„Skylda mín að standa með almenningi en ekki erlendum stórfyrirtækjum“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. apríl 2017 13:30 Björt nefnir fjóra þætti sem þarf að skoða áður en að rekstur verksmiðjunnar geti haldið áfram. Vísir „Ég hef miklar áhyggjur af starfsemi þessarar verksmiðju, og hef haft þær áhyggjur lengi,“ segir Björt Ólafsdóttir Umhverfisráðherra. „Ég hef hvatt Umhverfisstofnun, mína undirstofnun, til þess að beita ítrustu varúð þegar hún er að höndla málefni verksmiðjunnar.“ Skoðun ráðherra er sú að þegar allir vankantar eru skoðaðir og þeir þættir komi saman þurfi greinilega að loka verksmiðjunni tímabundið. Hún nefnir sérstaklega fjóra þætti. „Í fyrsta lagi þarf að útskýra af hverju íbúar í grennd upplifi einkenni sem að mengunarmælingar mæla ekki. Það þarf þá að kanna vinnuaðstæður sérstaklega. Hversu mikilli mengun starfsmenn eru að verða fyrir hverju sinni. Síðan þarf að skoða öryggisaðstæður við þennan bruna í nótt.“Sjá einnig: Eldur á þremur hæðum í Kísilveri United Silicon Þá telur hún að skoða þurfi fjárhag verksmiðjunnar sérstaklega. „Það liggur ljóst fyrir að reksturinn hefur gengið á afturfótunum og United Silicon er augljóslega fjárþurfi,“ segir hún. „Ég hef áhyggjur af því hvort það séu almennir fjárfestar, til dæmis lífeyrissjóðirnir, sem ætli að hlaupa undir bagga þarna. Ef þeir ætla að fjárfesta í fyrirtækinu væri það að mínu viti slæm fjárfesting fyrir lífeyri almennings,“ segir Björt. Átta íslenskir lífeyrissjóðir eru meðal hluthafa í United Silicon. Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, sagðist í samtali við Fréttablaðið í fyrra furða sig á að lífeyrissjóðirnir leggi fé í jafn áhættusaman rekstur og kísiliðnað. „Þarna er mikil óvissa og áhættan mikil, þess vegna er ég mjög undrandi á að lífeyrissjóðir séu að taka þátt í þessu,“ sagði hann.Sjá einnig: Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir verðfall Björt segir það þá í höndum Umhverfisstofnunar að fara með lokunarferli verksmiðjunnar komi til þess. „Umhverfisstofnun fer með lokunarheimildir og hefur haldið vel á málum, hefur gætt ítrustu varúðar og verið með verksmiðjuna í hálfgerðri gjörgæslu. Það er svo skylda mín sem stjórnmálamanns og ráðherra að standa með almenningi í landinu en ekki erlendum stórfyrirtækjum og ég vil styðja Umhverfisstofnun til að beita öllum sínum ráðum til að búa svo um hnútana að þessir þættir sem ég taldi upp áðan verða allir kannaðir áður en að verksmiðjan getur haldið áfram að ganga.“ United Silicon Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira
„Ég hef miklar áhyggjur af starfsemi þessarar verksmiðju, og hef haft þær áhyggjur lengi,“ segir Björt Ólafsdóttir Umhverfisráðherra. „Ég hef hvatt Umhverfisstofnun, mína undirstofnun, til þess að beita ítrustu varúð þegar hún er að höndla málefni verksmiðjunnar.“ Skoðun ráðherra er sú að þegar allir vankantar eru skoðaðir og þeir þættir komi saman þurfi greinilega að loka verksmiðjunni tímabundið. Hún nefnir sérstaklega fjóra þætti. „Í fyrsta lagi þarf að útskýra af hverju íbúar í grennd upplifi einkenni sem að mengunarmælingar mæla ekki. Það þarf þá að kanna vinnuaðstæður sérstaklega. Hversu mikilli mengun starfsmenn eru að verða fyrir hverju sinni. Síðan þarf að skoða öryggisaðstæður við þennan bruna í nótt.“Sjá einnig: Eldur á þremur hæðum í Kísilveri United Silicon Þá telur hún að skoða þurfi fjárhag verksmiðjunnar sérstaklega. „Það liggur ljóst fyrir að reksturinn hefur gengið á afturfótunum og United Silicon er augljóslega fjárþurfi,“ segir hún. „Ég hef áhyggjur af því hvort það séu almennir fjárfestar, til dæmis lífeyrissjóðirnir, sem ætli að hlaupa undir bagga þarna. Ef þeir ætla að fjárfesta í fyrirtækinu væri það að mínu viti slæm fjárfesting fyrir lífeyri almennings,“ segir Björt. Átta íslenskir lífeyrissjóðir eru meðal hluthafa í United Silicon. Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, sagðist í samtali við Fréttablaðið í fyrra furða sig á að lífeyrissjóðirnir leggi fé í jafn áhættusaman rekstur og kísiliðnað. „Þarna er mikil óvissa og áhættan mikil, þess vegna er ég mjög undrandi á að lífeyrissjóðir séu að taka þátt í þessu,“ sagði hann.Sjá einnig: Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir verðfall Björt segir það þá í höndum Umhverfisstofnunar að fara með lokunarferli verksmiðjunnar komi til þess. „Umhverfisstofnun fer með lokunarheimildir og hefur haldið vel á málum, hefur gætt ítrustu varúðar og verið með verksmiðjuna í hálfgerðri gjörgæslu. Það er svo skylda mín sem stjórnmálamanns og ráðherra að standa með almenningi í landinu en ekki erlendum stórfyrirtækjum og ég vil styðja Umhverfisstofnun til að beita öllum sínum ráðum til að búa svo um hnútana að þessir þættir sem ég taldi upp áðan verða allir kannaðir áður en að verksmiðjan getur haldið áfram að ganga.“
United Silicon Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira