Ólafur hefur ekki óskað formlega eftir fundi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2017 13:21 Jón Steindór Valdimarsson, fyrsti varaformaður Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, og þingmaður Viðreisnar, er framsögumaður nefndarinnar og leiðir afgreiðslu á málum tengndum sölu Búnaðarbankans Vísir/Anton/Vilhelm Ólafur Ólafsson hefur ekki óskað formlega eftir fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Formleg beiðni þarf að berast svo nefndin taki ósk hans til greina. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekkert komið saman frá því að Ólafur sendi frá sér fréttatilkynningu í síðustu viku. Jón Steindór Valdimarsson, sem leiðir afgreiðslu á málum tengdum sölu Búnaðarbankans, segist gera ráð fyrir að nefndin muni funda í næstu viku. Þá verði næstu skref væntanlega ákveðin.Geir Haarde, Valgerður Sverrisdóttir og Ólafur Ólafsson við undirritun samningsins um sölu Búnaðarbankans í janúar 2003.vísir/vilhelm„Nefndin hefur ekki komið saman og það hefur ekki borist formlegt erindi frá Ólafi, þó hann hafi haft samband við formann nefndarinnar og óskað eftir því að koma fyrir hana. Við eigum bara eftir að hittast og fara yfir þetta og annað sem þarf að gera í tengslum við þessa skýrslu og reyndar fleiri verkefni sem tengjast þeirri þingsályktun sem lá til grundvallar því að þessi skýrsla var gerð. Við munum fara yfir málin og verklagið og hvort og hvaða gesti við köllum fyrir,“ segir Jón Steindór. Jón Steindór segist ekki geta svarað til um hvort líklegt þyki að beiðni Ólafs um fund verði samþykkt, né hvort hann verði opinn fjölmiðlum og almenningi. „Það er ekkert hægt að leggja mat á það. Það fer bara eftir því hvernig menn skipuleggja þetta starf. Það væri auðvitað hægt að kalla fyrir fleiri sem málið varðar en rannsóknarnefndin er búin að ljúka sínum störfum með býsna afdráttarlausri niðurstöðu. Ef við metum það þannig að við teljum líkur á að það komi eitthvað nýtt fram í málinu þá skoðum við það,“ segir hann. Ólafur hafi haft öll tækifæri til þess að tjá sig fyrir rannsóknarnefndinni þegar vinna við skýrsluna var í gangi.Vill varpa nýju ljósi á atburðarásina Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að sölu Búnaðarbankans kom út í síðasta mánuði. Niðurstaða nefndarinnar var sú að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar hafi verið blekkt þar sem þýski bankinn hafi í raun aldrei verið raunverulegur kaupandi að hlutum í Búnaðarbankanum. Var það jafnframt niðurstaða nefndarinnar að Ólafur Ólafsson hafi stýrt fléttunni um aðkomu Hauck & Aufhäuser frá A til Ö. Ólafur sendi frá sér fréttatilkynningu í framhaldinu þar sem hann segist borinn þungum sökum og vilja varpa nýju ljósi á atburðarásina. Fór hann því þess á leit við Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að fá að sjá sig fyrir nefndinni, en sem fyrr segir þarf formlegt erindi að berast. Brynjar mun ekki taka þátt í störfum nefndarinnar í þessu máli þar sem hann var verjandi Bjarka Diego þegar sakamál tengd Kaupþingi voru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson óskar eftir að funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 12. apríl 2017 17:33 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Ólafur Ólafsson hefur ekki óskað formlega eftir fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Formleg beiðni þarf að berast svo nefndin taki ósk hans til greina. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekkert komið saman frá því að Ólafur sendi frá sér fréttatilkynningu í síðustu viku. Jón Steindór Valdimarsson, sem leiðir afgreiðslu á málum tengdum sölu Búnaðarbankans, segist gera ráð fyrir að nefndin muni funda í næstu viku. Þá verði næstu skref væntanlega ákveðin.Geir Haarde, Valgerður Sverrisdóttir og Ólafur Ólafsson við undirritun samningsins um sölu Búnaðarbankans í janúar 2003.vísir/vilhelm„Nefndin hefur ekki komið saman og það hefur ekki borist formlegt erindi frá Ólafi, þó hann hafi haft samband við formann nefndarinnar og óskað eftir því að koma fyrir hana. Við eigum bara eftir að hittast og fara yfir þetta og annað sem þarf að gera í tengslum við þessa skýrslu og reyndar fleiri verkefni sem tengjast þeirri þingsályktun sem lá til grundvallar því að þessi skýrsla var gerð. Við munum fara yfir málin og verklagið og hvort og hvaða gesti við köllum fyrir,“ segir Jón Steindór. Jón Steindór segist ekki geta svarað til um hvort líklegt þyki að beiðni Ólafs um fund verði samþykkt, né hvort hann verði opinn fjölmiðlum og almenningi. „Það er ekkert hægt að leggja mat á það. Það fer bara eftir því hvernig menn skipuleggja þetta starf. Það væri auðvitað hægt að kalla fyrir fleiri sem málið varðar en rannsóknarnefndin er búin að ljúka sínum störfum með býsna afdráttarlausri niðurstöðu. Ef við metum það þannig að við teljum líkur á að það komi eitthvað nýtt fram í málinu þá skoðum við það,“ segir hann. Ólafur hafi haft öll tækifæri til þess að tjá sig fyrir rannsóknarnefndinni þegar vinna við skýrsluna var í gangi.Vill varpa nýju ljósi á atburðarásina Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að sölu Búnaðarbankans kom út í síðasta mánuði. Niðurstaða nefndarinnar var sú að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar hafi verið blekkt þar sem þýski bankinn hafi í raun aldrei verið raunverulegur kaupandi að hlutum í Búnaðarbankanum. Var það jafnframt niðurstaða nefndarinnar að Ólafur Ólafsson hafi stýrt fléttunni um aðkomu Hauck & Aufhäuser frá A til Ö. Ólafur sendi frá sér fréttatilkynningu í framhaldinu þar sem hann segist borinn þungum sökum og vilja varpa nýju ljósi á atburðarásina. Fór hann því þess á leit við Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að fá að sjá sig fyrir nefndinni, en sem fyrr segir þarf formlegt erindi að berast. Brynjar mun ekki taka þátt í störfum nefndarinnar í þessu máli þar sem hann var verjandi Bjarka Diego þegar sakamál tengd Kaupþingi voru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara.
Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson óskar eftir að funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 12. apríl 2017 17:33 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Ólafur Ólafsson óskar eftir að funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 12. apríl 2017 17:33