Mikil spenna í undirheimunum: Sjö vopnuð rán á einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. apríl 2017 19:03 Sjö vopnuð rán hafa verið framin á höfuðborgarsvæðinu á einum mánuði. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir fjölgun hafa orðið í þessum málum að undanförnu. Það var rétt eftir opnun í morgun sem karlmaður vopnaður exi kom inn í apótek Garðabæjar og framdi vopnað rán. Á meðan á því stóð fóru starfsmenn og viðskiptavinir út úr apótekinu og inn í verslun Hagkaupa og óskuðu aðstoðar lögreglu. Eftir það þegar þau komu út var maðurinn kominn út úr apótekinu, settist inn í rauða Yaris bifreið og ók af stað. Frá vettvangi ók hinn grunaði í Sjálandshverfið í Garðabæ eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi á Hafnarfjarðarvegi. Lögregla fann bílinn og hóf eftirför á Vífilstaðavegi en þaðan hélt ferðin áfram inn á Álftanesveg og áfram þaðan niður á Herjólfsgötu. Á þessum tímapunkti voru fleiri lögreglubílar sem tóku þátt í eftirförinni. Þegar hinn grunaði nálgaðist Vesturgötu var búið að gefa lögreglumönnum heimild til þess að aka utan í bifreiðina og reyna stöðva för hennar en það tókst ekki í fyrstu tilraun. Eftirförin hélt áfram um Hjallabraut en þegar komið var að Reykjavíkurvegi ók lögreglan aftur utan í bifreiðina og stöðvaði för hennar. Þar var hinn grunaði handtekinn og færður í fangageymslur. Fjölmargir lögreglubílar tóku þátt í eftirförinni en hinn grunaði skapaði mikla almannahættu enda umferð mikil á þessum tíma og segir lögreglan með ólíkindum að ekki hafi orðið alvarleg slys. Hinn grunaði ók utan í tvær bifreiðar á leið sinni. Líklegt þykir að krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum vegna þeirrar hættu sem hann skapaði í morgun. Í ráninu náði hann að hafa með sér eitthvert magn lyfja. Apótekinu var lokað eftir ránið og fékk starfsfólkið áfallahjálp frá starfsfólki Rauða krossins á meðan Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði vettvang. Starfsfólki var mjög brugðið enda ógnaði maðurinn þeim með öxinni. Þetta er sjöunda ránið sem framið er á höfuðborgarsvæðinu á rétt rúmum mánuði þar sem gerendur eru vopnaðir. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þessu málum hafi fjölgað að undanförnu. „Þetta er meira en við höfum séð núna upp á síðkastið,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Margeir segir á lögreglan skoði viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu og hann segir spennu vera í undirheimunum. „Það er eitt af því sem við erum að skoða og má alveg búast við að það sé verið að ýta á eftir, ja menn að kalla eftir að menn borgi sínar skuldir og þess háttar,“ segir Margeir. Rán í Apóteki Garðabæjar Tengdar fréttir Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32 Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01 Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40 Löggan nær daglegur gestur í íbúðinni: „Maður er alveg að gefast upp á þessu“ Fjórir voru handteknir í tengslum við vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ í gær. Grunur leikur á að skotvopn hafi verið dregin fram. Lögregla vopnaðist og naut aðstoðar sérsveitarinnar. 18. apríl 2017 07:00 Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21 Vopnað rán í Kauptúni: Frestuðu yfirheyrslum þar sem hinir grunuðu voru undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu náði aðeins að yfirheyra einn af mönnunum fjórum sem grunaðir eru um aðild að vopnuðu ráni í Kauptúni í Garðabæ síðdegis í gær þar sem þeir voru allir undir áhrifum og þar af leiðandi ekki í ástandi til þess að sæta yfirheyrslum. 18. apríl 2017 10:02 Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Sjö vopnuð rán hafa verið framin á höfuðborgarsvæðinu á einum mánuði. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir fjölgun hafa orðið í þessum málum að undanförnu. Það var rétt eftir opnun í morgun sem karlmaður vopnaður exi kom inn í apótek Garðabæjar og framdi vopnað rán. Á meðan á því stóð fóru starfsmenn og viðskiptavinir út úr apótekinu og inn í verslun Hagkaupa og óskuðu aðstoðar lögreglu. Eftir það þegar þau komu út var maðurinn kominn út úr apótekinu, settist inn í rauða Yaris bifreið og ók af stað. Frá vettvangi ók hinn grunaði í Sjálandshverfið í Garðabæ eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi á Hafnarfjarðarvegi. Lögregla fann bílinn og hóf eftirför á Vífilstaðavegi en þaðan hélt ferðin áfram inn á Álftanesveg og áfram þaðan niður á Herjólfsgötu. Á þessum tímapunkti voru fleiri lögreglubílar sem tóku þátt í eftirförinni. Þegar hinn grunaði nálgaðist Vesturgötu var búið að gefa lögreglumönnum heimild til þess að aka utan í bifreiðina og reyna stöðva för hennar en það tókst ekki í fyrstu tilraun. Eftirförin hélt áfram um Hjallabraut en þegar komið var að Reykjavíkurvegi ók lögreglan aftur utan í bifreiðina og stöðvaði för hennar. Þar var hinn grunaði handtekinn og færður í fangageymslur. Fjölmargir lögreglubílar tóku þátt í eftirförinni en hinn grunaði skapaði mikla almannahættu enda umferð mikil á þessum tíma og segir lögreglan með ólíkindum að ekki hafi orðið alvarleg slys. Hinn grunaði ók utan í tvær bifreiðar á leið sinni. Líklegt þykir að krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum vegna þeirrar hættu sem hann skapaði í morgun. Í ráninu náði hann að hafa með sér eitthvert magn lyfja. Apótekinu var lokað eftir ránið og fékk starfsfólkið áfallahjálp frá starfsfólki Rauða krossins á meðan Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði vettvang. Starfsfólki var mjög brugðið enda ógnaði maðurinn þeim með öxinni. Þetta er sjöunda ránið sem framið er á höfuðborgarsvæðinu á rétt rúmum mánuði þar sem gerendur eru vopnaðir. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þessu málum hafi fjölgað að undanförnu. „Þetta er meira en við höfum séð núna upp á síðkastið,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Margeir segir á lögreglan skoði viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu og hann segir spennu vera í undirheimunum. „Það er eitt af því sem við erum að skoða og má alveg búast við að það sé verið að ýta á eftir, ja menn að kalla eftir að menn borgi sínar skuldir og þess háttar,“ segir Margeir.
Rán í Apóteki Garðabæjar Tengdar fréttir Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32 Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01 Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40 Löggan nær daglegur gestur í íbúðinni: „Maður er alveg að gefast upp á þessu“ Fjórir voru handteknir í tengslum við vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ í gær. Grunur leikur á að skotvopn hafi verið dregin fram. Lögregla vopnaðist og naut aðstoðar sérsveitarinnar. 18. apríl 2017 07:00 Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21 Vopnað rán í Kauptúni: Frestuðu yfirheyrslum þar sem hinir grunuðu voru undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu náði aðeins að yfirheyra einn af mönnunum fjórum sem grunaðir eru um aðild að vopnuðu ráni í Kauptúni í Garðabæ síðdegis í gær þar sem þeir voru allir undir áhrifum og þar af leiðandi ekki í ástandi til þess að sæta yfirheyrslum. 18. apríl 2017 10:02 Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32
Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01
Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40
Löggan nær daglegur gestur í íbúðinni: „Maður er alveg að gefast upp á þessu“ Fjórir voru handteknir í tengslum við vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ í gær. Grunur leikur á að skotvopn hafi verið dregin fram. Lögregla vopnaðist og naut aðstoðar sérsveitarinnar. 18. apríl 2017 07:00
Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21
Vopnað rán í Kauptúni: Frestuðu yfirheyrslum þar sem hinir grunuðu voru undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu náði aðeins að yfirheyra einn af mönnunum fjórum sem grunaðir eru um aðild að vopnuðu ráni í Kauptúni í Garðabæ síðdegis í gær þar sem þeir voru allir undir áhrifum og þar af leiðandi ekki í ástandi til þess að sæta yfirheyrslum. 18. apríl 2017 10:02
Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11