Ekki lengur þörf á auknu eftirliti vegna hugsanlegra hryðjuverka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2017 15:42 "Þetta er síðasti dagurinn í dag," segir Haraldur Johannessen. vísir/vilhelm Ekki er talin þörf á að halda áfram auknu eftirliti hér á landi vegna hryðjuverka, segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Eftirlit var aukið eftir árásina í Svíþjóð í byrjun mánaðar en í því fólst að sérsveitarmönnum á vakt var fjölgað og lögreglulið beðin um að vera sérstaklega á varðbergi. „Þetta er síðasti dagurinn í dag. Það var okkar mat að það væri ekki þörf á auknu eftirliti lengur heldur en var. Síðan getur það breyst snögglega, en það er ekkert sem bendir til þess núna,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Haraldur segir ekkert benda til þess að ódæðisverk séu yfirvofandi, en tekur fram að lögreglan sé ávallt á varðbergi. Verklag vegna hryðjuverka hafi verið virkjað hérlendis þar sem ekki hafi verið vitað í fyrstu hverjir stóðu að baki voðaverkinu. „Við vildum að sjálfsögðu vera við öllu búin þar sem ekki lá ljóst fyrir hver hefði staðið að þessu ódæði í Stokkhólmi og hvort það beindist eitthvað út fyrir Svíþjóð og til annarra Norðurlanda,“ segir hann. Greiningardeild ríkislögreglustjóra ákvað að 7. apríl síðastliðinn að virkja verklag vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum vegna árásarinnar í miðborg Stokkhólms, þar sem fjórir létu lífið. Viðbúnaðarstig var ekki hækkað. Var því beint til lögreglunnar á Suðurnesjum að vera sérstaklega vakandi fyrir flugi frá Svíþjóð og var sérsveitarmönnum á vakt fjölgað. Þá var því beint til lögregluliða að vera á varðbergi fyrir grunsamlegum einstaklingum og óvenjulegum atburðum sem gætu tengst áformum um stórfellda ofbeldisglæpi., Jafnframt fylgdist greiningardeild og alþjóðadeild ríkislögreglustjóra með samskiptakerfum við erlend lögreglulið og öryggisstofnanir. Tengdar fréttir Verklag vegna hryðjuverkaárása virkjað hérlendis Sérsveitarmönnum fjölgað og lögregluliðum bent á að vera á varðbergi. 7. apríl 2017 17:58 Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Ekki er talin þörf á að halda áfram auknu eftirliti hér á landi vegna hryðjuverka, segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Eftirlit var aukið eftir árásina í Svíþjóð í byrjun mánaðar en í því fólst að sérsveitarmönnum á vakt var fjölgað og lögreglulið beðin um að vera sérstaklega á varðbergi. „Þetta er síðasti dagurinn í dag. Það var okkar mat að það væri ekki þörf á auknu eftirliti lengur heldur en var. Síðan getur það breyst snögglega, en það er ekkert sem bendir til þess núna,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Haraldur segir ekkert benda til þess að ódæðisverk séu yfirvofandi, en tekur fram að lögreglan sé ávallt á varðbergi. Verklag vegna hryðjuverka hafi verið virkjað hérlendis þar sem ekki hafi verið vitað í fyrstu hverjir stóðu að baki voðaverkinu. „Við vildum að sjálfsögðu vera við öllu búin þar sem ekki lá ljóst fyrir hver hefði staðið að þessu ódæði í Stokkhólmi og hvort það beindist eitthvað út fyrir Svíþjóð og til annarra Norðurlanda,“ segir hann. Greiningardeild ríkislögreglustjóra ákvað að 7. apríl síðastliðinn að virkja verklag vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum vegna árásarinnar í miðborg Stokkhólms, þar sem fjórir létu lífið. Viðbúnaðarstig var ekki hækkað. Var því beint til lögreglunnar á Suðurnesjum að vera sérstaklega vakandi fyrir flugi frá Svíþjóð og var sérsveitarmönnum á vakt fjölgað. Þá var því beint til lögregluliða að vera á varðbergi fyrir grunsamlegum einstaklingum og óvenjulegum atburðum sem gætu tengst áformum um stórfellda ofbeldisglæpi., Jafnframt fylgdist greiningardeild og alþjóðadeild ríkislögreglustjóra með samskiptakerfum við erlend lögreglulið og öryggisstofnanir.
Tengdar fréttir Verklag vegna hryðjuverkaárása virkjað hérlendis Sérsveitarmönnum fjölgað og lögregluliðum bent á að vera á varðbergi. 7. apríl 2017 17:58 Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Verklag vegna hryðjuverkaárása virkjað hérlendis Sérsveitarmönnum fjölgað og lögregluliðum bent á að vera á varðbergi. 7. apríl 2017 17:58
Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10