Innlent

Tekur ekki að lægja fyrr en seint í kvöld

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Veðurstofa Íslands varar ferðalanga við stormi á öðrum degi páska.
Veðurstofa Íslands varar ferðalanga við stormi á öðrum degi páska. vísir/sigurjón
Búast má við að blindbylur verði á Steingrímsfjarðarheiði og á hálsunum á sunnanverðum Vestfjörðum allt til klukkan 22 í kvöld. Sömuleiðis er áætlað að vindur undir Hafnarfjalli gangi niður í kvöld á milli klukkan 21 og 22 þegar skil lægðarinnar ganga yfir.

Annars hefur náð að hlána víðast hvar nema að skafrenningur er vaxandi á Öxnadalsheiði. Áfram er mjög hvasst á Kjalarnesi, Hafnarfjalli, Grindavíkurvegi og á Reykjanesbraut.

Leiðindaveður á sumardeginum fyrsta

Slæmt veður hefur verið á sunnan- og vestanverðu landinu í dag og hefur Veðurstofan og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra varað við ferðalögum í dag, en um er að ræða einn stærsta ferðadag ársins.

Ekki er búist við að fimmtudagurinn næsti, sumardagurinn fyrsti, verði sólríkur. Veðurstofan gerir ráð fyrir vestan- og norðvestanátt með skúrum eða éljum. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost nyrðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×