar Hafrún lýsti eftir síma sínum var hún vondauf um að hann kæmi í leitirnar. „Ég veit það er langsótt að ég fái símann aftur en ég held í vonina. Það er svo mikið af gögnum í honum sem gagnast bara mér. Ef einhver verður var við það að svartur strákur á aldrinum c.a. 20 - 30 ára, grannur sirka 175 cm á hæð sé að reyna að selja Iphone 6 plus má gera mér viðvart. Hann var í dúnúlpu sem var ljósblá og skræpótt.“ En, nú er síminn sem sagt kominn í leitirnar. Hafrún segir, í samtali við Vísi, að dóttir samstarfsfélaga hennar hafi fundið hann við þann stað þar sem maðurinn var að atast í henni upphaflega. Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30 Aðgerðir til aukins öryggis í miðbænum: Bætt götulýsing, öruggari skemmtistaðir og næturstrætó Töluverðu fjármagni verður á þessu ári varið í að endurnýja götulýsingu í Reykjavík og borgaryfirvöld íhuga endurkomu næturstrætósins. 26. janúar 2017 10:45 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur lenti heldur betur í hremmingum úti á lífinu um helgina. Hún hefur athyglisverða sögu að segja, um næturlífið í Reykjavík sem hún deilir með vinum sínum á Facebook. Hafrún lenti í því að dólgslegur ungur maður abbaðist upp á hana og veitti henni eftirför þegar hún yfirgaf skemmtistaðinn. Til riskinga kom og kom þá í ljós að maðurinn hafði haft af Hafrúnu símann hennar. Nú í morgun uppfærði hún stöðufærslu sína og tilkynnti að síminn væri kominn í hennar hendur: „***UPPFÆRT síminn er kominn í mínar hendur, fullt af fólki og löggum (þær eru reyndar líka fólk :) ) sem hjálpaði til við leitina. Þakka öllum sem hjálpuðu***“Konur óttast almennt að fara um miðborgina eftir að skyggja tekur og hefur Vísir fjallað ítarlega um það.Hafði mjög óþægilega tilfinningu fyrir manninumHafrún var á skemmtistað um helgina með vinkonum sínum þegar maður kemur upp að henni og er með „dólgsstæla“ en Hafrúnu tókst að losa sig við manninn með hjálp vinkvenna sinna. „Þegar ég ákveð svo að fara heim á undan stelpunum tek ég eftir því að hann labbar á eftir mér og að hurðinni. Ég segi við dyravörðinn að ég sé með óþægilega tilfinningu fyrir þessum gaur og bið um að fá að bíða hjá þeim þar til hann er farin út og úr augsýn. Dyravörðurinn var almennilegur en brosti nú samt að mér og sagði mér bara að lemja gaurinn ef hann yrði með einhverja stæla.“ Hafrún gekk niður Laugaveginn en stuttu síðar var þessi maður aftur kominn, upp við hlið hennar og er ógnandi. „Mjög stuttu síðar er þessi sami maður komin við hliðina á mér, aftur með dólgslæti, tekur í upphandlegginn á mér, togar mig til sín og segir eitthvað. Þetta endar með því að ég hrindi honum frá mér og segi honum að drulla sér. Held áfram að labba en fatta nánast um leið að gaurnum hefur tekist að fara ofan í vasann minn og stela Iphone plus símanum mínum.“Svartur strákur í skræpóttri dúnúlpuHafrún setti sig í samband við lögregluna sem gat lítið gert. Þegar Hafrún lýsti eftir síma sínum var hún vondauf um að hann kæmi í leitirnar. „Ég veit það er langsótt að ég fái símann aftur en ég held í vonina. Það er svo mikið af gögnum í honum sem gagnast bara mér. Ef einhver verður var við það að svartur strákur á aldrinum c.a. 20 - 30 ára, grannur sirka 175 cm á hæð sé að reyna að selja Iphone 6 plus má gera mér viðvart. Hann var í dúnúlpu sem var ljósblá og skræpótt.“ En, nú er síminn sem sagt kominn í leitirnar. Hafrún segir, í samtali við Vísi, að dóttir samstarfsfélaga hennar hafi fundið hann við þann stað þar sem maðurinn var að atast í henni upphaflega.
Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30 Aðgerðir til aukins öryggis í miðbænum: Bætt götulýsing, öruggari skemmtistaðir og næturstrætó Töluverðu fjármagni verður á þessu ári varið í að endurnýja götulýsingu í Reykjavík og borgaryfirvöld íhuga endurkomu næturstrætósins. 26. janúar 2017 10:45 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30
Aðgerðir til aukins öryggis í miðbænum: Bætt götulýsing, öruggari skemmtistaðir og næturstrætó Töluverðu fjármagni verður á þessu ári varið í að endurnýja götulýsingu í Reykjavík og borgaryfirvöld íhuga endurkomu næturstrætósins. 26. janúar 2017 10:45