Virðingarvert en mögulega óheppilegt að fyrirtæki skaffi starfsfólki húsnæði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. apríl 2017 12:38 Það vantar 9.000 íbúðir á næstu þremur árum hér á landi til þess að mæta eftirspurninni á fasteignamarkaði. vísir/eyþór Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir það virðingarvert að fyrirtæki reyni að bregðast við erfiðri húsnæðisstöðu starfsfólks síns og skaffi því húsnæði. Starfsfólk geti hins vegar á sama tíma staðið hallari fæti gagnvart vinnuveitanda sínum. „Það má segja að það sé skiljanlegt að fyrirtæki reyni að bregðast við erfiðri húsnæðisstöðu og virðingarvert útaf fyrir sig að þau skili láta sig það varða. En ég myndi kannski almennt telja að þetta væri ekki endilega heppilegasta leiðin að starfsfólk sé háð atvinnurekandanum um húsnæði,“ segir Henný. Það geti komið fólki í erfiða stöðu og því heillavænlegast að stjórnvöld tækju þessi mál í sínar hendur.Henny Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ.Verslunin Ikea og Bláa lónið eru á meðal fyrirtækja sem hyggjast reisa fjölbýlishús til þess að tryggja starfsfólki sínu íbúðir, þó það sé ekki nýtt að fyrirtæki fari leiðir sem þessar. Aðspurð segir Henný þetta geta þýtt að starfsfólk standi höllum fæti gagnvart vinnuveitanda sínum. „Auðvitað getur sú staða komið upp. Þú ert bæði orðinn háður atvinnurekandanum um afkomu og húsnæði. Þannig að auðvitað getur þetta sett starfsfólk í erfiða stöðu, alveg klárlega. Almennt er þetta ekki heppilegasta leiðin þó maður skilji vel að menn skuli reyna að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin núna og er erfið fyrir marga,“ segir hún. Þá segir hún mál sem þessi reglulega koma á borð sambandsins. „Við vitum til þess að okkar stéttarfélög fái svona mál inn á borð til sín. Við þekkjum það í gegnum tíðina að atvinnurekendur útvegi starfsfólki húsnæði en frekar hefur það verið hjá starfsfólki í tímabundnum störfum. Og auðvitað hefur þetta skapað vanda og þetta eru mál sem reglulega koma inn á borð til okkar stéttarfélaga og þau munu að sjálfsögðu fylgjast með þessu áfram.“ Tengdar fréttir IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. 5. apríl 2017 14:35 Framkvæmdastjóri IKEA: „Þetta á ekki að vera einhvers konar gettóblokk“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að bygging fjölbýlishúss sem fyrirtækið hyggst reisa fyrir starfsmenn sína hefjist í þessum mánuði. Ekki hefur verið ákveðið hvaða skilyrði þeir sem flytja inn í íbúðirnar þurfi að uppfylla til þess að geta leigt þær eða með hvaða hætti þeim verður úthlutað en Þórarinn segist telja að það verði mikil eftirspurn eftir því að búa í húsinu. 5. apríl 2017 19:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir það virðingarvert að fyrirtæki reyni að bregðast við erfiðri húsnæðisstöðu starfsfólks síns og skaffi því húsnæði. Starfsfólk geti hins vegar á sama tíma staðið hallari fæti gagnvart vinnuveitanda sínum. „Það má segja að það sé skiljanlegt að fyrirtæki reyni að bregðast við erfiðri húsnæðisstöðu og virðingarvert útaf fyrir sig að þau skili láta sig það varða. En ég myndi kannski almennt telja að þetta væri ekki endilega heppilegasta leiðin að starfsfólk sé háð atvinnurekandanum um húsnæði,“ segir Henný. Það geti komið fólki í erfiða stöðu og því heillavænlegast að stjórnvöld tækju þessi mál í sínar hendur.Henny Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ.Verslunin Ikea og Bláa lónið eru á meðal fyrirtækja sem hyggjast reisa fjölbýlishús til þess að tryggja starfsfólki sínu íbúðir, þó það sé ekki nýtt að fyrirtæki fari leiðir sem þessar. Aðspurð segir Henný þetta geta þýtt að starfsfólk standi höllum fæti gagnvart vinnuveitanda sínum. „Auðvitað getur sú staða komið upp. Þú ert bæði orðinn háður atvinnurekandanum um afkomu og húsnæði. Þannig að auðvitað getur þetta sett starfsfólk í erfiða stöðu, alveg klárlega. Almennt er þetta ekki heppilegasta leiðin þó maður skilji vel að menn skuli reyna að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin núna og er erfið fyrir marga,“ segir hún. Þá segir hún mál sem þessi reglulega koma á borð sambandsins. „Við vitum til þess að okkar stéttarfélög fái svona mál inn á borð til sín. Við þekkjum það í gegnum tíðina að atvinnurekendur útvegi starfsfólki húsnæði en frekar hefur það verið hjá starfsfólki í tímabundnum störfum. Og auðvitað hefur þetta skapað vanda og þetta eru mál sem reglulega koma inn á borð til okkar stéttarfélaga og þau munu að sjálfsögðu fylgjast með þessu áfram.“
Tengdar fréttir IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. 5. apríl 2017 14:35 Framkvæmdastjóri IKEA: „Þetta á ekki að vera einhvers konar gettóblokk“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að bygging fjölbýlishúss sem fyrirtækið hyggst reisa fyrir starfsmenn sína hefjist í þessum mánuði. Ekki hefur verið ákveðið hvaða skilyrði þeir sem flytja inn í íbúðirnar þurfi að uppfylla til þess að geta leigt þær eða með hvaða hætti þeim verður úthlutað en Þórarinn segist telja að það verði mikil eftirspurn eftir því að búa í húsinu. 5. apríl 2017 19:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. 5. apríl 2017 14:35
Framkvæmdastjóri IKEA: „Þetta á ekki að vera einhvers konar gettóblokk“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að bygging fjölbýlishúss sem fyrirtækið hyggst reisa fyrir starfsmenn sína hefjist í þessum mánuði. Ekki hefur verið ákveðið hvaða skilyrði þeir sem flytja inn í íbúðirnar þurfi að uppfylla til þess að geta leigt þær eða með hvaða hætti þeim verður úthlutað en Þórarinn segist telja að það verði mikil eftirspurn eftir því að búa í húsinu. 5. apríl 2017 19:00
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent