„Skylda mín að standa með almenningi en ekki erlendum stórfyrirtækjum“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. apríl 2017 13:30 Björt nefnir fjóra þætti sem þarf að skoða áður en að rekstur verksmiðjunnar geti haldið áfram. Vísir „Ég hef miklar áhyggjur af starfsemi þessarar verksmiðju, og hef haft þær áhyggjur lengi,“ segir Björt Ólafsdóttir Umhverfisráðherra. „Ég hef hvatt Umhverfisstofnun, mína undirstofnun, til þess að beita ítrustu varúð þegar hún er að höndla málefni verksmiðjunnar.“ Skoðun ráðherra er sú að þegar allir vankantar eru skoðaðir og þeir þættir komi saman þurfi greinilega að loka verksmiðjunni tímabundið. Hún nefnir sérstaklega fjóra þætti. „Í fyrsta lagi þarf að útskýra af hverju íbúar í grennd upplifi einkenni sem að mengunarmælingar mæla ekki. Það þarf þá að kanna vinnuaðstæður sérstaklega. Hversu mikilli mengun starfsmenn eru að verða fyrir hverju sinni. Síðan þarf að skoða öryggisaðstæður við þennan bruna í nótt.“Sjá einnig: Eldur á þremur hæðum í Kísilveri United Silicon Þá telur hún að skoða þurfi fjárhag verksmiðjunnar sérstaklega. „Það liggur ljóst fyrir að reksturinn hefur gengið á afturfótunum og United Silicon er augljóslega fjárþurfi,“ segir hún. „Ég hef áhyggjur af því hvort það séu almennir fjárfestar, til dæmis lífeyrissjóðirnir, sem ætli að hlaupa undir bagga þarna. Ef þeir ætla að fjárfesta í fyrirtækinu væri það að mínu viti slæm fjárfesting fyrir lífeyri almennings,“ segir Björt. Átta íslenskir lífeyrissjóðir eru meðal hluthafa í United Silicon. Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, sagðist í samtali við Fréttablaðið í fyrra furða sig á að lífeyrissjóðirnir leggi fé í jafn áhættusaman rekstur og kísiliðnað. „Þarna er mikil óvissa og áhættan mikil, þess vegna er ég mjög undrandi á að lífeyrissjóðir séu að taka þátt í þessu,“ sagði hann.Sjá einnig: Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir verðfall Björt segir það þá í höndum Umhverfisstofnunar að fara með lokunarferli verksmiðjunnar komi til þess. „Umhverfisstofnun fer með lokunarheimildir og hefur haldið vel á málum, hefur gætt ítrustu varúðar og verið með verksmiðjuna í hálfgerðri gjörgæslu. Það er svo skylda mín sem stjórnmálamanns og ráðherra að standa með almenningi í landinu en ekki erlendum stórfyrirtækjum og ég vil styðja Umhverfisstofnun til að beita öllum sínum ráðum til að búa svo um hnútana að þessir þættir sem ég taldi upp áðan verða allir kannaðir áður en að verksmiðjan getur haldið áfram að ganga.“ United Silicon Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
„Ég hef miklar áhyggjur af starfsemi þessarar verksmiðju, og hef haft þær áhyggjur lengi,“ segir Björt Ólafsdóttir Umhverfisráðherra. „Ég hef hvatt Umhverfisstofnun, mína undirstofnun, til þess að beita ítrustu varúð þegar hún er að höndla málefni verksmiðjunnar.“ Skoðun ráðherra er sú að þegar allir vankantar eru skoðaðir og þeir þættir komi saman þurfi greinilega að loka verksmiðjunni tímabundið. Hún nefnir sérstaklega fjóra þætti. „Í fyrsta lagi þarf að útskýra af hverju íbúar í grennd upplifi einkenni sem að mengunarmælingar mæla ekki. Það þarf þá að kanna vinnuaðstæður sérstaklega. Hversu mikilli mengun starfsmenn eru að verða fyrir hverju sinni. Síðan þarf að skoða öryggisaðstæður við þennan bruna í nótt.“Sjá einnig: Eldur á þremur hæðum í Kísilveri United Silicon Þá telur hún að skoða þurfi fjárhag verksmiðjunnar sérstaklega. „Það liggur ljóst fyrir að reksturinn hefur gengið á afturfótunum og United Silicon er augljóslega fjárþurfi,“ segir hún. „Ég hef áhyggjur af því hvort það séu almennir fjárfestar, til dæmis lífeyrissjóðirnir, sem ætli að hlaupa undir bagga þarna. Ef þeir ætla að fjárfesta í fyrirtækinu væri það að mínu viti slæm fjárfesting fyrir lífeyri almennings,“ segir Björt. Átta íslenskir lífeyrissjóðir eru meðal hluthafa í United Silicon. Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, sagðist í samtali við Fréttablaðið í fyrra furða sig á að lífeyrissjóðirnir leggi fé í jafn áhættusaman rekstur og kísiliðnað. „Þarna er mikil óvissa og áhættan mikil, þess vegna er ég mjög undrandi á að lífeyrissjóðir séu að taka þátt í þessu,“ sagði hann.Sjá einnig: Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir verðfall Björt segir það þá í höndum Umhverfisstofnunar að fara með lokunarferli verksmiðjunnar komi til þess. „Umhverfisstofnun fer með lokunarheimildir og hefur haldið vel á málum, hefur gætt ítrustu varúðar og verið með verksmiðjuna í hálfgerðri gjörgæslu. Það er svo skylda mín sem stjórnmálamanns og ráðherra að standa með almenningi í landinu en ekki erlendum stórfyrirtækjum og ég vil styðja Umhverfisstofnun til að beita öllum sínum ráðum til að búa svo um hnútana að þessir þættir sem ég taldi upp áðan verða allir kannaðir áður en að verksmiðjan getur haldið áfram að ganga.“
United Silicon Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira