Fótbolti

Kennslustund í hvernig stuðningsfólk á að koma fram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þessir stuðningsmenn Mónakó fengu mat og gistingu hjá stuðningsmönnum Dortmund.
Þessir stuðningsmenn Mónakó fengu mat og gistingu hjá stuðningsmönnum Dortmund. Vísir/AFP
Giorgio Marchetti, mótastjóri UEFA, segir að það að UEFA kunni mikið að meta það hvernig stuðningsmenn Borussia Dortmund og Mónakó brugðust vel í erfiðum aðstæðum í Dortmund í gær.

Sprengja við liðsrútu Borussia Dortmund, á leið á leik liðsins við Mónakó í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar, varð til þess að leiknum var frestað um einn sólarhring. Einn leikmaður Dortmund slasaðist og allt liðið var í miklu sjokki.

„Við mjög daprar aðstæður í gærkvöldi sýndi okkar samfélag og okkar fótboltafólk hvað það er sem skiptir mestu máli í heiminum í dag,“ sagði Giorgio Marchetti í viðtali við BBC.

„Gærkvöldið var kennslustund í hvernig stuðningsfólk á að koma fram. Það kenndu stuðningsfólk Dortmund og Mónakó okkur. Þau héldu ró sinni inn á leikvanginum og sýndu mikla yfirvegun,“ sagði Marchetti.







„Stuðningsfólk Mónakó sýndi stuðning sinn í verki inn á leikvanginum og sungu til heiðurs Dortmund. Stuðningsfólk Dortmund svaraði á frábæran og stórkostlegan hátt þegar þeir settu upp kerfi til að redda stuðningsfólki Mónakó næturgistingu,“ sagði Marchetti.

„Þetta var frábært og sýnir að okkar gildismat er sterkara en þeirra sem vilja drepa það,“ sagði Marchetti.







Allir sem áttu miða á leikinn í gær geta nýtt sama miða á leikinn í dag sem fer fram klukkan 16.45 að íslenskum tíma. Hinir tveir leikir kvöldsins hefjast síðan klukkan 18.45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×