Sjá til hvað Ólafur hafi fram að færa sem hann hafi ekki tjáð rannsóknarnefndinni Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. apríl 2017 15:51 Jón Steindór Valdimarsson, fyrsti varaformaður Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, og þingmaður Viðreisnar, er framsögumaður nefndarinnar og leiðir afgreiðslu á málum tengndum sölu Búnaðarbankans Vísir/Anton/Vilhelm Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tekur ákvörðun um það eftir páska hvort Ólafur Ólafsson fjárfestir fær fund með nefndinni til að tjá sig um einkavæðingu Búnaðarbankans sem gerð var fyrir tæpum 15 árum, en Ólafur óskaði eftir slíkum fundi í gær. Í síðasta mánuði kom út skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska banka Hauck & Aufhäuser að sölu Búnaðarbankans. Var það niðurstaða nefndarinnar að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar hafi verið blekkt þar sem þýski bankinn hafi í raun aldrei verið raunverulegur kaupandi að hlutum í Búnaðarbankanum. Var það jafnframt niðurstaða nefndarinnar að Ólafur Ólafsson hafi stýrt fléttunni um að komu Hauck & Aufhäuser frá A til Ö. Í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér í gær segir að ann hafi farið yfir öll aðgengileg gögn er tengjast málinu síðan skýrslan kom út. Hann telji mikilvægt að kasta ljósi á nýjar upplýsingar sem hann hafði ekki fengið aðgang að áður.Sjá einnig: Skrítið ef Ólafur fengi ekki að tjá sigJón Steindór Valdimarsson, fyrsti varaformaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, og þingmaður Viðreisnar, er framsögumaður nefndarinnar og leiðir afgreiðslu á málum tengdum sölu Búnaðarbankans. Jón segir að málið verði tekið fyrir eftir páskafrí þingmanna. „Við auðvitað skoðum þessa beiðni eins og allar aðrar sem okkur berast. Ólafur var nú tregur til að ræða við rannsóknarnefndina sjálfa þannig að það eru einhver sinnaskipti í loftinu. Við skulum sjá hvað þau þýða,“ segir Jón Steindór. „Ef að hann hefur eitthvað nýtt fram að færa sem ekki var í rannsóknarskýrslunni þá er auðvitað sjálfsagt, finnst mér, að tala við manninn. En við skulum sjá til og hvað hann hefur fram að færa sem hann hefur ekki tjáð rannsóknarnefndinni,“ segir Jón Steindór. Fari svo að Ólafur fundi með nefndinni sé líklegt að fundurinn yrði opinn fjölmiðlum. „Það hafur engin ákvörðun verið tekinn um það en það kann vel að vera það væri skynsamlegast ío ljósi allra aðstæðna að hafa þann fund opinn til að allir geti fylgst með fundinum.“ Alþingi Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson óskar eftir að funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 12. apríl 2017 17:33 Skrítið ef Ólafur fengi ekki að tjá sig Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur farið fram á það við Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, að fá að tjá sig fyrir nefndinni um einkavæðingu Búnaðarbankans. 13. apríl 2017 07:00 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu Kjartan Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson segja flest gögn um fléttuna á bakvið kaupin á Búnaðarbanka þegar hafa legið fyrir hjá helstu eftirlitsstofnunum ríkisins. Aðeins hafi átt eftir að draga þau saman og rekja punktana, frá afland 30. mars 2017 06:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tekur ákvörðun um það eftir páska hvort Ólafur Ólafsson fjárfestir fær fund með nefndinni til að tjá sig um einkavæðingu Búnaðarbankans sem gerð var fyrir tæpum 15 árum, en Ólafur óskaði eftir slíkum fundi í gær. Í síðasta mánuði kom út skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska banka Hauck & Aufhäuser að sölu Búnaðarbankans. Var það niðurstaða nefndarinnar að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar hafi verið blekkt þar sem þýski bankinn hafi í raun aldrei verið raunverulegur kaupandi að hlutum í Búnaðarbankanum. Var það jafnframt niðurstaða nefndarinnar að Ólafur Ólafsson hafi stýrt fléttunni um að komu Hauck & Aufhäuser frá A til Ö. Í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér í gær segir að ann hafi farið yfir öll aðgengileg gögn er tengjast málinu síðan skýrslan kom út. Hann telji mikilvægt að kasta ljósi á nýjar upplýsingar sem hann hafði ekki fengið aðgang að áður.Sjá einnig: Skrítið ef Ólafur fengi ekki að tjá sigJón Steindór Valdimarsson, fyrsti varaformaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, og þingmaður Viðreisnar, er framsögumaður nefndarinnar og leiðir afgreiðslu á málum tengdum sölu Búnaðarbankans. Jón segir að málið verði tekið fyrir eftir páskafrí þingmanna. „Við auðvitað skoðum þessa beiðni eins og allar aðrar sem okkur berast. Ólafur var nú tregur til að ræða við rannsóknarnefndina sjálfa þannig að það eru einhver sinnaskipti í loftinu. Við skulum sjá hvað þau þýða,“ segir Jón Steindór. „Ef að hann hefur eitthvað nýtt fram að færa sem ekki var í rannsóknarskýrslunni þá er auðvitað sjálfsagt, finnst mér, að tala við manninn. En við skulum sjá til og hvað hann hefur fram að færa sem hann hefur ekki tjáð rannsóknarnefndinni,“ segir Jón Steindór. Fari svo að Ólafur fundi með nefndinni sé líklegt að fundurinn yrði opinn fjölmiðlum. „Það hafur engin ákvörðun verið tekinn um það en það kann vel að vera það væri skynsamlegast ío ljósi allra aðstæðna að hafa þann fund opinn til að allir geti fylgst með fundinum.“
Alþingi Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson óskar eftir að funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 12. apríl 2017 17:33 Skrítið ef Ólafur fengi ekki að tjá sig Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur farið fram á það við Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, að fá að tjá sig fyrir nefndinni um einkavæðingu Búnaðarbankans. 13. apríl 2017 07:00 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu Kjartan Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson segja flest gögn um fléttuna á bakvið kaupin á Búnaðarbanka þegar hafa legið fyrir hjá helstu eftirlitsstofnunum ríkisins. Aðeins hafi átt eftir að draga þau saman og rekja punktana, frá afland 30. mars 2017 06:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Ólafur Ólafsson óskar eftir að funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 12. apríl 2017 17:33
Skrítið ef Ólafur fengi ekki að tjá sig Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur farið fram á það við Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, að fá að tjá sig fyrir nefndinni um einkavæðingu Búnaðarbankans. 13. apríl 2017 07:00
„Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54
Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu Kjartan Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson segja flest gögn um fléttuna á bakvið kaupin á Búnaðarbanka þegar hafa legið fyrir hjá helstu eftirlitsstofnunum ríkisins. Aðeins hafi átt eftir að draga þau saman og rekja punktana, frá afland 30. mars 2017 06:00