Ekkert ferðaveður á morgun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. apríl 2017 08:43 Vísara er að nýta daginn í dag í eitthvað skemmtilegt. Vísir/Auðunn Ekkert ferðaveður verður á morgun þegar suðaustan stormur gengur yfir landið. Þeir sem hyggja á ferðalög á milli landshluta ættu því að íhuga að flýta brottför eða seinka henni til þriðjudags því búist er við að akstursskilyrði verði slæm. „Í dag ættu sem flestir að nýta góða veðrið til að gera það sem þeim þykir skemmtilegt, því að á morgun annan í páskum er gert ráð fyrir suðaustan stormi með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu,“ segir á vef Veðurstofunnar. Búast má við norðvestlægri átt í dag, 5 til 13 metrum á sekúndu, og éljum um landið norðaustanvert. Annars hægari og léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 6 stig, en hiti 1 til 5 stig sunnanlands að deginum. Vaxandi suðaustanátt í nótt, 13 til 20, og slydda eða snjókoma í fyrramálið, fyrst vestantil en 15 til 25 í kringum hádegi. Hlýnar smám saman og fer að rigna um landið vestanvert seinnipartinn, einkum á láglendi. Hægari og þurrt að kalla norðaustantil fram á kvöld. Hiti víða 2 til 7 stig seint annað kvöld. Veðurútlit fyrir nokkrar leiðir á morgun annan páskadag, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar:Hellisheiði: Fer að snjóa á milli kl. 9 og 10. Hvessir og frá því um hádegi verður hríðarveður og lítið skyggni á háheiðinni fram undir kvöld, en hlánar síðan.Holtavörðuheiði: Hvessir síðdegis, einkum eftir kl. 16. Vindhraði 16-18 m/s og snjóar. 20-23 m/s um tíma annað kvöld og þá mjög blint.Steingrímsfjarðarheiði og Klettsháls: Bærilegasta veður verður fram á miðjan dag en hvessir og með ofanhríð. Kafaldsbylur í eftirmiðdaginn og fram á kvöld. Austan 17-22 m/s og skyggni mjög lítið.Öxnadalsheiði: Fínasta veður fram eftir degi, en snjóar frá um kl. 17-18. Hvasst og með skafrenningi og blindu síðdegis og annað kvöld.Hafnarfjall og utanvert Kjalarnes: Frá um kl. 14 til 15 er reiknað með hviðum allt að 35-40 m/s. Vindur verður í hámarki um kl. 18. Eins á norðanverðu Snæfellsnesi. Veður Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Ekkert ferðaveður verður á morgun þegar suðaustan stormur gengur yfir landið. Þeir sem hyggja á ferðalög á milli landshluta ættu því að íhuga að flýta brottför eða seinka henni til þriðjudags því búist er við að akstursskilyrði verði slæm. „Í dag ættu sem flestir að nýta góða veðrið til að gera það sem þeim þykir skemmtilegt, því að á morgun annan í páskum er gert ráð fyrir suðaustan stormi með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu,“ segir á vef Veðurstofunnar. Búast má við norðvestlægri átt í dag, 5 til 13 metrum á sekúndu, og éljum um landið norðaustanvert. Annars hægari og léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 6 stig, en hiti 1 til 5 stig sunnanlands að deginum. Vaxandi suðaustanátt í nótt, 13 til 20, og slydda eða snjókoma í fyrramálið, fyrst vestantil en 15 til 25 í kringum hádegi. Hlýnar smám saman og fer að rigna um landið vestanvert seinnipartinn, einkum á láglendi. Hægari og þurrt að kalla norðaustantil fram á kvöld. Hiti víða 2 til 7 stig seint annað kvöld. Veðurútlit fyrir nokkrar leiðir á morgun annan páskadag, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar:Hellisheiði: Fer að snjóa á milli kl. 9 og 10. Hvessir og frá því um hádegi verður hríðarveður og lítið skyggni á háheiðinni fram undir kvöld, en hlánar síðan.Holtavörðuheiði: Hvessir síðdegis, einkum eftir kl. 16. Vindhraði 16-18 m/s og snjóar. 20-23 m/s um tíma annað kvöld og þá mjög blint.Steingrímsfjarðarheiði og Klettsháls: Bærilegasta veður verður fram á miðjan dag en hvessir og með ofanhríð. Kafaldsbylur í eftirmiðdaginn og fram á kvöld. Austan 17-22 m/s og skyggni mjög lítið.Öxnadalsheiði: Fínasta veður fram eftir degi, en snjóar frá um kl. 17-18. Hvasst og með skafrenningi og blindu síðdegis og annað kvöld.Hafnarfjall og utanvert Kjalarnes: Frá um kl. 14 til 15 er reiknað með hviðum allt að 35-40 m/s. Vindur verður í hámarki um kl. 18. Eins á norðanverðu Snæfellsnesi.
Veður Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira