Alltaf Grindavík hjá Jóni Arnóri í lokaúrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2017 12:00 Jón Arnór Stefánsson í úrslitaeinvíginu 2009 á móti Grindavík. Vísir/Vilhelm Jón Arnór Stefánsson tryggði KR sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurkörfuna í 86-84 sigri KR í fjórða leiknum á móti Keflavík í undanúrslitaeinvígi liðanna. Jón Arnór Stefánsson skoraði sextán stig í leiknum í Keflavík þar af 4 þeirra á síðustu þremur mínútunum. Hann hafði skorað 14 af 31 stigi sínum í fjórða leikhluta þegar KR vann þriggja stiga sigur í þriðja leiknum. Þetta er í þriðja sinn sem Jón Arnór Stefánsson spilar í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn og nú eins og í hin tvö skiptin er mótherjinn Grindavík.Jón Arnór varð fyrsta Íslandsmeistari vorið 2000 þá aðeins sautján ára gamall. Jón Arnór kom þá heim um vorið og tók þátt í úrslitakeppninni með KR-liðinu. KR vann þá 3-1 sigur á Grindavík í úrslitaeinvíginu. Grindavík vann fyrsta leikinn á heimavelli en KR-ingar svöruðu með þremur sigrinum í röð og unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í áratug. Jón Arnór var með 8,8 stig að meðaltali á 19,0 mínútum í leik í úrslitaeinvíginu en hann hitti úr 4 af 6 þriggja stiga skotum sínum í lokaúrslitunum.Jón Arnór komst ekki aftur í úrslitaeinvígið áður en hann fór út í atvinnumennsku sumarið 2002. Hann kom hinsvegar aftur heim í eitt tímabil 2008 til 2009. Jón Arnór og félagar fóru þá alla leið í úrslitaeinvígið þar sem þeir mættu jú að sjálfsögðu Grindavík. KR lenti 2-1 undir í úrslitaeinvíginu en jafnaði metin í 2-2 með sigri í Grindavík og tryggði sér síðan Íslandsmeistaratitilinn í mögnuðu oddaleik fyrir framan troðfulla DHL-höllina. Jón Arnór var með 19,6 stig og 7,2 stoðsendingar að meðaltali í úrslitaeinvíginu en hann hitti úr 50,8 prósent skota sinna í lokaúrslitunum.Núna er Jón Arnór kominn aftur heim eftir átta ára fjarveru og er hann nú aftur kominn alla leið í úrslitaeinvígið. Mótherjinn er að sjálfsögðu Grindavík. Fyrsti leikur lokaúrslitanna fer fram í DHL-höllinni á þriðjudaginn kemur. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 84-86 | Acox blokkaði KR í úrslit KR er komið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir frábæran sigur, 86-84, á Keflavík í fjórða leik liðanna. 11. apríl 2017 21:45 Kristófer Acox: Ég skuldaði Herði þetta blokk „Ég náði bara að stíga út og hirða frákastið og troða þessum bolta ofan í,“ segir Kritófer Acox sem tróð boltanum í körfuna undir lokin og það á ótrúlega mikilvægum tímapunkti. 11. apríl 2017 21:39 Amin: Við höfum verið betri í síðustu tveimur leikjum "Þetta var ótrúlega erfiður leikur og við vissu alltaf að þetta yrði það. Þeir voru að berjast til að komast í úrslit og við að berjast fyrir lífi okkar,“ segir Amin Stevens, leikmaður Keflavíkur, eftir leikinn í kvöld. 11. apríl 2017 21:42 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson tryggði KR sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurkörfuna í 86-84 sigri KR í fjórða leiknum á móti Keflavík í undanúrslitaeinvígi liðanna. Jón Arnór Stefánsson skoraði sextán stig í leiknum í Keflavík þar af 4 þeirra á síðustu þremur mínútunum. Hann hafði skorað 14 af 31 stigi sínum í fjórða leikhluta þegar KR vann þriggja stiga sigur í þriðja leiknum. Þetta er í þriðja sinn sem Jón Arnór Stefánsson spilar í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn og nú eins og í hin tvö skiptin er mótherjinn Grindavík.Jón Arnór varð fyrsta Íslandsmeistari vorið 2000 þá aðeins sautján ára gamall. Jón Arnór kom þá heim um vorið og tók þátt í úrslitakeppninni með KR-liðinu. KR vann þá 3-1 sigur á Grindavík í úrslitaeinvíginu. Grindavík vann fyrsta leikinn á heimavelli en KR-ingar svöruðu með þremur sigrinum í röð og unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í áratug. Jón Arnór var með 8,8 stig að meðaltali á 19,0 mínútum í leik í úrslitaeinvíginu en hann hitti úr 4 af 6 þriggja stiga skotum sínum í lokaúrslitunum.Jón Arnór komst ekki aftur í úrslitaeinvígið áður en hann fór út í atvinnumennsku sumarið 2002. Hann kom hinsvegar aftur heim í eitt tímabil 2008 til 2009. Jón Arnór og félagar fóru þá alla leið í úrslitaeinvígið þar sem þeir mættu jú að sjálfsögðu Grindavík. KR lenti 2-1 undir í úrslitaeinvíginu en jafnaði metin í 2-2 með sigri í Grindavík og tryggði sér síðan Íslandsmeistaratitilinn í mögnuðu oddaleik fyrir framan troðfulla DHL-höllina. Jón Arnór var með 19,6 stig og 7,2 stoðsendingar að meðaltali í úrslitaeinvíginu en hann hitti úr 50,8 prósent skota sinna í lokaúrslitunum.Núna er Jón Arnór kominn aftur heim eftir átta ára fjarveru og er hann nú aftur kominn alla leið í úrslitaeinvígið. Mótherjinn er að sjálfsögðu Grindavík. Fyrsti leikur lokaúrslitanna fer fram í DHL-höllinni á þriðjudaginn kemur.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 84-86 | Acox blokkaði KR í úrslit KR er komið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir frábæran sigur, 86-84, á Keflavík í fjórða leik liðanna. 11. apríl 2017 21:45 Kristófer Acox: Ég skuldaði Herði þetta blokk „Ég náði bara að stíga út og hirða frákastið og troða þessum bolta ofan í,“ segir Kritófer Acox sem tróð boltanum í körfuna undir lokin og það á ótrúlega mikilvægum tímapunkti. 11. apríl 2017 21:39 Amin: Við höfum verið betri í síðustu tveimur leikjum "Þetta var ótrúlega erfiður leikur og við vissu alltaf að þetta yrði það. Þeir voru að berjast til að komast í úrslit og við að berjast fyrir lífi okkar,“ segir Amin Stevens, leikmaður Keflavíkur, eftir leikinn í kvöld. 11. apríl 2017 21:42 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 84-86 | Acox blokkaði KR í úrslit KR er komið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir frábæran sigur, 86-84, á Keflavík í fjórða leik liðanna. 11. apríl 2017 21:45
Kristófer Acox: Ég skuldaði Herði þetta blokk „Ég náði bara að stíga út og hirða frákastið og troða þessum bolta ofan í,“ segir Kritófer Acox sem tróð boltanum í körfuna undir lokin og það á ótrúlega mikilvægum tímapunkti. 11. apríl 2017 21:39
Amin: Við höfum verið betri í síðustu tveimur leikjum "Þetta var ótrúlega erfiður leikur og við vissu alltaf að þetta yrði það. Þeir voru að berjast til að komast í úrslit og við að berjast fyrir lífi okkar,“ segir Amin Stevens, leikmaður Keflavíkur, eftir leikinn í kvöld. 11. apríl 2017 21:42