Sterkasta Reykjavíkurskákmótið í 53 ár Svavar Hávarðsson skrifar 19. apríl 2017 07:00 Friðrik Ólafsson lék fyrsta leikinn í skák ofurstórmeistarans Anish Giri og Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í fjöltefli í gær. vísir/anton brink Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið sem hefst í dag verður hið sterkasta og fjölmennasta í 53 ára sögu þess. Alls eru um 280 skákmenn skráðir til leiks frá um 45 löndum. Þar af eru 35 stórmeistarar og hafa þeir aldrei verið fleiri. Um 180 erlendir skákmenn taka þátt í mótinu. Fleiri en nokkru sinni fyrr. Flestir þeirra koma frá Bandaríkjunum, Indlandi og Kanada. Góð þátttaka Færeyinga vekur athygli en þeir eru 12 talsins. Mótshaldarar segja að Reykjavíkurskákmótið sé frekar skákhátíð en skákmót. Efnt er til alls konar sérviðburða meðan mótið fer fram, fjöltefli ofurstórmeistarans, sterkasta þátttakanda í sögu mótsins, Anish Giri, var í gær. En meðal annarra sérviðburða eru fyrirlestrar, hraðskákmót, barnahraðskákmót, spurningakeppni (pub quiz), fótboltamót skákmanna, kotrumót og ferð um gullna hringinn með viðkomu við leiði Bobbys Fischer. Nærri 100 íslenskir skákmenn taka þátt í mótinu nú og þar á meðal þrír stórmeistarar. Stigahæstur þeirra er Hannes Hlífar Stefánsson, sigursælasti skákmaður í sögu Reykjavíkurskákmótanna. Það sætir tíðindum að Jóhann Hjartarson tekur nú þátt í mótinu í fyrsta skipti í 21 ár og sá þriðji er Þröstur Þórhallsson. Sjö íslenskar skákkonur taka þátt. Fyrir þeim fer Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna og margfaldur Íslandsmeistari. Alþjóðlegu meistararnir Guðmundur Kjartansson, Bragi og Björn Þorfinnssynir taka þátt og það gerir einnig Vignir Vatnar Stefánsson, okkar efnilegasti skákmaður. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurskákmótið Reykjavík Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið sem hefst í dag verður hið sterkasta og fjölmennasta í 53 ára sögu þess. Alls eru um 280 skákmenn skráðir til leiks frá um 45 löndum. Þar af eru 35 stórmeistarar og hafa þeir aldrei verið fleiri. Um 180 erlendir skákmenn taka þátt í mótinu. Fleiri en nokkru sinni fyrr. Flestir þeirra koma frá Bandaríkjunum, Indlandi og Kanada. Góð þátttaka Færeyinga vekur athygli en þeir eru 12 talsins. Mótshaldarar segja að Reykjavíkurskákmótið sé frekar skákhátíð en skákmót. Efnt er til alls konar sérviðburða meðan mótið fer fram, fjöltefli ofurstórmeistarans, sterkasta þátttakanda í sögu mótsins, Anish Giri, var í gær. En meðal annarra sérviðburða eru fyrirlestrar, hraðskákmót, barnahraðskákmót, spurningakeppni (pub quiz), fótboltamót skákmanna, kotrumót og ferð um gullna hringinn með viðkomu við leiði Bobbys Fischer. Nærri 100 íslenskir skákmenn taka þátt í mótinu nú og þar á meðal þrír stórmeistarar. Stigahæstur þeirra er Hannes Hlífar Stefánsson, sigursælasti skákmaður í sögu Reykjavíkurskákmótanna. Það sætir tíðindum að Jóhann Hjartarson tekur nú þátt í mótinu í fyrsta skipti í 21 ár og sá þriðji er Þröstur Þórhallsson. Sjö íslenskar skákkonur taka þátt. Fyrir þeim fer Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna og margfaldur Íslandsmeistari. Alþjóðlegu meistararnir Guðmundur Kjartansson, Bragi og Björn Þorfinnssynir taka þátt og það gerir einnig Vignir Vatnar Stefánsson, okkar efnilegasti skákmaður.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurskákmótið Reykjavík Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels