Föstudagurinn laaaangi Logi Bergmann skrifar 15. apríl 2017 07:00 Í dag er laugardagur. Það er kannski ekkert fréttnæmt, enda er laugardagur um páskahelgi einhvern veginn algjört aukaatriði, klemmdur milli leiðinlegasta dags æsku minnar og páskadags. Föstudagurinn langi nútímans er svo sem ekkert sérstaklega merkilegur lengur. Þegar börnin manns spyrja hvað sé svona langt við hann verður frekar fátt um svör og maður leiðist út í einhverjar sagnfræðilegar skýringar. Og þvílíkar skýringar! Þegar ég var barn var þessi dagur sá leiðinlegasti af þeim öllum. Unglingur á hápunkti gelgjuskeiðsins var hrein skemmtun við hliðina á þessum degi. Allir gerðu allt sem þeir gátu til að tryggja 100% leiðindi.Samsæri fjölmiðlaSjónvarpið (þessi eina rás) var jafnvel leiðinlegra en venjulega á hátíðisdögum (sem var í raun talsvert afrek). Óperur, leiknar biblíusögumyndir og kannski gamalt sænskt sjónvarpsleikrit, til að tryggja fullkominn árangur. Við áttum að upplifa þjáningar Krists með leiðinlegu sjónvarpsefni. Í útvarpinu var bannað að leika alla tónlist sem innihélt ekki fiðlur. Bara sorglega og ámátlega tónlist sem lét þögn hljóma eins og hina raunverulegu guðsgjöf. Og já. Það var bara ein rás sem var reyndar alltaf leiðinleg, en aldrei af jafn mikilli áfergju og þennan dag.Lok, lok og læsÞað var allt lokað. Allt. Allar búðir, allar sjoppur, allar bensínstöðvar. Allt. Þess vegna var enginn á ferli nema kannski nokkrir soltnir útlendingar sem botnuðu ekkert í því að þetta undarlega land hafði bara bókstaflega skellt öllu í lás. Reyndar voru einhverjar flökkusögur um að lúgan á BSÍ væri opin en ég veit ekki hvort sviðakjammi hefði gert mikið fyrir þessi grey. Hafið í huga að á þessum tíma þótti stórmerkilegt að sjá ferðamann á Íslandi. Ég var reyndar einn af þeim heppnu. Við bræðurnir þurftum ekki að klæða okkur í spariföt og við máttum fara út í fótbolta, ef það var ekki allt á kafi í snjó. Sumir voru ekki svo heppnir. Máttu ekki gera neitt nema sitja og tryggja hámarkslengd út úr þessum föstudegi. Ég sór þess samt eið að þegar ég eignaðist börn myndu þau fá að gera allt sem þeim dytti í hug þennan dag. Engin spariföt, engin matarboð, ekkert vesen. Í fyrra lögðu þingmenn Pírata og Bjartrar framtíðar fram frumvarp um afnám helgidagafriðar. Biskupinn var ekki mjög spenntur fyrir því, en Prestafélag Íslands var á þeirri skoðun að sérstakar reglur um helgidagafrið ættu ekki við í nútímasamfélagi þar sem fólk aðhylltist mismunandi trúar- og lífsskoðanir. Mér fannst sú afstaða prestanna merkileg, fyrir margra hluta sakir, þótt ég sé reyndar á sömu skoðun og BSRB í umsögn sinni um frumvarpið: Að breytingar ættu ekki að hafa nein áhrif á ákvæði kjarasamninga. Það er nefnilega sama hvaðan gott kemur. Þótt frumvarpið hafi ekki gengið í gegn virðast margir hafa svipaðar hugmyndir um helgidagafrið. Smám saman eru hlutirnir að breytast. Það er hægt að fara í bíó á föstudaginn langa. Og sund. Það er hægt að kaupa mjólk og brauð og sinnep og súrsaðar gúrkur. Ferðamenn fá að borða á veitingastöðum, sem er kannski eins gott fyrst að það er endanlega búið að loka lúgunni á BSÍ. Ríkið er að vísu lokað en við skulum kannski ekki alveg missa okkur í þessu. En stundum er ágætt að rifja upp hvernig þetta var allt saman áður, þegar föstudagurinn langi var engu líkur. Það hefði samt verið gaman ef fólk hefði lagt jafn mikinn metnað í að láta sumardaginn fyrsta standa undir nafni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Í dag er laugardagur. Það er kannski ekkert fréttnæmt, enda er laugardagur um páskahelgi einhvern veginn algjört aukaatriði, klemmdur milli leiðinlegasta dags æsku minnar og páskadags. Föstudagurinn langi nútímans er svo sem ekkert sérstaklega merkilegur lengur. Þegar börnin manns spyrja hvað sé svona langt við hann verður frekar fátt um svör og maður leiðist út í einhverjar sagnfræðilegar skýringar. Og þvílíkar skýringar! Þegar ég var barn var þessi dagur sá leiðinlegasti af þeim öllum. Unglingur á hápunkti gelgjuskeiðsins var hrein skemmtun við hliðina á þessum degi. Allir gerðu allt sem þeir gátu til að tryggja 100% leiðindi.Samsæri fjölmiðlaSjónvarpið (þessi eina rás) var jafnvel leiðinlegra en venjulega á hátíðisdögum (sem var í raun talsvert afrek). Óperur, leiknar biblíusögumyndir og kannski gamalt sænskt sjónvarpsleikrit, til að tryggja fullkominn árangur. Við áttum að upplifa þjáningar Krists með leiðinlegu sjónvarpsefni. Í útvarpinu var bannað að leika alla tónlist sem innihélt ekki fiðlur. Bara sorglega og ámátlega tónlist sem lét þögn hljóma eins og hina raunverulegu guðsgjöf. Og já. Það var bara ein rás sem var reyndar alltaf leiðinleg, en aldrei af jafn mikilli áfergju og þennan dag.Lok, lok og læsÞað var allt lokað. Allt. Allar búðir, allar sjoppur, allar bensínstöðvar. Allt. Þess vegna var enginn á ferli nema kannski nokkrir soltnir útlendingar sem botnuðu ekkert í því að þetta undarlega land hafði bara bókstaflega skellt öllu í lás. Reyndar voru einhverjar flökkusögur um að lúgan á BSÍ væri opin en ég veit ekki hvort sviðakjammi hefði gert mikið fyrir þessi grey. Hafið í huga að á þessum tíma þótti stórmerkilegt að sjá ferðamann á Íslandi. Ég var reyndar einn af þeim heppnu. Við bræðurnir þurftum ekki að klæða okkur í spariföt og við máttum fara út í fótbolta, ef það var ekki allt á kafi í snjó. Sumir voru ekki svo heppnir. Máttu ekki gera neitt nema sitja og tryggja hámarkslengd út úr þessum föstudegi. Ég sór þess samt eið að þegar ég eignaðist börn myndu þau fá að gera allt sem þeim dytti í hug þennan dag. Engin spariföt, engin matarboð, ekkert vesen. Í fyrra lögðu þingmenn Pírata og Bjartrar framtíðar fram frumvarp um afnám helgidagafriðar. Biskupinn var ekki mjög spenntur fyrir því, en Prestafélag Íslands var á þeirri skoðun að sérstakar reglur um helgidagafrið ættu ekki við í nútímasamfélagi þar sem fólk aðhylltist mismunandi trúar- og lífsskoðanir. Mér fannst sú afstaða prestanna merkileg, fyrir margra hluta sakir, þótt ég sé reyndar á sömu skoðun og BSRB í umsögn sinni um frumvarpið: Að breytingar ættu ekki að hafa nein áhrif á ákvæði kjarasamninga. Það er nefnilega sama hvaðan gott kemur. Þótt frumvarpið hafi ekki gengið í gegn virðast margir hafa svipaðar hugmyndir um helgidagafrið. Smám saman eru hlutirnir að breytast. Það er hægt að fara í bíó á föstudaginn langa. Og sund. Það er hægt að kaupa mjólk og brauð og sinnep og súrsaðar gúrkur. Ferðamenn fá að borða á veitingastöðum, sem er kannski eins gott fyrst að það er endanlega búið að loka lúgunni á BSÍ. Ríkið er að vísu lokað en við skulum kannski ekki alveg missa okkur í þessu. En stundum er ágætt að rifja upp hvernig þetta var allt saman áður, þegar föstudagurinn langi var engu líkur. Það hefði samt verið gaman ef fólk hefði lagt jafn mikinn metnað í að láta sumardaginn fyrsta standa undir nafni.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun